Eden Hazard um Real vonbrigðin: Mér þykir þetta svo leiðinlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 15:31 Eden Hazard er fyrirliði belgíska landsliðsins en hér sést hann fagna með Axel Witsel. Getty/Bradley Collyer Belginn Eden Hazard hefur verið eins stórt flopp hjá spænska stórliðinu Real Madrid og þau gerast í fótboltanum. Hazard hefur nú beðið stuðningsmenn Real Madrid afsökunar fyrir að standa ekki undir væntingum sem gerðar voru til hans. Hazard var kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims þegar Real Madrid keypti hann fyrir meira en hundrað milljónir evra í júní 2019. Hann varð þar með dýrari en Cristiano Ronaldo (frá Manchester United 2009) og sá næstdýrasti í sögu félagsins á eftir Gareth Bale (frá Tottenham 2013). Fimmtíu þúsund manns mættu á Santiago Bernabéu þegar Hazard var kynntur til leiks. Þessi fyrstu þrjú tímabil Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein stór hrakfallasaga en þessi 31 árs gamli leikmaður hefur enn ekki náð að spila á móti Barcelona í búningi Real svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir slakt gengi og lítill spilatíma hjá Real þá er Eden Hazard á leiðinni á HM í Katar sem fyrirliði belgíska landsliðsins. „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég er að reyna .... en fyrirgefið mér,“ sagði Eden Hazard í viðtali við Marca. „Ég á eftir eitt ár af samningnum mínum og ég verða að sýna hvað ég get en það verður ekkert auðvelt. Ég er ekki að spila og ég vil spila meira. Mér þykir svo leiðinlegt hvernig þetta hefur farið,“ sagði Hazard. Samingur hans við Real Madrid rennur út í júní 2024. Hann segir það ekki koma til greina að fara frá Real Madrid þegar glugginn opnar í janúar. „Það er útilokað fyrir mig að fara í janúar. Ég hef fjölskylduna mína hjá mér og ég kann vel við borgina. En í sumar þá er möguleiki á því að ég fari. Ég á þá eitt ár eftir af samningnum mínum svo það er ákvörðun félagsins. Ef félagið segir: Eden, takk fyrir þessi fjögur ár en nú þarftu að fara, þá verð ég að sætta mig við það,“ sagði Hazard. Hazard glímdi lengi við ökklameiðsli en hann brotnaði fyrst í leik á móti Paris Saint-Germain og svo aftur þremur mánuðum seinna. Hann lenti síðan í miklum vandræðum með málmplötu sem var sett í ökklann hans en hann fékk meðal annars sýkingu vegna hennar. „Ég vildi fara fyrr í aðgerð en félagið sagði að það væri ómögulegt og ég yrði að halda ró minni. Þeir sögðust hafa rætt við læknana sem sögðu að það væri ekkert vandamál með málmplötuna. Það var sama upp á teningnum á þriðja árinu og endalaus meiðsli. Ég er ekki að segja að þetta sé félaginu, læknunum eða skurðaðgerðinni að kenna. Ég vil samt segja svo marga hluti,“ sagði Hazard. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Hazard hefur nú beðið stuðningsmenn Real Madrid afsökunar fyrir að standa ekki undir væntingum sem gerðar voru til hans. Hazard var kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims þegar Real Madrid keypti hann fyrir meira en hundrað milljónir evra í júní 2019. Hann varð þar með dýrari en Cristiano Ronaldo (frá Manchester United 2009) og sá næstdýrasti í sögu félagsins á eftir Gareth Bale (frá Tottenham 2013). Fimmtíu þúsund manns mættu á Santiago Bernabéu þegar Hazard var kynntur til leiks. Þessi fyrstu þrjú tímabil Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein stór hrakfallasaga en þessi 31 árs gamli leikmaður hefur enn ekki náð að spila á móti Barcelona í búningi Real svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir slakt gengi og lítill spilatíma hjá Real þá er Eden Hazard á leiðinni á HM í Katar sem fyrirliði belgíska landsliðsins. „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég er að reyna .... en fyrirgefið mér,“ sagði Eden Hazard í viðtali við Marca. „Ég á eftir eitt ár af samningnum mínum og ég verða að sýna hvað ég get en það verður ekkert auðvelt. Ég er ekki að spila og ég vil spila meira. Mér þykir svo leiðinlegt hvernig þetta hefur farið,“ sagði Hazard. Samingur hans við Real Madrid rennur út í júní 2024. Hann segir það ekki koma til greina að fara frá Real Madrid þegar glugginn opnar í janúar. „Það er útilokað fyrir mig að fara í janúar. Ég hef fjölskylduna mína hjá mér og ég kann vel við borgina. En í sumar þá er möguleiki á því að ég fari. Ég á þá eitt ár eftir af samningnum mínum svo það er ákvörðun félagsins. Ef félagið segir: Eden, takk fyrir þessi fjögur ár en nú þarftu að fara, þá verð ég að sætta mig við það,“ sagði Hazard. Hazard glímdi lengi við ökklameiðsli en hann brotnaði fyrst í leik á móti Paris Saint-Germain og svo aftur þremur mánuðum seinna. Hann lenti síðan í miklum vandræðum með málmplötu sem var sett í ökklann hans en hann fékk meðal annars sýkingu vegna hennar. „Ég vildi fara fyrr í aðgerð en félagið sagði að það væri ómögulegt og ég yrði að halda ró minni. Þeir sögðust hafa rætt við læknana sem sögðu að það væri ekkert vandamál með málmplötuna. Það var sama upp á teningnum á þriðja árinu og endalaus meiðsli. Ég er ekki að segja að þetta sé félaginu, læknunum eða skurðaðgerðinni að kenna. Ég vil samt segja svo marga hluti,“ sagði Hazard.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira