Útilokar að ríkisstjórnin endurtaki tilboðsleiðina Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 23. nóvember 2022 11:42 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir útilokað að núverandi ríkisstjórn beiti aftur tilboðsfyrirkomulagi við næstu sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni kom fyrir kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um söluferlið. Hann sagðist telja jafnræði fjárfesta veikan blett í söluferlinu og vísaði hann til mismunandi aðferðafræði hjá söluráðgjöfum sem hefði betur mátt samræma með samningum við þá. Bjarni sagði marga kosti við tilboðsleiðina og vísaði til þess að gott verð hafi fengist fyrir hlutinn og en að gallar við leiðina – sem geti komið fram í svo smáu samfélagi – hafi hins vegar raungerst. „Það eru gallar sem henta illa fyrir sölu á ríkiseign sem raungerðust í þessu. Þá getur verið að ráðherrann, ríkisstjórnin, og eftir atvikum þingið, þurfi að gera það hreinlega upp við sig hvers virði það er að leggja aukna áherslu á gagnsæi og jafnræði við frekari sölu. Og hvort það sé svo mikils virði að hægt sé að sætta sig við eitthvað lægra verð til að þess að tryggja þau markmið. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða þegar fram í sækir,“ sagði Bjarni á fundinum í morgun. . Niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið var sú að fjölþættir annmarkar hafi verið á söluferlinu þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur í mars síðastliðnum. Ríkisendurskoðun dró þó ekki í efa að fjárhagsleg niðurstaða söluferlisins hafi verið ríkissjóði almennt hagfelld. Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. 17. nóvember 2022 12:02 Bankasýslan hafi haft fulla yfirsýn á heildareftirspurn í útboðinu Bankasýsla ríkisins hafnar því alfarið að hafa ekki haft fullnægjandi upplýsingar um heildareftirspurn í Íslandsbankaútboðinu í mars síðastliðnum, líkt og haldið er fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í mars síðastliðnum. 16. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Sjá meira
Bjarni kom fyrir kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um söluferlið. Hann sagðist telja jafnræði fjárfesta veikan blett í söluferlinu og vísaði hann til mismunandi aðferðafræði hjá söluráðgjöfum sem hefði betur mátt samræma með samningum við þá. Bjarni sagði marga kosti við tilboðsleiðina og vísaði til þess að gott verð hafi fengist fyrir hlutinn og en að gallar við leiðina – sem geti komið fram í svo smáu samfélagi – hafi hins vegar raungerst. „Það eru gallar sem henta illa fyrir sölu á ríkiseign sem raungerðust í þessu. Þá getur verið að ráðherrann, ríkisstjórnin, og eftir atvikum þingið, þurfi að gera það hreinlega upp við sig hvers virði það er að leggja aukna áherslu á gagnsæi og jafnræði við frekari sölu. Og hvort það sé svo mikils virði að hægt sé að sætta sig við eitthvað lægra verð til að þess að tryggja þau markmið. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða þegar fram í sækir,“ sagði Bjarni á fundinum í morgun. . Niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið var sú að fjölþættir annmarkar hafi verið á söluferlinu þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur í mars síðastliðnum. Ríkisendurskoðun dró þó ekki í efa að fjárhagsleg niðurstaða söluferlisins hafi verið ríkissjóði almennt hagfelld.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. 17. nóvember 2022 12:02 Bankasýslan hafi haft fulla yfirsýn á heildareftirspurn í útboðinu Bankasýsla ríkisins hafnar því alfarið að hafa ekki haft fullnægjandi upplýsingar um heildareftirspurn í Íslandsbankaútboðinu í mars síðastliðnum, líkt og haldið er fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í mars síðastliðnum. 16. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Sjá meira
Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. 17. nóvember 2022 12:02
Bankasýslan hafi haft fulla yfirsýn á heildareftirspurn í útboðinu Bankasýsla ríkisins hafnar því alfarið að hafa ekki haft fullnægjandi upplýsingar um heildareftirspurn í Íslandsbankaútboðinu í mars síðastliðnum, líkt og haldið er fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í mars síðastliðnum. 16. nóvember 2022 12:31