Tími aðgerða er kominn Haraldur Hallgrímsson skrifar 16. nóvember 2022 16:31 Það er yfirþyrmandi en um leið magnað að sækja COP27 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Hér eru staddir fulltrúar allra þjóða til þess að ná samkomulagi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið er alþjóðlegt, enda er andrúmsloftið sameign okkar allra og fer yfir landamæri án þess að spyrja kóng eða prest. Framvísar ekki einu sinni vegabréfi. Áskoranir og aðstæður eru mismunandi eftir þjóðum, landsvæðum og atvinnugreinum, en eitt er ljóst: við þurfum öll að grípa til tafarlausra aðgerða. Nú er kominn tími til að gera það sem þarf til að hefta losun og koma í veg fyrir óafturkræfar breytingar á loftslaginu. Við erum öll sammála um markmiðið og vitum leiðina að því. Hún felst í því að bylta öllu orkukerfi heimsins og hætta að nota bensín, kol og olíu. Í staðinn þurfum við endurnýjanlega orku. Þetta er viðamikið verkefni og ekki einfalt, en það er skýrt. Við Íslendingar erum komnir lengra en flestar aðrar þjóðir í orkuskiptum. Það er ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi, heldur ætti þessi staðreynd miklu frekar að hvetja okkur til dáða. Á teikniborðinu eru ýmsir grænir virkjunarkostir og fjölmörg verkefni sem stuðla að raf- og rafeldsneytisvæðingu þess hluta orkukerfisins sem ennþá gengur fyrir bensíni og olíu. Við þurfum að velja okkur verkefni og framkvæma þau. Núna, ekki seinna. Við erum í dauðafæri til að klára dæmið og verða fyrsta þjóðin í heiminum til að vera óháð jarðefnaeldsneyti. Við þurfum bara að láta verkin tala. Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkuskipti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Landsvirkjun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er yfirþyrmandi en um leið magnað að sækja COP27 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Hér eru staddir fulltrúar allra þjóða til þess að ná samkomulagi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið er alþjóðlegt, enda er andrúmsloftið sameign okkar allra og fer yfir landamæri án þess að spyrja kóng eða prest. Framvísar ekki einu sinni vegabréfi. Áskoranir og aðstæður eru mismunandi eftir þjóðum, landsvæðum og atvinnugreinum, en eitt er ljóst: við þurfum öll að grípa til tafarlausra aðgerða. Nú er kominn tími til að gera það sem þarf til að hefta losun og koma í veg fyrir óafturkræfar breytingar á loftslaginu. Við erum öll sammála um markmiðið og vitum leiðina að því. Hún felst í því að bylta öllu orkukerfi heimsins og hætta að nota bensín, kol og olíu. Í staðinn þurfum við endurnýjanlega orku. Þetta er viðamikið verkefni og ekki einfalt, en það er skýrt. Við Íslendingar erum komnir lengra en flestar aðrar þjóðir í orkuskiptum. Það er ekki afsökun fyrir aðgerðaleysi, heldur ætti þessi staðreynd miklu frekar að hvetja okkur til dáða. Á teikniborðinu eru ýmsir grænir virkjunarkostir og fjölmörg verkefni sem stuðla að raf- og rafeldsneytisvæðingu þess hluta orkukerfisins sem ennþá gengur fyrir bensíni og olíu. Við þurfum að velja okkur verkefni og framkvæma þau. Núna, ekki seinna. Við erum í dauðafæri til að klára dæmið og verða fyrsta þjóðin í heiminum til að vera óháð jarðefnaeldsneyti. Við þurfum bara að láta verkin tala. Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar