Nær Gana að hefna fyrir tapið grátlega í Suður-Afríku? Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 14:15 Luis Suarez sést hér verja boltann með hendi í leiknum fræga í Suður-Afríku árið 2010. Vísir/Getty Gana og Úrúgvæ eru saman í H-riðli á heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst á morgun. Það verður í fyrsta sinn í tólf ár sem þjóðirnar mætast en þá var Gana einni vítaspyrnu frá því að verða fyrsta Afríkuþjóðin að komast í undanúrslit HM. Leikur Gana og Úrúgvæ þann 2.desember er líklega ekki sá sem er efst í huga knattspyrnumanna fyrir komandi heimsmeistarakeppni. Hann er hluti af þriðju umferð riðlakeppninnar og gæti staðan jafnvel verið sú að hann skipti engu máli fyrir framhaldið í keppninni. Hins vegar er leikurinn áhugaverður í því ljósi að þá fær Gana tækifæri til að hefna fyrir sárgrætilegt tap í 8-liða úrslitum HM fyrir tólf árum síðan. Team Uruguay have arrived safely in Qatar. Time for Ghana s revenge is now! No mercy. #Qatar2022 #WorldCupwithMicky pic.twitter.com/7eSHr8IU01— #Qatar2022 (@MickyJnr__) November 19, 2022 Leikur Gana og Úrúgvæ í Jóhannesarborg í Suður-Afríku árið 2010 er nefnilega í sögubókum heimsmeistaramótsins sem einn sá dramatískasti í sögunni. Gana var þá einni vítaspyrnu frá því að verða fyrsta Afríkuþjóðin að komast í undanúrslit heimsmeistaramótsins og minnast leikmenn Gana í leiknum hans enn með hryllingi. „Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri talað um heimsmeistarakeppnina árið 2010. Hún mun ásækja mig það sem eftir er ævinnar,“ sagði fyrrum fyrirliði Gana, Stephan Appiah, í nýlegu viðtali við Al Jazeera. Suarez breyttist úr skúrki í hetju Fyrir leikinn fræga hafði Úrúgvæ slegið út Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum en Gana borið sigurorð af Bandaríkjunum í framlengdum leik. Í riðlakeppninni höfðu þau skilið eftir lið Frakka, Serbíu auk heimamanna í Suður-Afríku og voru því á góðu róli þegar kom að viðureign þjóðanna. Í leiknum í Jóhannesarborg voru það Ganverjar sem komust í 1-0 með marki Sulley Muntari undir lok fyrri hálfleiks en Diego Forlan jafnaði fyrir Úrúgvæ í upphafi síðari hálfleiks. Fleiri mörk voru ekki skoðuð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Luis Suarez fær hér rauða spjaldið eftir að hafa verið boltann með höndunum í leik þjóðanna árið 2010.Vísir/Getty Í framlengingunni fóru síðan hlutirnir að gerast. Á lokasekúndum hennar fengu Ganverjar aukaspyrnu úti á hægri kanti. Markvörður Úrúgvæa fór út í teiginn en missti af boltanum og Gana náði skoti að marki sem hinn umdeildi Luis Suarez bjargaði á marklínu. En þegar Ganverjar náðu öðru skoti sem stefndi í netið varði Suarez boltann með höndunum og vítaspyrna dæmd. Suarez fékk vitaskuld raitt spjald og gekk niðurlútur af leikvelli. Klukkan var komin fram yfir mínúturnar hundrað og tuttugu þegar Asamoah Gyan steig á vítapunktinn. Gyan þótti nokkuð örugg vítaskytta og var með sjálfstraustið í lagi eftir að hafa skorað sigurmark Gana í 16-liða úrslitum gegn Bandaríkjunum. Gyan skaut hins vegar í þverslána og yfir og strax í kjölfarið var leikurinn flautaður af. Asamoah Gyan sést hér niðurbrotinn eftir leikinn árið 2010.Vísir/Getty Í vítaspyrnukeppninni voru það svo Úrúgvæar sem höfðu betur. Gyan nýtti sína spyrnu í vítakeppninni en John Mensah og Dominic Adiyiah misnotuðu sínar spyrnur og Gana féll úr leik. Þeir misstu þar með af tækifærinu til að verða fyrsta Afríkuþjóðin til að komast í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar. Úrúgvæ féll úr leik gegn Hollandi í undanúrslitum og tapaði einnig leik um þriðja sætið gegn Þýskalandi og missti því af bronsverðlaunum. Í viðtali sem birtist fyrir tveimur árum síðan segist Gyan hafa grátið alla nóttina eftir leikinn. „Þetta var hræðilegt, brjálæði. Ég grét alla nóttina eftir leikinn og alveg fram á morgun. Ég sagði við sjálfan mig í sífellu að ég yrði að fá annað tækifæri, ef ekki í fótboltanum þá einhverju öðru. Ef ég næ því ekki þá munu börnin mín gera það einn daginn.“ Gyan lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019. Luis Suarez er hins vegar enn í fullu fjöri og er í hópnum hjá Úrugvæ í Katar. Það ætti ekki að koma neinum á óvart ef einhverjar fyrirsagnir á mótinu fjalli um hann. Gana Úrúgvæ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir H-riðill á HM í Katar: Fýlustrumpurinn mætir á HM í fimmta sinn Luis Suárez endurnýjar kynnin við Ganverja í H-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Cristiano Ronaldo dreymir um að stimpla sig út af HM með stæl og Son Heung-min og félagar í Suður-Kóreu ætla sér að komast upp úr riðlinum 18. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Leikur Gana og Úrúgvæ þann 2.desember er líklega ekki sá sem er efst í huga knattspyrnumanna fyrir komandi heimsmeistarakeppni. Hann er hluti af þriðju umferð riðlakeppninnar og gæti staðan jafnvel verið sú að hann skipti engu máli fyrir framhaldið í keppninni. Hins vegar er leikurinn áhugaverður í því ljósi að þá fær Gana tækifæri til að hefna fyrir sárgrætilegt tap í 8-liða úrslitum HM fyrir tólf árum síðan. Team Uruguay have arrived safely in Qatar. Time for Ghana s revenge is now! No mercy. #Qatar2022 #WorldCupwithMicky pic.twitter.com/7eSHr8IU01— #Qatar2022 (@MickyJnr__) November 19, 2022 Leikur Gana og Úrúgvæ í Jóhannesarborg í Suður-Afríku árið 2010 er nefnilega í sögubókum heimsmeistaramótsins sem einn sá dramatískasti í sögunni. Gana var þá einni vítaspyrnu frá því að verða fyrsta Afríkuþjóðin að komast í undanúrslit heimsmeistaramótsins og minnast leikmenn Gana í leiknum hans enn með hryllingi. „Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri talað um heimsmeistarakeppnina árið 2010. Hún mun ásækja mig það sem eftir er ævinnar,“ sagði fyrrum fyrirliði Gana, Stephan Appiah, í nýlegu viðtali við Al Jazeera. Suarez breyttist úr skúrki í hetju Fyrir leikinn fræga hafði Úrúgvæ slegið út Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum en Gana borið sigurorð af Bandaríkjunum í framlengdum leik. Í riðlakeppninni höfðu þau skilið eftir lið Frakka, Serbíu auk heimamanna í Suður-Afríku og voru því á góðu róli þegar kom að viðureign þjóðanna. Í leiknum í Jóhannesarborg voru það Ganverjar sem komust í 1-0 með marki Sulley Muntari undir lok fyrri hálfleiks en Diego Forlan jafnaði fyrir Úrúgvæ í upphafi síðari hálfleiks. Fleiri mörk voru ekki skoðuð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Luis Suarez fær hér rauða spjaldið eftir að hafa verið boltann með höndunum í leik þjóðanna árið 2010.Vísir/Getty Í framlengingunni fóru síðan hlutirnir að gerast. Á lokasekúndum hennar fengu Ganverjar aukaspyrnu úti á hægri kanti. Markvörður Úrúgvæa fór út í teiginn en missti af boltanum og Gana náði skoti að marki sem hinn umdeildi Luis Suarez bjargaði á marklínu. En þegar Ganverjar náðu öðru skoti sem stefndi í netið varði Suarez boltann með höndunum og vítaspyrna dæmd. Suarez fékk vitaskuld raitt spjald og gekk niðurlútur af leikvelli. Klukkan var komin fram yfir mínúturnar hundrað og tuttugu þegar Asamoah Gyan steig á vítapunktinn. Gyan þótti nokkuð örugg vítaskytta og var með sjálfstraustið í lagi eftir að hafa skorað sigurmark Gana í 16-liða úrslitum gegn Bandaríkjunum. Gyan skaut hins vegar í þverslána og yfir og strax í kjölfarið var leikurinn flautaður af. Asamoah Gyan sést hér niðurbrotinn eftir leikinn árið 2010.Vísir/Getty Í vítaspyrnukeppninni voru það svo Úrúgvæar sem höfðu betur. Gyan nýtti sína spyrnu í vítakeppninni en John Mensah og Dominic Adiyiah misnotuðu sínar spyrnur og Gana féll úr leik. Þeir misstu þar með af tækifærinu til að verða fyrsta Afríkuþjóðin til að komast í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar. Úrúgvæ féll úr leik gegn Hollandi í undanúrslitum og tapaði einnig leik um þriðja sætið gegn Þýskalandi og missti því af bronsverðlaunum. Í viðtali sem birtist fyrir tveimur árum síðan segist Gyan hafa grátið alla nóttina eftir leikinn. „Þetta var hræðilegt, brjálæði. Ég grét alla nóttina eftir leikinn og alveg fram á morgun. Ég sagði við sjálfan mig í sífellu að ég yrði að fá annað tækifæri, ef ekki í fótboltanum þá einhverju öðru. Ef ég næ því ekki þá munu börnin mín gera það einn daginn.“ Gyan lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019. Luis Suarez er hins vegar enn í fullu fjöri og er í hópnum hjá Úrugvæ í Katar. Það ætti ekki að koma neinum á óvart ef einhverjar fyrirsagnir á mótinu fjalli um hann.
Gana Úrúgvæ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir H-riðill á HM í Katar: Fýlustrumpurinn mætir á HM í fimmta sinn Luis Suárez endurnýjar kynnin við Ganverja í H-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Cristiano Ronaldo dreymir um að stimpla sig út af HM með stæl og Son Heung-min og félagar í Suður-Kóreu ætla sér að komast upp úr riðlinum 18. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
H-riðill á HM í Katar: Fýlustrumpurinn mætir á HM í fimmta sinn Luis Suárez endurnýjar kynnin við Ganverja í H-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Cristiano Ronaldo dreymir um að stimpla sig út af HM með stæl og Son Heung-min og félagar í Suður-Kóreu ætla sér að komast upp úr riðlinum 18. nóvember 2022 11:01