„Það er alveg ljóst að við fórum offari“ Snorri Másson skrifar 26. nóvember 2022 10:00 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir ljóst að Íslendingar hafi farið offari í aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 á sínum tíma. „Sérstaklega gagnvart þeim hópum sem við áttum ekki að fara offari gegn,“ segir Grímur í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. „Við tölum um ungt fólk, en líka eldri borgarar, sem eiga nokkur ár eftir og jafnvel ekki mörg. Þeir máttu ekki hitta ættingja, ekki félagana í borðsalnum, og til að vernda þá fyrir einhverju. Við vissum auðvitað ekki betur og við vorum hrædd, en það er ekki góð nálgun.“ Rætt var við Grím í Íslandi í dag, þar sem rifjað var upp ýmislegt misskemmtilegt frá tímum faraldursins, en einnig vikið sérstaklega að stöðu framhaldsskólanema. Til er kynslóð framhaldsskólanema sem lifði nærri alla skólagönguna án félagslífs, sem er ekki án afleiðinga fyrir líðan hópsins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að veita þurfi geðheilbrigði landsmanna meiri athygli.Vísir/Vilhelm Hörmuleg hugmynd Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ályktað um að stytta beri skólagöngu íslenskra ungmenna þannig, að þau klári nám átján ára. Hugmyndin fer öfugt ofan í menntaskólanema sem rætt er við í þættinum að ofan og Grímur rifjar upp síðustu styttingu og segir hörmulega hugmynd að halda styttingu náms áfram: „Þegar við fórum í þessa styttingu voru aðilar sem vöruðu við þessari nálgun og bentu á að þetta væri fyrst og fremst hagræðing. Við erum talsvert í hagræðingu alltaf.“ „Af hverju er þetta staðan?“ Grímur segir sæta furðu að ástand mála í geðheilbrigði þjóðarinnar rati ekki í fréttir með sama hætti og til dæmis aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum. „Eins og þessir krakkar sem eru í tíunda bekk. 27% stúlkna í tíunda bekk eru ánægðar með líf sitt. Af hverju er það staðan? Samfélagsmiðlarnir, Covid og fleira hefur mikil áhrif, en það eru vísbendingar um þetta í langan tíma,“ segir Grímur. Að sögn Gríms stafar vandinn einnig af samfélagsgerðinni og hann segir að fólk þurfi meiri tíma með börnunum sínum, en ekki að hagsmunir atvinnulífsins ráði því að nýbakaðir foreldrar losi sem fyrst við börn sín eitthvert annað. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Ísland í dag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
„Sérstaklega gagnvart þeim hópum sem við áttum ekki að fara offari gegn,“ segir Grímur í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. „Við tölum um ungt fólk, en líka eldri borgarar, sem eiga nokkur ár eftir og jafnvel ekki mörg. Þeir máttu ekki hitta ættingja, ekki félagana í borðsalnum, og til að vernda þá fyrir einhverju. Við vissum auðvitað ekki betur og við vorum hrædd, en það er ekki góð nálgun.“ Rætt var við Grím í Íslandi í dag, þar sem rifjað var upp ýmislegt misskemmtilegt frá tímum faraldursins, en einnig vikið sérstaklega að stöðu framhaldsskólanema. Til er kynslóð framhaldsskólanema sem lifði nærri alla skólagönguna án félagslífs, sem er ekki án afleiðinga fyrir líðan hópsins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að veita þurfi geðheilbrigði landsmanna meiri athygli.Vísir/Vilhelm Hörmuleg hugmynd Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ályktað um að stytta beri skólagöngu íslenskra ungmenna þannig, að þau klári nám átján ára. Hugmyndin fer öfugt ofan í menntaskólanema sem rætt er við í þættinum að ofan og Grímur rifjar upp síðustu styttingu og segir hörmulega hugmynd að halda styttingu náms áfram: „Þegar við fórum í þessa styttingu voru aðilar sem vöruðu við þessari nálgun og bentu á að þetta væri fyrst og fremst hagræðing. Við erum talsvert í hagræðingu alltaf.“ „Af hverju er þetta staðan?“ Grímur segir sæta furðu að ástand mála í geðheilbrigði þjóðarinnar rati ekki í fréttir með sama hætti og til dæmis aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum. „Eins og þessir krakkar sem eru í tíunda bekk. 27% stúlkna í tíunda bekk eru ánægðar með líf sitt. Af hverju er það staðan? Samfélagsmiðlarnir, Covid og fleira hefur mikil áhrif, en það eru vísbendingar um þetta í langan tíma,“ segir Grímur. Að sögn Gríms stafar vandinn einnig af samfélagsgerðinni og hann segir að fólk þurfi meiri tíma með börnunum sínum, en ekki að hagsmunir atvinnulífsins ráði því að nýbakaðir foreldrar losi sem fyrst við börn sín eitthvert annað.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Ísland í dag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira