Shahid var með 24 stig og 19 stoðsendingar í leiknum en enginn leikmaður í sögu úrvalsdeild karla hefur gefið svo margar stoðsendingar í einum deildarleik.
Metið átti KR-ingurinn David Edwards og var það orðið næstum því 26 ára gamalt.
Edwards setti það í sigri KR á ÍR 8.desember 1996. Hann var einnig með 11 stig í leiknum og 6 stolna bolta.
Edwards byrjaði á því að bæta félagsmet Þórs sem var 15 stoðsendingar og í eigu Nikolas Tomsick frá því í desember 2018.
Sex leikmenn höfðu náð að gefa 17 stoðsendingar í leik þar af Pavel Ermolinskij tvisvar sinnum og Edwards sjálfur einu sinni.
Vinnie gaf þrjár stoðsendingar í fyrsta leikhluta, fjórar stoðsendingar í öðrum leikhluta, sjö stoðsendingar í þriðja leikhluta og loks fimm stoðsendingar í lokaleikhlutanum.
Þetta var aðeins annar leikur Shahid með Þórsliðinu en hann gaf tíu stoðsendingar í þeim fyrsta. Kappinn er því með 14,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildinni auk þess að skora 27,5 stig í leik.
- Flestar stoðsendingar í einum deildarleik í sögu úrvalsdeild karla
- 19 - Vincent „Vinnie“ Malik Shahid, Þór Þorl. 2022
- 18 - David Edwards, KR 1996
- 17 - Jón Kr. Gíslason, Keflavík 1991
- 17 - Páll Kolbeinsson, KR 1992
- 17 - David Edwards, KR 1996
- 17 - Rodney Odrick, Njarðvík 1998
- 17 - Pavel Ermolinskij, KR 2014
- 17 - Pavel Ermolinskij, Val 2020
- 17 - Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 2021