Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Eiður Þór Árnason skrifar 21. nóvember 2022 19:11 Sérsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu vegna árásarinnar. Vísir/Vilhelm Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. RÚV greinir frá þessu og segir að héraðssaksóknari hafi ákært alla fimm fyrir brot gegn vopnalögum. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í janúar og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma þar sem birt var myndskeið sem náðist af átökunum. Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. RÚV hefur upp úr ákæru héraðsaksóknara að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Kallað bróður sinn til aðstoðar Inda Björk Alexandersdóttir, móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi í janúar að að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Inda sagði að synir sínir hafi verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01 Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11 „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
RÚV greinir frá þessu og segir að héraðssaksóknari hafi ákært alla fimm fyrir brot gegn vopnalögum. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í janúar og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma þar sem birt var myndskeið sem náðist af átökunum. Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. RÚV hefur upp úr ákæru héraðsaksóknara að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Kallað bróður sinn til aðstoðar Inda Björk Alexandersdóttir, móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi í janúar að að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Inda sagði að synir sínir hafi verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01 Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11 „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01
Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11
„Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14