Falin skattheimta í skjóli samningsleysis Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 19. nóvember 2022 07:01 Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti. Þjónustuaðili getur ákveðið hærra tímagjald vegna vinnu læknis eða sjúkraþjálfara. Sumir reyna að forðast þetta fram í lengstu lög, en komi til slíks ber sjúklingur allan þann kostnað og þá án kostnaðarþáttöku hins opinbera. Hin leiðin er að leggja á komugjald til að dekka annan kostnað, svo sem rekstur húsnæðis, móttöku o.s.frv. Aftur skal ítrekað að komugjöld falla ekki undir kostnaðarþátttöku hins opinbera og er því hreint út sagt um falda skattheimtu að ræða sem hvergi kemur fram sem kostnaður almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Efist einhver um alvarleika málsins má benda á nýlegt dæmi af öryrkja sem fór í ristils- og magaspeglun. Aðgerðin sem slík er ekki gefins, en vegna örorkumats greiddi þessi aðili rétt yfir 3000 krónur. Reikningur fyrir komugjöldum reyndist þó öllu hærri eða 18.000 krónur! Reyndar fékkst afsláttur því verið var að rukka komugjöld fyrir sitt hvora speglunina. Annars hefði upphæðin skriðið yfir í þriðja tugþúsundið. ÖBÍ kynnti í fyrra úttekt fyrir árið 2020 á umfangi komugjalda í heilbrigðiskerfinu. Niðurstaðan var 1,7 milljarður. Þetta er hreint og beint falinn kostnaður sem lendir á landsmönnum óháð fjárhag hvers og eins. Færa má sterk rök fyrir að stór hópur öryrkja, sem þurfi eðli máls samkvæmt að sækja sér og sínum meiri þjónustu en gengur og gerist, beri hér margfalda byrði. Eins gefur augaleið að efnaminna fólk samfélagsins hreinlega veigri sér við að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Um síðustu áramót hækkuðu svo komugjöld um 40%-50% og þar með nálgast árlegur kostnaður 3,4 milljarða. Til að bæta gráu ofan á svart sáust hækkanir á miðju sumri sem tekur þá tölu yfir 5 milljarða. Segi og skrifa yfir fimm þúsund milljónir krónan af falinni skattheimtu. Þegar málið var borið undir ráðuneyti heilbrigðismála á liðnu sumri var svarið að án gildandi samnings SÍ og þessara fagstétta hefði ráðuneytið enga beina lagalega aðkomu hvað komugjöld varðar. Fyrir skömmu hittum við fulltrúar ÖBÍ forstóra SÍ, sem kvaðst aldeilis reiðubúin til samninga, svo fremi sem slíkt væri á forsendum gildandi fjárlaga. Vandinn væri bara að fagstéttirnar vilji ekki ræða málin. Fulltrúi sérgreinalækna hafði aðra sögu að segja. Læknafélag Reykjavíkur hefði lagt fram ítarlega greinargerð byggða á klínískum forsendum ásamt öðrum gögnum, en þegar kom að fundi með SÍ tók við tveggja tíma einræða sem ekki leiddi til neins. Saga sjúkraþjálfara er á sama veg. Hvar er litla gula hænan þegar allir segja nei, því hér þarf að taka af skarið ekki seinna en strax? Og nei, í þessu tilfelli er strax ekki teygjanlegt hugtak. Málið snýst að mestu um pólitískt val og fjármagn. Til lausnar þarf aðkomu ráherra heilbrigðismála og stjórnvalda ásamt fjárveitingarvaldinu. Til að ýta eftir viðbrögðum stendur Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál til pallborðsumræðu miðvikudaginn 23. nóvember á Grand Hótel kl. 13:00. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun ávarpa gesti. Næst fylgja stutt erindi frá fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands, Læknafélags Reykjavíkur, Félagi sjúkraþjálfara og ÖBÍ. Seinni hluti felst svo í pallborðsumræðum undir skeleggri stjórn Sigmundar Ernis, fréttamanns með meiru. Verið velkomin. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti. Þjónustuaðili getur ákveðið hærra tímagjald vegna vinnu læknis eða sjúkraþjálfara. Sumir reyna að forðast þetta fram í lengstu lög, en komi til slíks ber sjúklingur allan þann kostnað og þá án kostnaðarþáttöku hins opinbera. Hin leiðin er að leggja á komugjald til að dekka annan kostnað, svo sem rekstur húsnæðis, móttöku o.s.frv. Aftur skal ítrekað að komugjöld falla ekki undir kostnaðarþátttöku hins opinbera og er því hreint út sagt um falda skattheimtu að ræða sem hvergi kemur fram sem kostnaður almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Efist einhver um alvarleika málsins má benda á nýlegt dæmi af öryrkja sem fór í ristils- og magaspeglun. Aðgerðin sem slík er ekki gefins, en vegna örorkumats greiddi þessi aðili rétt yfir 3000 krónur. Reikningur fyrir komugjöldum reyndist þó öllu hærri eða 18.000 krónur! Reyndar fékkst afsláttur því verið var að rukka komugjöld fyrir sitt hvora speglunina. Annars hefði upphæðin skriðið yfir í þriðja tugþúsundið. ÖBÍ kynnti í fyrra úttekt fyrir árið 2020 á umfangi komugjalda í heilbrigðiskerfinu. Niðurstaðan var 1,7 milljarður. Þetta er hreint og beint falinn kostnaður sem lendir á landsmönnum óháð fjárhag hvers og eins. Færa má sterk rök fyrir að stór hópur öryrkja, sem þurfi eðli máls samkvæmt að sækja sér og sínum meiri þjónustu en gengur og gerist, beri hér margfalda byrði. Eins gefur augaleið að efnaminna fólk samfélagsins hreinlega veigri sér við að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Um síðustu áramót hækkuðu svo komugjöld um 40%-50% og þar með nálgast árlegur kostnaður 3,4 milljarða. Til að bæta gráu ofan á svart sáust hækkanir á miðju sumri sem tekur þá tölu yfir 5 milljarða. Segi og skrifa yfir fimm þúsund milljónir krónan af falinni skattheimtu. Þegar málið var borið undir ráðuneyti heilbrigðismála á liðnu sumri var svarið að án gildandi samnings SÍ og þessara fagstétta hefði ráðuneytið enga beina lagalega aðkomu hvað komugjöld varðar. Fyrir skömmu hittum við fulltrúar ÖBÍ forstóra SÍ, sem kvaðst aldeilis reiðubúin til samninga, svo fremi sem slíkt væri á forsendum gildandi fjárlaga. Vandinn væri bara að fagstéttirnar vilji ekki ræða málin. Fulltrúi sérgreinalækna hafði aðra sögu að segja. Læknafélag Reykjavíkur hefði lagt fram ítarlega greinargerð byggða á klínískum forsendum ásamt öðrum gögnum, en þegar kom að fundi með SÍ tók við tveggja tíma einræða sem ekki leiddi til neins. Saga sjúkraþjálfara er á sama veg. Hvar er litla gula hænan þegar allir segja nei, því hér þarf að taka af skarið ekki seinna en strax? Og nei, í þessu tilfelli er strax ekki teygjanlegt hugtak. Málið snýst að mestu um pólitískt val og fjármagn. Til lausnar þarf aðkomu ráherra heilbrigðismála og stjórnvalda ásamt fjárveitingarvaldinu. Til að ýta eftir viðbrögðum stendur Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál til pallborðsumræðu miðvikudaginn 23. nóvember á Grand Hótel kl. 13:00. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun ávarpa gesti. Næst fylgja stutt erindi frá fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands, Læknafélags Reykjavíkur, Félagi sjúkraþjálfara og ÖBÍ. Seinni hluti felst svo í pallborðsumræðum undir skeleggri stjórn Sigmundar Ernis, fréttamanns með meiru. Verið velkomin. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar