Þrjú og hálft ár fyrir að hafa þríhöfuðkúpubrotið vinnufélaga Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2022 17:37 Maðurinn kom aftan að samstarfsfélaga sínum og sló hann fyrirvaralaust með klaufhamri. Vísir/Arnar Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann sló tvo vinnufélaga sína með hamri í júní síðastliðnum og annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. Ákæruvaldið fór fram á fimm ára fangelsi. Mbl.is greinir frá því að manninum hafi verið gert að greiða brotaþolunum tveimur skaðabætur, öðrum þeirra 2,1 milljón og hinum 400 þúsund krónur. Farið var fram á nokkuð hærri bætur samkvæmt dómkröfum; annars vegar fimm milljónir og hins vegar þrjár. Manninum var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á 1,4 milljón. Hinn 17. júní síðastliðinn voru tveir fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn úr hópi byggingarverkamanna sem voru við vinnu við hús á Seltjarnarnesi. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en aðrir vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Ákæra sem var í tveimur liðum var gefin út í september á þessu ári. Fyrst var maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa komið aftan að samstarfsfélaga sínum, sem sat fyrir utan húsið sem var í byggingu, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk. Maðurinn þríhöfuðkúpubrotnaði við árásina og hlaut þar að auki eymsl á brjóstkassa, mar og bólgur víðsvegar á líkamanum og brot hægra megin á rifbeinum. Í öðrum ákærulið var maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum vinnufélaga og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Þekkti manninn lítið sem ekkert Viku eftir árásina ræddi DV við annað fórnarlambanna, hinn 41 árs gamla Omar Alrahman frá Írak. Það var hann sem þríhöfuðkúpubrotnaði. Í viðtalinu við DV sagðist hann hafa flutt til Íslands í nóvember 2020, og að hann hefði talið sig hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki. Þá sagðist hann varla hafa þekkt manninn sem nú er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann, og að þeir hefðu ekki átt í neinum útistöðum hvor við annan. Þeir hafi einfaldlega verið samstarfsélagar. Hann lýsir aðdraganda árásarinnar, sem hafi orðið þegar hann var að huga að dekki á bílnum sínum, á þessa leið: „Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginilega?“ Seltjarnarnes Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Mbl.is greinir frá því að manninum hafi verið gert að greiða brotaþolunum tveimur skaðabætur, öðrum þeirra 2,1 milljón og hinum 400 þúsund krónur. Farið var fram á nokkuð hærri bætur samkvæmt dómkröfum; annars vegar fimm milljónir og hins vegar þrjár. Manninum var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á 1,4 milljón. Hinn 17. júní síðastliðinn voru tveir fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn úr hópi byggingarverkamanna sem voru við vinnu við hús á Seltjarnarnesi. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en aðrir vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Ákæra sem var í tveimur liðum var gefin út í september á þessu ári. Fyrst var maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa komið aftan að samstarfsfélaga sínum, sem sat fyrir utan húsið sem var í byggingu, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk. Maðurinn þríhöfuðkúpubrotnaði við árásina og hlaut þar að auki eymsl á brjóstkassa, mar og bólgur víðsvegar á líkamanum og brot hægra megin á rifbeinum. Í öðrum ákærulið var maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum vinnufélaga og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Þekkti manninn lítið sem ekkert Viku eftir árásina ræddi DV við annað fórnarlambanna, hinn 41 árs gamla Omar Alrahman frá Írak. Það var hann sem þríhöfuðkúpubrotnaði. Í viðtalinu við DV sagðist hann hafa flutt til Íslands í nóvember 2020, og að hann hefði talið sig hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki. Þá sagðist hann varla hafa þekkt manninn sem nú er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann, og að þeir hefðu ekki átt í neinum útistöðum hvor við annan. Þeir hafi einfaldlega verið samstarfsélagar. Hann lýsir aðdraganda árásarinnar, sem hafi orðið þegar hann var að huga að dekki á bílnum sínum, á þessa leið: „Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginilega?“
Seltjarnarnes Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira