Skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki: Tveggja daga gamalt barn dó í eldflaugaárás á fæðingardeild Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 12:09 Slökkviliðsmenn í rústum fæðingardeildar í Viniansk í nótt. AP Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í dag þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Er það gert með vísan í ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnviði Úkraínu, sjúkrahús, skóla og neyðarskýli. Nýfætt barn lést í árás Rússa á fæðingardeild í suðurhluta landsins í nótt. Þessi aðgerð þingsins er þó að mestu táknræn þar sem lagaumgjörð Evrópuþingsins inniheldur ekki neinar aðgerðir gegn hryðjuverkaríkjum og Evrópa er þegar að beita Rússa fordæmalausum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Frá því innrás þeirra hófst þann 24. Febrúar hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á sjúkrahús víðsvegar um Úkraínu. Ein sú frægasta er árásin á barnasjúkrahús í Maríupól í mars. Rússar hafa einnig gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu með því markmiði að gera óbreyttum borgurum erfitt með að komast í gegnum veturinn. Frá Evrópuþinginu í gær.AP/Jean-Francois Badias Ráðamenn í Kænugarði hafa lengi kallað eftir því Rússland verði skilgreint sem hryðjuverkaríki og einangrað enn frekar vegna linnulausra árása þeirra á óbreytta borgara.Samhliða slæmu gengi Rússa á víglínum Úkraínu hefur þessum árásum fjölgað og umfang þeirra aukist, þar sem Rússar hafa beitt stýriflaugum sínum og eldflaugum að borgara legum skotmörkum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur neitað því að skilgreina Rússlands sem hryðjuverkaríki. Það vill hann ekki gera þó báðar deildir Bandaríkjaþings hafi samþykkt ályktanir þar að lútandi. Í Evrópu hafa þing Eistlands, Lettlands, Litháens og Póllands skilgreint Rússland sem hryðjuverkaríki. Rústuðu fæðingardeild með eldflaug Í nótt lenti rússnesk eldflaug á fæðingardeild sjúkrahúss í Vilniansk í suðurhluta Úkraínu. Tveggja daga gamalt barn lést í árásinni en björgunarsveitum tókst að bjarga móðurinni og einum lækni úr rústum fæðingardeildarinnar. On the night of November 23, the Russians attacked Vilnyansk, Zaporizhzhia region. A two-story building of the maternity ward was destroyed. A woman in labor with a newborn baby and a doctor were found under the rubble. The woman and the doctor survived, but the baby died SESU pic.twitter.com/6ClELRCbVK— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) November 23, 2022 Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja skemmdir á orkuinnviðum Úkraínu hafa gert heilbrigðisstarfsmönnum lífið erfitt. Í Kherson-borg þurfi læknar til að mynda að vinna í myrkri og nota höfuðljós og síma til að skera fólk upp. Rússar hafa verið að gera stórskotaliðsárásir á borgina undanfarna daga en einn viðmælandi fréttaveitunnar sagði frá því að þrjú börn sem særst hefðu í þessum árásum hefði ratað á sjúkrahús hans. Þau hafi verið mikið slösuð og meðal annars með áverka á höfði og innvortis blæðingar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28 Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Þessi aðgerð þingsins er þó að mestu táknræn þar sem lagaumgjörð Evrópuþingsins inniheldur ekki neinar aðgerðir gegn hryðjuverkaríkjum og Evrópa er þegar að beita Rússa fordæmalausum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Frá því innrás þeirra hófst þann 24. Febrúar hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á sjúkrahús víðsvegar um Úkraínu. Ein sú frægasta er árásin á barnasjúkrahús í Maríupól í mars. Rússar hafa einnig gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu með því markmiði að gera óbreyttum borgurum erfitt með að komast í gegnum veturinn. Frá Evrópuþinginu í gær.AP/Jean-Francois Badias Ráðamenn í Kænugarði hafa lengi kallað eftir því Rússland verði skilgreint sem hryðjuverkaríki og einangrað enn frekar vegna linnulausra árása þeirra á óbreytta borgara.Samhliða slæmu gengi Rússa á víglínum Úkraínu hefur þessum árásum fjölgað og umfang þeirra aukist, þar sem Rússar hafa beitt stýriflaugum sínum og eldflaugum að borgara legum skotmörkum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur neitað því að skilgreina Rússlands sem hryðjuverkaríki. Það vill hann ekki gera þó báðar deildir Bandaríkjaþings hafi samþykkt ályktanir þar að lútandi. Í Evrópu hafa þing Eistlands, Lettlands, Litháens og Póllands skilgreint Rússland sem hryðjuverkaríki. Rústuðu fæðingardeild með eldflaug Í nótt lenti rússnesk eldflaug á fæðingardeild sjúkrahúss í Vilniansk í suðurhluta Úkraínu. Tveggja daga gamalt barn lést í árásinni en björgunarsveitum tókst að bjarga móðurinni og einum lækni úr rústum fæðingardeildarinnar. On the night of November 23, the Russians attacked Vilnyansk, Zaporizhzhia region. A two-story building of the maternity ward was destroyed. A woman in labor with a newborn baby and a doctor were found under the rubble. The woman and the doctor survived, but the baby died SESU pic.twitter.com/6ClELRCbVK— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) November 23, 2022 Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja skemmdir á orkuinnviðum Úkraínu hafa gert heilbrigðisstarfsmönnum lífið erfitt. Í Kherson-borg þurfi læknar til að mynda að vinna í myrkri og nota höfuðljós og síma til að skera fólk upp. Rússar hafa verið að gera stórskotaliðsárásir á borgina undanfarna daga en einn viðmælandi fréttaveitunnar sagði frá því að þrjú börn sem særst hefðu í þessum árásum hefði ratað á sjúkrahús hans. Þau hafi verið mikið slösuð og meðal annars með áverka á höfði og innvortis blæðingar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28 Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. 23. nóvember 2022 10:28
Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19