Spjallmennið og póstmeistarinn Freyja Auðunsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Hér áður fyrr heyrðust oftar orð eins og póstmeistari, póststofa, póstþjónn, póstvagn, póstlúður, póstávísun og bögglapóstur. Bæjarpóstur var sá kallaður á Akureyri sem bar út póst á árum áður og menn báru sérstakar bréfhirðingatöskur. Þá voru krossbandssendingar mikið notaðar fyrir blöð og annað prentað mál og póstpokar voru áberandi – voru víst stundum keyptir frá dönskum tugthúsum. Í dag blæs enginn í póstlúður en nú tölum við hins vegar um hjólapósta sem þeysast um hverfin á rafhjólum með gluggapóst og fólk sækir pakkana sína í póstbox eða jafnvel í pakkaport. Ýmis orð hafa fest sig í sessi, eins og pakkaflokkari, bréfaflokkunarvél, Póststoð, Póstmiðstöð, fjölpóstur, markpóstur, dreifikerfi, afhendingarleiðir, vefþjónustugátt og svo framvegis og svo framvegis. Helsta áskorun okkar hjá Póstinum er, eins og hjá flestum, að halda á lofti íslenskum hugtökum og heitum í þeirri tæknibyltingu sem ríður yfir. Vefurinn og sjálfsafgreiðslukerfin, með öllum þeim forritum, skipunum og tengingum sem þeim fylgir, kalla á ný orð og heiti. Þá skiptir öllu máli að þau séu gagnsæ og auðskiljanleg fyrir viðskiptavini okkar. Njáll, hinn eins árs gamli kisi, er spjallmennið okkar hjá Póstinum. Hann talar íslensku og hér leggja sig allir fram um að veita honum gott máluppeldi. Hann fær ótal fyrirspurnir á dag úr ólíkum áttum en hann heldur ró sinni og svarar öllum vinalega á vönduðu rafmáli og reynir að gefa eins greinargóðar upplýsingar og honum er unnt. Fleiri vélmenni hafa fengið íslensk heiti hjá Póstinum. Eitt þeirra heitir Magni. Hann er mikill liðsauki í flokkun og dreifingu pakka. Til að finna nafn á þennan öfluga samstarfsmann var ákveðið að efna til nafnasamkeppni innan Póstsins og bárust margar góðar tillögur eins og Kolkrabbinn, Trölli, Þjarkur og Grýla. Þó að þetta sé meira í gamni gert er mikilvægt að fólk komi sér saman um ákveðna orðanotkun til að auðvelda samskipti og koma í veg fyrir misskilning. Við viljum geta notað íslensku á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið í póstþjónustu, og þess vegna er nauðsynlegt að skapa íslenskan póstorðaforða, ekki síst í hinum síbreytilega stafræna heimi. Höfundur er efnisstjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Pósturinn Stafræn þróun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Hér áður fyrr heyrðust oftar orð eins og póstmeistari, póststofa, póstþjónn, póstvagn, póstlúður, póstávísun og bögglapóstur. Bæjarpóstur var sá kallaður á Akureyri sem bar út póst á árum áður og menn báru sérstakar bréfhirðingatöskur. Þá voru krossbandssendingar mikið notaðar fyrir blöð og annað prentað mál og póstpokar voru áberandi – voru víst stundum keyptir frá dönskum tugthúsum. Í dag blæs enginn í póstlúður en nú tölum við hins vegar um hjólapósta sem þeysast um hverfin á rafhjólum með gluggapóst og fólk sækir pakkana sína í póstbox eða jafnvel í pakkaport. Ýmis orð hafa fest sig í sessi, eins og pakkaflokkari, bréfaflokkunarvél, Póststoð, Póstmiðstöð, fjölpóstur, markpóstur, dreifikerfi, afhendingarleiðir, vefþjónustugátt og svo framvegis og svo framvegis. Helsta áskorun okkar hjá Póstinum er, eins og hjá flestum, að halda á lofti íslenskum hugtökum og heitum í þeirri tæknibyltingu sem ríður yfir. Vefurinn og sjálfsafgreiðslukerfin, með öllum þeim forritum, skipunum og tengingum sem þeim fylgir, kalla á ný orð og heiti. Þá skiptir öllu máli að þau séu gagnsæ og auðskiljanleg fyrir viðskiptavini okkar. Njáll, hinn eins árs gamli kisi, er spjallmennið okkar hjá Póstinum. Hann talar íslensku og hér leggja sig allir fram um að veita honum gott máluppeldi. Hann fær ótal fyrirspurnir á dag úr ólíkum áttum en hann heldur ró sinni og svarar öllum vinalega á vönduðu rafmáli og reynir að gefa eins greinargóðar upplýsingar og honum er unnt. Fleiri vélmenni hafa fengið íslensk heiti hjá Póstinum. Eitt þeirra heitir Magni. Hann er mikill liðsauki í flokkun og dreifingu pakka. Til að finna nafn á þennan öfluga samstarfsmann var ákveðið að efna til nafnasamkeppni innan Póstsins og bárust margar góðar tillögur eins og Kolkrabbinn, Trölli, Þjarkur og Grýla. Þó að þetta sé meira í gamni gert er mikilvægt að fólk komi sér saman um ákveðna orðanotkun til að auðvelda samskipti og koma í veg fyrir misskilning. Við viljum geta notað íslensku á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið í póstþjónustu, og þess vegna er nauðsynlegt að skapa íslenskan póstorðaforða, ekki síst í hinum síbreytilega stafræna heimi. Höfundur er efnisstjóri Póstsins.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar