Hitaveitur landsins komnar að þolmörkum Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2022 20:02 Hitaveitur landsins eru komnar að þolmörkum vegna meiri aukningar á notkun á heitu vatni en spár gerðu ráð fyrir. Íslendingar þurfa að temja sér meiri virðingu fyrir auðlindinni og fara sparlega með vatnið auk þess sem virkja þarf ný svæði. Stöð 2/Arnar Hitaveitur landsins eru að nálgast þolmörk og huga þarf að betri nýtingu á heitu vatni sem og virkjun nýrra svæða til að anna ört vaxandi eftirspurn. Komið gæti til skömmtunar á heitu vatni á köldustu dögum ársins. Samorka boðaði til opins fundar um stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar í landinu í Hörpu í morgun. Farið var yfir stöðuna hjá stærstu veitufyrirtækjunum og spár um framtíðar þörf á heitu vatni. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir stöðuna þunga hjá hitaveitunum í landinu. „Það er vegna þess að heitavatnsnotkun hefur aukist umfram fólksfjölgun. Þannig að þær eiga í fullu fangi með að anna núverandi eftirspurn og svo þarf auðvitað að hugsa fyrir framtíðinni,“ segir Lovísa. Á höfuðborgarsvæðinu væri til að mynda reiknað með rúmlega þriggja prósenta aukningu í eftirspurn á ári. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir að Íslendingar þurfi að læra að umgangast heita vatns auðlindina af meiri virðingu.Stöð 2/Vísir „Ef við horfum til lengri tíma og til ársins 2060 þá er það tvöföldun á öllu heitavatnskerfinu. Og ef við horfum á hversu mikil orka þetta er þá er samanlagt afl hitaveita Veitna sem sér Reykjavík fyrir heitu vatni á við tvöfalda Kárahnjúkavirkjun. Þannig að þetta er rosalega mikil orka og stórmál að tvöfalda þetta,“ segir Lovísa. Um 60% allrar orku sem notuð væri hér á landi væri heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Það væru alls 43 teravattsstundir eða tvöfalt meiri orka en frá allri raforkuframleiðslu landsins. „Núverandi vinnslusvæði eru komin í hámarks afkastagetu. Þannig að við þurfum að leita leiða til að nýta þau betur. Til dæmis með því að hvetja fólk til að fara betur með heita vatnið,“ segir Lovísa. Eftirspurnin eftir heitu vatni hefur aukist langt umfram fólksfjölgun meðal annars vegna þess að færri búa í fleiri íbúðum en áður. Þar með eykst fermetrafjöldinn sem þarf að hita.Samorka Það mætti gera með stuttum sturtum í stað þess að fara í bað og spara gangstéttahitun á sumrin. Hitaveitur um allt land væru að huga að næstu skrefum „Vandamálið er að jarðhitaleit tekur mjög langan tíma. Það er líka hluti af því vandamáli af hverju það er erfitt að anna þessu núna. Af því að aukningin hefur farið fram úr spám og leit getur tekið áratug. Svo þarf að kynnast jarðhitakerfinu sem gefur okkur eitthvað og sjá hvaða reynsla kemur á það,“ segir Lovísa Árnadóttir. Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Samorka boðaði til opins fundar um stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar í landinu í Hörpu í morgun. Farið var yfir stöðuna hjá stærstu veitufyrirtækjunum og spár um framtíðar þörf á heitu vatni. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir stöðuna þunga hjá hitaveitunum í landinu. „Það er vegna þess að heitavatnsnotkun hefur aukist umfram fólksfjölgun. Þannig að þær eiga í fullu fangi með að anna núverandi eftirspurn og svo þarf auðvitað að hugsa fyrir framtíðinni,“ segir Lovísa. Á höfuðborgarsvæðinu væri til að mynda reiknað með rúmlega þriggja prósenta aukningu í eftirspurn á ári. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir að Íslendingar þurfi að læra að umgangast heita vatns auðlindina af meiri virðingu.Stöð 2/Vísir „Ef við horfum til lengri tíma og til ársins 2060 þá er það tvöföldun á öllu heitavatnskerfinu. Og ef við horfum á hversu mikil orka þetta er þá er samanlagt afl hitaveita Veitna sem sér Reykjavík fyrir heitu vatni á við tvöfalda Kárahnjúkavirkjun. Þannig að þetta er rosalega mikil orka og stórmál að tvöfalda þetta,“ segir Lovísa. Um 60% allrar orku sem notuð væri hér á landi væri heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Það væru alls 43 teravattsstundir eða tvöfalt meiri orka en frá allri raforkuframleiðslu landsins. „Núverandi vinnslusvæði eru komin í hámarks afkastagetu. Þannig að við þurfum að leita leiða til að nýta þau betur. Til dæmis með því að hvetja fólk til að fara betur með heita vatnið,“ segir Lovísa. Eftirspurnin eftir heitu vatni hefur aukist langt umfram fólksfjölgun meðal annars vegna þess að færri búa í fleiri íbúðum en áður. Þar með eykst fermetrafjöldinn sem þarf að hita.Samorka Það mætti gera með stuttum sturtum í stað þess að fara í bað og spara gangstéttahitun á sumrin. Hitaveitur um allt land væru að huga að næstu skrefum „Vandamálið er að jarðhitaleit tekur mjög langan tíma. Það er líka hluti af því vandamáli af hverju það er erfitt að anna þessu núna. Af því að aukningin hefur farið fram úr spám og leit getur tekið áratug. Svo þarf að kynnast jarðhitakerfinu sem gefur okkur eitthvað og sjá hvaða reynsla kemur á það,“ segir Lovísa Árnadóttir.
Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20