Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 15:33 Almar Barja,fagsviðsstjóri hjá Samorku. Samtök iðnaðarins Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. Almar Barja, fagsviðsstjóra Samorku ræddi þessi mál á opnum fundi Samorku sem fram fór í Hörpu í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Hugum að hitaveitunni: Er alltaf nóg til? Ásamt Almari komu fram Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá OR, Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, og Hjalti Steinn Gunnarsson, fagstjóri hitaveitu Norðurorku. Toppar í notkun að nálgast Í erindi Almars kom fram að áætlaðir toppar í notkun á hitaveituvatni séu að nálgast og séu í reynd komnir yfir vinnslugetu á flestum jarðhitasvæðum. Þá eru ný jarðhitasvæði ekki tilbúin til vinnslu. „Á mannamáli þýðir þetta að á köldustu tímabilum, eða ef það koma lengri kuldaskeið í vetur eða næstu vetra, þá gæti þurft að grípa til skerðinga á heitu vatni. Hugsanlega til heimila, atvinnulífs eða þjónustu,“ sagði Almar. Ekki væri útséð um hvernig þetta vandamál yrði leyst, að minnsta kost ekki til skamms tíma. Alvarleg staða er komin upp í málum hitaveitna á Íslandi. Almar sagði ekki tilviljun að landsbúar stæðu frammi fyrir þessu vandamáli núna. Í meginatriðum væru tvær ástæður fyrir því. Annarsvegar væri það sú staðreynd að notkun á heitu vatni hefur aukist gríðarlega mikið síðustu ár. Hin ástæðan er sá langi tími sem tekur að rannsaka ný svæði, opna ný svæði, framkvæma boranir og fleira þessháttar. Aukin fólksfjölgun fyrst og fremst orsökin Þegar rýnt er í ástæður fyrir þessari aukinni notkun segir Almar málið fyrst og fremst snúast um aukna fólksfjölgun. „Neyslumynstrið er að breytast. Við veljum að vera í stærri húsnæðum. Sífellt fleiri velja að búa einir, fjölskyldur eru að minnka. Það þýðir fleiri fermetrar á íbúa sem þarf að kynda. Einnig erum við ekki að sjá sparnað. Eða þennan samdrátt í notkun sem var búist við að sjá heitu vatni með tilskipunum um einangrun húsa, bætt einangrunargildi nýrra húsa, til dæmis til að hita hús með gólfhita," sagði Almar í ræðu sinni. Meðalnotkun á íbúa hefur haldist tiltölulega svipuð síðastliðin ár þrátt fyrir framfarir. Erum að sjá breytt neyslumynstur, við erum að nota auðlindina öðruvísi. Hin ástæða þessa vandamáls er að sögn Almars sá langi tími sem það taki að rannsaka ný vinnslusvæði. Öflun nauðsynlegra gagna getur tekið allt að áratug. Mögulegt er að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á næstu misserum. „Boranir geta ekki hafist fyrr en leyfi hafa verið veitt. Og þrátt fyrir að vera komin með leyfi er ekki hægt að byrja að bora því þá þarf nánari rannsóknir og nokkur ár til viðbótar geta liðið þar til boranir geta hafist. Enn eru nokkur ár í að nýting geti hafist á nýjum vinnslusvæðum. Staðan er sú að á flestum vinnslusvæðum eru enn nokkur ár í að við getum aukið vinnslu og framleiðslu um það magn sem hefur virkileg áhrif.“ Hvað getum við gert? Almar segir góðu fréttirnar þær að nokkrar leiðir séu fyrir hendi til að minnka þau áhrif sem þetta vandamál hafi á samfélagið okkar. Þær séu fyrst og fremst að nýta vatnið betur, og minnka þannig líkurnar á að grípa þurfi til skerðingar. Þetta sé stórt verkefni og mikilvægt að allir taki þátt, því margt smátt geri eitt stórt. Almar nefnir til dæmis að mikilvægt sé að: Passa upp á að ofnar séu rétt stilltir og lækka í þeim í stað þess að opna glugga til að kæla. Stilla snjóbræðslur á hóflegt hitastig. Fara frekar í stutta sturtu í stað þess að fara í bað eða láta renna í heitan pott. Í erindi sínu í dag sýnd Almar á sjónrænan hátt muninn á því magni á heitu vatni sem notað er við sturtu-bað,-og heitapottsferðir. Orkumál Jarðhiti Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Almar Barja, fagsviðsstjóra Samorku ræddi þessi mál á opnum fundi Samorku sem fram fór í Hörpu í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Hugum að hitaveitunni: Er alltaf nóg til? Ásamt Almari komu fram Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá OR, Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, og Hjalti Steinn Gunnarsson, fagstjóri hitaveitu Norðurorku. Toppar í notkun að nálgast Í erindi Almars kom fram að áætlaðir toppar í notkun á hitaveituvatni séu að nálgast og séu í reynd komnir yfir vinnslugetu á flestum jarðhitasvæðum. Þá eru ný jarðhitasvæði ekki tilbúin til vinnslu. „Á mannamáli þýðir þetta að á köldustu tímabilum, eða ef það koma lengri kuldaskeið í vetur eða næstu vetra, þá gæti þurft að grípa til skerðinga á heitu vatni. Hugsanlega til heimila, atvinnulífs eða þjónustu,“ sagði Almar. Ekki væri útséð um hvernig þetta vandamál yrði leyst, að minnsta kost ekki til skamms tíma. Alvarleg staða er komin upp í málum hitaveitna á Íslandi. Almar sagði ekki tilviljun að landsbúar stæðu frammi fyrir þessu vandamáli núna. Í meginatriðum væru tvær ástæður fyrir því. Annarsvegar væri það sú staðreynd að notkun á heitu vatni hefur aukist gríðarlega mikið síðustu ár. Hin ástæðan er sá langi tími sem tekur að rannsaka ný svæði, opna ný svæði, framkvæma boranir og fleira þessháttar. Aukin fólksfjölgun fyrst og fremst orsökin Þegar rýnt er í ástæður fyrir þessari aukinni notkun segir Almar málið fyrst og fremst snúast um aukna fólksfjölgun. „Neyslumynstrið er að breytast. Við veljum að vera í stærri húsnæðum. Sífellt fleiri velja að búa einir, fjölskyldur eru að minnka. Það þýðir fleiri fermetrar á íbúa sem þarf að kynda. Einnig erum við ekki að sjá sparnað. Eða þennan samdrátt í notkun sem var búist við að sjá heitu vatni með tilskipunum um einangrun húsa, bætt einangrunargildi nýrra húsa, til dæmis til að hita hús með gólfhita," sagði Almar í ræðu sinni. Meðalnotkun á íbúa hefur haldist tiltölulega svipuð síðastliðin ár þrátt fyrir framfarir. Erum að sjá breytt neyslumynstur, við erum að nota auðlindina öðruvísi. Hin ástæða þessa vandamáls er að sögn Almars sá langi tími sem það taki að rannsaka ný vinnslusvæði. Öflun nauðsynlegra gagna getur tekið allt að áratug. Mögulegt er að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á næstu misserum. „Boranir geta ekki hafist fyrr en leyfi hafa verið veitt. Og þrátt fyrir að vera komin með leyfi er ekki hægt að byrja að bora því þá þarf nánari rannsóknir og nokkur ár til viðbótar geta liðið þar til boranir geta hafist. Enn eru nokkur ár í að nýting geti hafist á nýjum vinnslusvæðum. Staðan er sú að á flestum vinnslusvæðum eru enn nokkur ár í að við getum aukið vinnslu og framleiðslu um það magn sem hefur virkileg áhrif.“ Hvað getum við gert? Almar segir góðu fréttirnar þær að nokkrar leiðir séu fyrir hendi til að minnka þau áhrif sem þetta vandamál hafi á samfélagið okkar. Þær séu fyrst og fremst að nýta vatnið betur, og minnka þannig líkurnar á að grípa þurfi til skerðingar. Þetta sé stórt verkefni og mikilvægt að allir taki þátt, því margt smátt geri eitt stórt. Almar nefnir til dæmis að mikilvægt sé að: Passa upp á að ofnar séu rétt stilltir og lækka í þeim í stað þess að opna glugga til að kæla. Stilla snjóbræðslur á hóflegt hitastig. Fara frekar í stutta sturtu í stað þess að fara í bað eða láta renna í heitan pott. Í erindi sínu í dag sýnd Almar á sjónrænan hátt muninn á því magni á heitu vatni sem notað er við sturtu-bað,-og heitapottsferðir.
Orkumál Jarðhiti Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira