Spjallmennið og póstmeistarinn Freyja Auðunsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Hér áður fyrr heyrðust oftar orð eins og póstmeistari, póststofa, póstþjónn, póstvagn, póstlúður, póstávísun og bögglapóstur. Bæjarpóstur var sá kallaður á Akureyri sem bar út póst á árum áður og menn báru sérstakar bréfhirðingatöskur. Þá voru krossbandssendingar mikið notaðar fyrir blöð og annað prentað mál og póstpokar voru áberandi – voru víst stundum keyptir frá dönskum tugthúsum. Í dag blæs enginn í póstlúður en nú tölum við hins vegar um hjólapósta sem þeysast um hverfin á rafhjólum með gluggapóst og fólk sækir pakkana sína í póstbox eða jafnvel í pakkaport. Ýmis orð hafa fest sig í sessi, eins og pakkaflokkari, bréfaflokkunarvél, Póststoð, Póstmiðstöð, fjölpóstur, markpóstur, dreifikerfi, afhendingarleiðir, vefþjónustugátt og svo framvegis og svo framvegis. Helsta áskorun okkar hjá Póstinum er, eins og hjá flestum, að halda á lofti íslenskum hugtökum og heitum í þeirri tæknibyltingu sem ríður yfir. Vefurinn og sjálfsafgreiðslukerfin, með öllum þeim forritum, skipunum og tengingum sem þeim fylgir, kalla á ný orð og heiti. Þá skiptir öllu máli að þau séu gagnsæ og auðskiljanleg fyrir viðskiptavini okkar. Njáll, hinn eins árs gamli kisi, er spjallmennið okkar hjá Póstinum. Hann talar íslensku og hér leggja sig allir fram um að veita honum gott máluppeldi. Hann fær ótal fyrirspurnir á dag úr ólíkum áttum en hann heldur ró sinni og svarar öllum vinalega á vönduðu rafmáli og reynir að gefa eins greinargóðar upplýsingar og honum er unnt. Fleiri vélmenni hafa fengið íslensk heiti hjá Póstinum. Eitt þeirra heitir Magni. Hann er mikill liðsauki í flokkun og dreifingu pakka. Til að finna nafn á þennan öfluga samstarfsmann var ákveðið að efna til nafnasamkeppni innan Póstsins og bárust margar góðar tillögur eins og Kolkrabbinn, Trölli, Þjarkur og Grýla. Þó að þetta sé meira í gamni gert er mikilvægt að fólk komi sér saman um ákveðna orðanotkun til að auðvelda samskipti og koma í veg fyrir misskilning. Við viljum geta notað íslensku á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið í póstþjónustu, og þess vegna er nauðsynlegt að skapa íslenskan póstorðaforða, ekki síst í hinum síbreytilega stafræna heimi. Höfundur er efnisstjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Pósturinn Stafræn þróun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hér áður fyrr heyrðust oftar orð eins og póstmeistari, póststofa, póstþjónn, póstvagn, póstlúður, póstávísun og bögglapóstur. Bæjarpóstur var sá kallaður á Akureyri sem bar út póst á árum áður og menn báru sérstakar bréfhirðingatöskur. Þá voru krossbandssendingar mikið notaðar fyrir blöð og annað prentað mál og póstpokar voru áberandi – voru víst stundum keyptir frá dönskum tugthúsum. Í dag blæs enginn í póstlúður en nú tölum við hins vegar um hjólapósta sem þeysast um hverfin á rafhjólum með gluggapóst og fólk sækir pakkana sína í póstbox eða jafnvel í pakkaport. Ýmis orð hafa fest sig í sessi, eins og pakkaflokkari, bréfaflokkunarvél, Póststoð, Póstmiðstöð, fjölpóstur, markpóstur, dreifikerfi, afhendingarleiðir, vefþjónustugátt og svo framvegis og svo framvegis. Helsta áskorun okkar hjá Póstinum er, eins og hjá flestum, að halda á lofti íslenskum hugtökum og heitum í þeirri tæknibyltingu sem ríður yfir. Vefurinn og sjálfsafgreiðslukerfin, með öllum þeim forritum, skipunum og tengingum sem þeim fylgir, kalla á ný orð og heiti. Þá skiptir öllu máli að þau séu gagnsæ og auðskiljanleg fyrir viðskiptavini okkar. Njáll, hinn eins árs gamli kisi, er spjallmennið okkar hjá Póstinum. Hann talar íslensku og hér leggja sig allir fram um að veita honum gott máluppeldi. Hann fær ótal fyrirspurnir á dag úr ólíkum áttum en hann heldur ró sinni og svarar öllum vinalega á vönduðu rafmáli og reynir að gefa eins greinargóðar upplýsingar og honum er unnt. Fleiri vélmenni hafa fengið íslensk heiti hjá Póstinum. Eitt þeirra heitir Magni. Hann er mikill liðsauki í flokkun og dreifingu pakka. Til að finna nafn á þennan öfluga samstarfsmann var ákveðið að efna til nafnasamkeppni innan Póstsins og bárust margar góðar tillögur eins og Kolkrabbinn, Trölli, Þjarkur og Grýla. Þó að þetta sé meira í gamni gert er mikilvægt að fólk komi sér saman um ákveðna orðanotkun til að auðvelda samskipti og koma í veg fyrir misskilning. Við viljum geta notað íslensku á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið í póstþjónustu, og þess vegna er nauðsynlegt að skapa íslenskan póstorðaforða, ekki síst í hinum síbreytilega stafræna heimi. Höfundur er efnisstjóri Póstsins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun