Breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns boðin út eftir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2022 12:30 Frá Reykjanesbraut við Straumsvík. Egill Aðalsteinsson Breikkun Reykjanesbrautar á 5,6 kílómetra kafla milli Krýsuvíkurafleggjara og Hvassahrauns verður boðin út eftir áramót. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í þættinum Bítið á Bylgjunni. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Vegagerðin hafði áður boðað útboð síðastliðið vor og að ritað yrði undir verksamning um miðjan júní svo að framkvæmdir hæfust um mitt síðastliðið sumar, eins og fram kom í þessari frétt. Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. Þá hafði ráðherrann verið spurður að því í sumarbyrjun, vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn þenslu, hvort fresta ætti nýjum útboðum, eins og breikkun Reykjanesbrautar. Þá sagði hann að ákveðin verkefni hefðu verið sett í forgang og nefndi fyrst Dynjandisheiði. „Það sama gildir um Reykjanesbrautina. Það eru mál sem eru í forgangi,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í júní. Frá vegarkaflanum á Reykjanesbraut. Þar á eftir að aðskilja akstursstefnur.Vilhelm Gunnarsson Ráðherrann var í þættinum Bítið á Bylgjunni í síðustu viku spurður um ástæður tafa á útboði Reykjanesbrautar. „Það er aldeilis ekki verið að tefja,“ sagði ráðherrann. „Það hafa allskonar breytingar komið upp sem þurfti að bregðast við. Skipulags, landeigenda..,“ -Var ekki búið að leysa það? „Ekki allt saman. Og síðan er verið að setja upp þarna mjög áhugaverða verksmiðju, verið að dæla niður koltvísýringi og það þarf að samtvinna það við. Mér sýnist þetta ganga allt ágætlega. Við þurfum að halda að okkur fjármunum og verðin hækkuðu um fjörutíu prósent. Þannig að við gátum ekki boðið þetta út í haust, eins og til stóð. En Reykjanesbrautin verður boðin út eftir áramót, þessi kafli; Krýsuvík – Hvassahraun,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má heyra samtalið í þættinum: Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Vegagerðin hafði áður boðað útboð síðastliðið vor og að ritað yrði undir verksamning um miðjan júní svo að framkvæmdir hæfust um mitt síðastliðið sumar, eins og fram kom í þessari frétt. Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. Þá hafði ráðherrann verið spurður að því í sumarbyrjun, vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn þenslu, hvort fresta ætti nýjum útboðum, eins og breikkun Reykjanesbrautar. Þá sagði hann að ákveðin verkefni hefðu verið sett í forgang og nefndi fyrst Dynjandisheiði. „Það sama gildir um Reykjanesbrautina. Það eru mál sem eru í forgangi,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í júní. Frá vegarkaflanum á Reykjanesbraut. Þar á eftir að aðskilja akstursstefnur.Vilhelm Gunnarsson Ráðherrann var í þættinum Bítið á Bylgjunni í síðustu viku spurður um ástæður tafa á útboði Reykjanesbrautar. „Það er aldeilis ekki verið að tefja,“ sagði ráðherrann. „Það hafa allskonar breytingar komið upp sem þurfti að bregðast við. Skipulags, landeigenda..,“ -Var ekki búið að leysa það? „Ekki allt saman. Og síðan er verið að setja upp þarna mjög áhugaverða verksmiðju, verið að dæla niður koltvísýringi og það þarf að samtvinna það við. Mér sýnist þetta ganga allt ágætlega. Við þurfum að halda að okkur fjármunum og verðin hækkuðu um fjörutíu prósent. Þannig að við gátum ekki boðið þetta út í haust, eins og til stóð. En Reykjanesbrautin verður boðin út eftir áramót, þessi kafli; Krýsuvík – Hvassahraun,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má heyra samtalið í þættinum:
Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20
Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22