Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2022 06:23 Biden átti fund með leiðtogum G7 og Nató á Balí í gær. AP/The New York Times/Doug Mills Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ólíklegt að flugskeyti sem varð tveimur að bana í Póllandi hafi komið frá Rússlandi og vísar til brautar flugskeytisins. Aðspurður vildi hann hins vegar ekkert fullyrða um málið og sagðist vilja bíða og sjá. Biden, sem er enn staddur á fundi G20-ríkjanna á Balí, sagði Bandaríkjamenn styðja rannsókn Pólverja á atvikinu og sagði þá staðráðna í að komast að því hvað átti sér stað. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist taka afneitun Rússa um að bera ábyrgð á sprengingunni alvarlega og sagði líklega um að ræða „tæknilega villu“. Hann hefði fundað með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands um málið, og menn virtust almennt vera á því að flugskeytið væri ekki rússneskt. Leiðtogar G7-ríkjanna áttu neyðarfund um málið í gærkvöldi, auk leiðtoga Hollands, Spánar og Evrópusambandsins. Mikið er í húfi, þar sem árás á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins myndi kalla á sameiginleg viðbrögð allra bandalagsríkjanna. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær um alvarlega stigmögnun að ræða. Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefur hafnað „samsæriskenningum“ þess efnis að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnakerfum Úkraínu. Bæði Andrzej Duda, forseti Póllands, og forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hafa hvatt menn til að halda ró sinni og vara sig á falsfréttum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið síðar í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Hernaður Joe Biden Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Biden, sem er enn staddur á fundi G20-ríkjanna á Balí, sagði Bandaríkjamenn styðja rannsókn Pólverja á atvikinu og sagði þá staðráðna í að komast að því hvað átti sér stað. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist taka afneitun Rússa um að bera ábyrgð á sprengingunni alvarlega og sagði líklega um að ræða „tæknilega villu“. Hann hefði fundað með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands um málið, og menn virtust almennt vera á því að flugskeytið væri ekki rússneskt. Leiðtogar G7-ríkjanna áttu neyðarfund um málið í gærkvöldi, auk leiðtoga Hollands, Spánar og Evrópusambandsins. Mikið er í húfi, þar sem árás á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins myndi kalla á sameiginleg viðbrögð allra bandalagsríkjanna. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær um alvarlega stigmögnun að ræða. Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefur hafnað „samsæriskenningum“ þess efnis að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnakerfum Úkraínu. Bæði Andrzej Duda, forseti Póllands, og forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hafa hvatt menn til að halda ró sinni og vara sig á falsfréttum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið síðar í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Hernaður Joe Biden Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira