Ætlar að fá annan til að stýra Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 22:52 Twitter virðist hafa átt hug Elons Musk allan upp á síðkastið. Hann segir að breyting verði brátt á því. Vísir/EPA Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, segist ætla að draga úr afskiptum sínum af miðlinum og fá einhvern annan til að stýra fyrirtækinu. Sá stutti tími sem Musk hefur átt Twitter hefur verið stormasamur svo vægt sé til orða tekið. Gengið hefur á ýmsu frá því að Musk keypti Twitter fyrir 44 milljarða dollara fyrir skemmstu. Hann hefur rekið stóran hluta starfsmanna fyrirtækisins, boðað breytingar á miðlinum sem voru settar í loftið en dregnar til baka jafnharðan aftur og hæðst að fyrrverandi starfsmönnum og jafnvel þingmönnum og dreift samsæriskenningum. Þegar Musk bar vitni í máli sem tengist launagreiðslum hans hjá rafbílafyrirtækinu Tesla sagðist hann búast við því að verja minni tíma í rekstur Twitter á næstunni og að hann vonaðist til þess að ljúka endurskipulagningu fyrirtækisins í þessari viku. Twitter sendi starfsfólki tölvupóst seint í gærkvöldi þar sem því voru gerðir tveir kostir: sætta sig við mikla yfirvinnu við endurskipulagningu fyrirtækisins á næstunni eða taka poka sinn með biðlaunum. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar í Teslu hafi vaxandi áhyggjur af því hversu miklum tíma Musk hefur varið í Twitter upp á síðkastið. „Það er aragrúi verkefna í byrjun eftir kaup við að endurskipuleggja fyrirtækið en ég býst við því að draga úr viðveru minni hjá Twitter,“ sagði Musk fyrir dómi. Viðurkenndi hann að nokkrir verkfræðingar frá Teslu aðstoðuðu nú við að fara yfir verkfræðingateymi Twitter. Það gerðu þeir sjálfviljugir og utan vinnutíma hjá Teslu. Málið gegn Musk snýst um milljarða dollara greiðslur Teslu til hans. Fjárfestar í fyrirtækinu halda því fram að samningur fyrirtækisins við Musk byggist á að hann nái auðsóttum markmiðum sem stjórn sem sé honum undirgefin samþykkti. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gengið hefur á ýmsu frá því að Musk keypti Twitter fyrir 44 milljarða dollara fyrir skemmstu. Hann hefur rekið stóran hluta starfsmanna fyrirtækisins, boðað breytingar á miðlinum sem voru settar í loftið en dregnar til baka jafnharðan aftur og hæðst að fyrrverandi starfsmönnum og jafnvel þingmönnum og dreift samsæriskenningum. Þegar Musk bar vitni í máli sem tengist launagreiðslum hans hjá rafbílafyrirtækinu Tesla sagðist hann búast við því að verja minni tíma í rekstur Twitter á næstunni og að hann vonaðist til þess að ljúka endurskipulagningu fyrirtækisins í þessari viku. Twitter sendi starfsfólki tölvupóst seint í gærkvöldi þar sem því voru gerðir tveir kostir: sætta sig við mikla yfirvinnu við endurskipulagningu fyrirtækisins á næstunni eða taka poka sinn með biðlaunum. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar í Teslu hafi vaxandi áhyggjur af því hversu miklum tíma Musk hefur varið í Twitter upp á síðkastið. „Það er aragrúi verkefna í byrjun eftir kaup við að endurskipuleggja fyrirtækið en ég býst við því að draga úr viðveru minni hjá Twitter,“ sagði Musk fyrir dómi. Viðurkenndi hann að nokkrir verkfræðingar frá Teslu aðstoðuðu nú við að fara yfir verkfræðingateymi Twitter. Það gerðu þeir sjálfviljugir og utan vinnutíma hjá Teslu. Málið gegn Musk snýst um milljarða dollara greiðslur Teslu til hans. Fjárfestar í fyrirtækinu halda því fram að samningur fyrirtækisins við Musk byggist á að hann nái auðsóttum markmiðum sem stjórn sem sé honum undirgefin samþykkti.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. 16. nóvember 2022 15:13