Ekki eins vongóður eftir loftslagsþingið Eiður Þór Árnason skrifar 21. nóvember 2022 23:15 Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar segir skipta mestu máli hvað stjórnvöld taka sér fyrir hendur nú þegar ráðstefnunni er lokið. Vísir Deildar meiningar eru þann árangur sem náðist á COP27 loftslagsþinginu sem lauk í Egyptalandi í gær. Samþykkt um stofnun loftslagshamfarasjóðs þykir mikil tímamót en vonbrigðum hefur verið lýst yfir með samþykktir um samdrátt í losun og notkun á jarðefnaeldsneyti. Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar hefur fylgst lengi með loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna og vonaðist til að sjá afdrifaríkari niðurstöðu. „Eftir að hafa fengið svona margar slæmar fréttir af áhrifum loftslagsbreytinga víða úr heiminum, meðal annars frá Íslandi, þá vorum við vongóð um að það myndi kveikja í mörgum þjóðarleiðtogum, mörgum ríkisstjórnum og mörgum aðilum sem þurfa að taka þessi róttæku skref en sú von brást,“ sagði Tryggvi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrátt fyrir það hafi fundurinn sem slíkur verið nauðsynlegur. Ekki sé um að ræða beina afturför heldur hafi umfang aðgerða þjóða heims meira og minna staðið í stað. „Það sem skiptir mestu máli er það sem við gerum á milli þessara stóru ráðstefna, að við komum á þessar ráðstefnur og segjum frá því sem við höfum verið að gera, hver af þessum 192 þjóðum. Þannig að núna skiptir það öllu máli hvernig þjóðirnar bregðast við og hvaða boðskap þær taka með sér á næsta fund. Vonin lifir.“ Tryggvi bætir við að íslensk stjórnvöld hafi ekki mætt með neitt sérstaklega öflugan boðskap á þessa ráðstefnu. Stjórnvöld hafi sett sér ákveðin markmið sem séu að sumu leyti ágæt en meira þurfi til. „Það er reynt að ganga langt í því að breyta Íslandi þannig að við getum staðið við skuldbindingarnar okkar og það vantar hvernig við ætlum að gera það. Þessi ríkisstjórn hefur engu bætt við það og það lá alveg ljóst fyrir á síðasta kjörtímabili að það væri ekki búið að leggja fram þær áætlanir sem til þarf til þess að við getum mætt á þessa fundi og borið höfuðið hátt. Þar þurfum við að segja frá því hvernig við höfum brugðist við heima hjá okkur.“ Samþykktin tvíeggja sverð Það þykir marka nokkur tímamót að þjóðir heims hafi samþykkt að stofna sérstakan loftslagshamfarasjóð til að aðstoða fátækari ríki sem verða fyrir skaða vegna loftslagsbreytinga. Tryggvi bendir þó á að enn eigi eftir að útfæra sjóðinn og mörgum spurningum sé ósvarað. „Þetta er svona tvíeggja sverð því við náttúrulega erum fyrst og fremst að reyna að koma í veg fyrir þessarar miklu hamfarir sem geta átt sér stað, ef við náum ekki að stöðva losun og draga úr henni.“ Ekki liggi fyrir hvernig sjóðurinn verði fjármagnaður en að hans mati væri réttast að það yrði gert með því að innheimta gjöld frá þeim ríkjum heims sem framleiða jarðefnaeldsneyti. „Þá er hann kannski til góðs en ef það á að draga fé af aðgerðum til að draga úr losun þá er hann ekki til góðs.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 20. nóvember 2022 22:18 Samstaða náðist um loftslagshamfarasjóð Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun. 20. nóvember 2022 00:03 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar hefur fylgst lengi með loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna og vonaðist til að sjá afdrifaríkari niðurstöðu. „Eftir að hafa fengið svona margar slæmar fréttir af áhrifum loftslagsbreytinga víða úr heiminum, meðal annars frá Íslandi, þá vorum við vongóð um að það myndi kveikja í mörgum þjóðarleiðtogum, mörgum ríkisstjórnum og mörgum aðilum sem þurfa að taka þessi róttæku skref en sú von brást,“ sagði Tryggvi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrátt fyrir það hafi fundurinn sem slíkur verið nauðsynlegur. Ekki sé um að ræða beina afturför heldur hafi umfang aðgerða þjóða heims meira og minna staðið í stað. „Það sem skiptir mestu máli er það sem við gerum á milli þessara stóru ráðstefna, að við komum á þessar ráðstefnur og segjum frá því sem við höfum verið að gera, hver af þessum 192 þjóðum. Þannig að núna skiptir það öllu máli hvernig þjóðirnar bregðast við og hvaða boðskap þær taka með sér á næsta fund. Vonin lifir.“ Tryggvi bætir við að íslensk stjórnvöld hafi ekki mætt með neitt sérstaklega öflugan boðskap á þessa ráðstefnu. Stjórnvöld hafi sett sér ákveðin markmið sem séu að sumu leyti ágæt en meira þurfi til. „Það er reynt að ganga langt í því að breyta Íslandi þannig að við getum staðið við skuldbindingarnar okkar og það vantar hvernig við ætlum að gera það. Þessi ríkisstjórn hefur engu bætt við það og það lá alveg ljóst fyrir á síðasta kjörtímabili að það væri ekki búið að leggja fram þær áætlanir sem til þarf til þess að við getum mætt á þessa fundi og borið höfuðið hátt. Þar þurfum við að segja frá því hvernig við höfum brugðist við heima hjá okkur.“ Samþykktin tvíeggja sverð Það þykir marka nokkur tímamót að þjóðir heims hafi samþykkt að stofna sérstakan loftslagshamfarasjóð til að aðstoða fátækari ríki sem verða fyrir skaða vegna loftslagsbreytinga. Tryggvi bendir þó á að enn eigi eftir að útfæra sjóðinn og mörgum spurningum sé ósvarað. „Þetta er svona tvíeggja sverð því við náttúrulega erum fyrst og fremst að reyna að koma í veg fyrir þessarar miklu hamfarir sem geta átt sér stað, ef við náum ekki að stöðva losun og draga úr henni.“ Ekki liggi fyrir hvernig sjóðurinn verði fjármagnaður en að hans mati væri réttast að það yrði gert með því að innheimta gjöld frá þeim ríkjum heims sem framleiða jarðefnaeldsneyti. „Þá er hann kannski til góðs en ef það á að draga fé af aðgerðum til að draga úr losun þá er hann ekki til góðs.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 20. nóvember 2022 22:18 Samstaða náðist um loftslagshamfarasjóð Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun. 20. nóvember 2022 00:03 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 20. nóvember 2022 22:18
Samstaða náðist um loftslagshamfarasjóð Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun. 20. nóvember 2022 00:03