Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2022 18:44 Stjörnutorg, að minnsta kosti í þeirri mynd sem við nú þekkjum, mun heyra sögunni til. Vísir/Vilhelm Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi. Sautján veitingastaðir verða á hinu nýja Kúmen. Sumir veitingastaðanna voru einnig á Stjörnutorgi eða í mathöll Kringlunnar. Þar á meðal eru Sbarro, Te og Kaffi, Serrano, Subway, Kore, Kringlukráin, Finnsson Bistro, Rikki Chan og Local. Domino's á Stjörnutorgi lokaði eftir kvartöld í Kringlunni fyrir tæpum mánuði en á nýju svæði skjóta aðrir upp kollinum; staðir á borð við Ali Baba, Yuzu, Pastagerðina, Takkó og Flatey. Gert er ráð fyrir því að veitingasvæðið opni á allra næstu dögum. Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar segir fréttir af lokun Stjörnutorgs hafa vakið upp blendnar tilfinningar hjá mörgum. Sumir hræðist breytingarnar á meðan aðrir séu spenntir: „Þessi hæð verður svo miklu meira en mathöll eða matartorg, þess vegna var nafnið Stjörnutorg ekki lengur við hæfi, af því þetta verður svo miklu meira,“ segir Baldvina. Breytingarnar á Stjörnutorgi eru liður í stærri breytingum, en á meðal þeirra er fyrirhugað afþreyingarsvæði. Aðspurð vill Baldvina ekki gefa mikið upp um svæðið á þessu stigi málsins en er fullviss um að vinnustaðir og vinahópar muni venja komur sínar á afþreyingarsvæðið. Það verði sem sagt ekki hugsað sem barnagæsla, sem enn verður á sínum stað, og nú í bættu rými. „Matarhlutinn verður með séropnunartíma, það verður opið til níu öll kvöld. Þannig að það eru að myndast tækifæri til að koma og fá sér að borða áður en maður fer að borða eða þegar það er búið að loka verslunum í Kringlunni. Það eykur fjölbreytnina í vali fyrir leikhúsferðir, upplagt að borða á Kúmen og fara í leikhús eða bíó - eða bara rölta til okkar úr hverfinu,“ segir Baldvina og hvetur alla til að mæta í kveðjuhófið á morgun. Reykjavík Kringlan Tímamót Veitingastaðir Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. 26. október 2022 17:42 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Sautján veitingastaðir verða á hinu nýja Kúmen. Sumir veitingastaðanna voru einnig á Stjörnutorgi eða í mathöll Kringlunnar. Þar á meðal eru Sbarro, Te og Kaffi, Serrano, Subway, Kore, Kringlukráin, Finnsson Bistro, Rikki Chan og Local. Domino's á Stjörnutorgi lokaði eftir kvartöld í Kringlunni fyrir tæpum mánuði en á nýju svæði skjóta aðrir upp kollinum; staðir á borð við Ali Baba, Yuzu, Pastagerðina, Takkó og Flatey. Gert er ráð fyrir því að veitingasvæðið opni á allra næstu dögum. Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar segir fréttir af lokun Stjörnutorgs hafa vakið upp blendnar tilfinningar hjá mörgum. Sumir hræðist breytingarnar á meðan aðrir séu spenntir: „Þessi hæð verður svo miklu meira en mathöll eða matartorg, þess vegna var nafnið Stjörnutorg ekki lengur við hæfi, af því þetta verður svo miklu meira,“ segir Baldvina. Breytingarnar á Stjörnutorgi eru liður í stærri breytingum, en á meðal þeirra er fyrirhugað afþreyingarsvæði. Aðspurð vill Baldvina ekki gefa mikið upp um svæðið á þessu stigi málsins en er fullviss um að vinnustaðir og vinahópar muni venja komur sínar á afþreyingarsvæðið. Það verði sem sagt ekki hugsað sem barnagæsla, sem enn verður á sínum stað, og nú í bættu rými. „Matarhlutinn verður með séropnunartíma, það verður opið til níu öll kvöld. Þannig að það eru að myndast tækifæri til að koma og fá sér að borða áður en maður fer að borða eða þegar það er búið að loka verslunum í Kringlunni. Það eykur fjölbreytnina í vali fyrir leikhúsferðir, upplagt að borða á Kúmen og fara í leikhús eða bíó - eða bara rölta til okkar úr hverfinu,“ segir Baldvina og hvetur alla til að mæta í kveðjuhófið á morgun.
Reykjavík Kringlan Tímamót Veitingastaðir Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. 26. október 2022 17:42 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49
Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. 26. október 2022 17:42