Valsmenn stóðu lengi vel í þýska liðinu og staðan í hálfleik var 16-18, Flensburg í vil. Þjóðverjarnir sigldu þó fram úr Valsmönnum í síðari hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan fimm marka sigur, 32-37.
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson átti flottan leik fyrir Flensburg og var markahæsti maður liðsins með sjö mörk. Með sigrinum sitja liðsmenn Flensburg nú einir á toppi B-riðils með sex stig, en Valur og franska liðið PAUC koma þar næst á eftir með fjögur.
Valsmenn héldu með blaðamannafund í beinni útsendingu á Youtube-rás sinni þar sem þjálfari liðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, og fleiri fóru yfir leikinn. Fundinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.