Danmörk vill segja sig úr FIFA og KSÍ endurskoðar stuðning sinn við Infantino Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2022 23:15 Gianni Infantino, forseti FIFA. Stephen McCarthy/Getty Images Það gustar verulega um Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA vegna heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Katar. Danmörk íhugar að segja sig úr FIFA og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir að sambandið ætli að endurskoða stuðning sinn við Gianni Infantino, forseta FIFA. Vanda ræddi við Fótbolti.net í dag og staðfesti að KSÍ væri meðal þeirra sambanda sem styddi við bakið á Infantino, eða hefði stutt við bak hans öllu heldur. Það stefnir allt í að Infantino verði endurkjörinn sem forseti FIFA en orðspor hans hefur beðið hnekki vegna atburðanna í kringum HM í Katar. Infantino var ætlað að þrífa skítinn og taka til hjá FIFA eftir að Sepp Blatter og fleiri voru reknir með skömm. Það virðist ekki hafa gengið eftir og er Infantino fluttur til Katar. Í viðtali sínu við Fótbolti.net sagði Vanda að KSÍ hefði sent inn bréf til stuðnings Infantino því „ef horft er til lengri tíma þá hefur hann komið ýmsu góðu í verk.“ „Í ljósi síðustu daga og þeirra vonbrigða sem við urðum fyrir með Infantino og FIFA munum við endurskoða þessa ákvörðun. Við höfum einnig komið vonbrigðum okkar skýrt á framfæri við fulltrúa FIFA,“ bætti Vanda við. Vilja segja sig úr FIFA Danir hafa gengið skrefinu lengra. Knattspyrnusambandið þar í landi hefur gefið út að það styðji ekki endurkjör Infantino. Þá hefur það einnig sagt að það muni íhuga að segja sig úr FIFA. „Ákvörðunin hefur ekki verið tekin en við höfum verið þessarar skoðunar í langan tíma. Við höfum verið að ræða við önnur Norðurlönd síðan í ágúst,“ sagði Jakob Jensen, framkvæmdastjóri danska knattspyrnusambandsins. Denmark have revealed they are ready to discuss a blanket withdrawal from FIFA alongside other UEFA nations amid the ongoing row over the #OneLove armbands.https://t.co/JP07HcQxP5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2022 „Norðurlöndin vinna náið saman og ef Danir bjóða til umræðna, hverjar svo sem þær umræður eru, þá munum við að sjálfsögðu taka þátt og hlusta á þeirra sjónarmið,“ sagði Vanda að endingu. Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Danmörk KSÍ Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31 Vertonghen segir að leikmönnum sé „stjórnað“ í Katar Jan Vertonghen, leikmaður belgíska landsliðsins, segir að leikmönnum sé „stjórnað“ á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. 23. nóvember 2022 18:46 Leikmenn Þjóðverja héldu allir fyrir munninn á sér á liðsmyndinni Þjóðverjar eru mjög ósáttir við kúgun Alþjóða knattspyrnusambandsins og létu það vel í ljós á liðsmyndinni fyrir leik sinn á móti Japan á heimsmeistaramótinu í Katar en það var fyrsti leikur þýska liðsins á HM 2022. 23. nóvember 2022 14:00 Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Vanda ræddi við Fótbolti.net í dag og staðfesti að KSÍ væri meðal þeirra sambanda sem styddi við bakið á Infantino, eða hefði stutt við bak hans öllu heldur. Það stefnir allt í að Infantino verði endurkjörinn sem forseti FIFA en orðspor hans hefur beðið hnekki vegna atburðanna í kringum HM í Katar. Infantino var ætlað að þrífa skítinn og taka til hjá FIFA eftir að Sepp Blatter og fleiri voru reknir með skömm. Það virðist ekki hafa gengið eftir og er Infantino fluttur til Katar. Í viðtali sínu við Fótbolti.net sagði Vanda að KSÍ hefði sent inn bréf til stuðnings Infantino því „ef horft er til lengri tíma þá hefur hann komið ýmsu góðu í verk.“ „Í ljósi síðustu daga og þeirra vonbrigða sem við urðum fyrir með Infantino og FIFA munum við endurskoða þessa ákvörðun. Við höfum einnig komið vonbrigðum okkar skýrt á framfæri við fulltrúa FIFA,“ bætti Vanda við. Vilja segja sig úr FIFA Danir hafa gengið skrefinu lengra. Knattspyrnusambandið þar í landi hefur gefið út að það styðji ekki endurkjör Infantino. Þá hefur það einnig sagt að það muni íhuga að segja sig úr FIFA. „Ákvörðunin hefur ekki verið tekin en við höfum verið þessarar skoðunar í langan tíma. Við höfum verið að ræða við önnur Norðurlönd síðan í ágúst,“ sagði Jakob Jensen, framkvæmdastjóri danska knattspyrnusambandsins. Denmark have revealed they are ready to discuss a blanket withdrawal from FIFA alongside other UEFA nations amid the ongoing row over the #OneLove armbands.https://t.co/JP07HcQxP5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2022 „Norðurlöndin vinna náið saman og ef Danir bjóða til umræðna, hverjar svo sem þær umræður eru, þá munum við að sjálfsögðu taka þátt og hlusta á þeirra sjónarmið,“ sagði Vanda að endingu.
Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Danmörk KSÍ Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31 Vertonghen segir að leikmönnum sé „stjórnað“ í Katar Jan Vertonghen, leikmaður belgíska landsliðsins, segir að leikmönnum sé „stjórnað“ á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. 23. nóvember 2022 18:46 Leikmenn Þjóðverja héldu allir fyrir munninn á sér á liðsmyndinni Þjóðverjar eru mjög ósáttir við kúgun Alþjóða knattspyrnusambandsins og létu það vel í ljós á liðsmyndinni fyrir leik sinn á móti Japan á heimsmeistaramótinu í Katar en það var fyrsti leikur þýska liðsins á HM 2022. 23. nóvember 2022 14:00 Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31
Vertonghen segir að leikmönnum sé „stjórnað“ í Katar Jan Vertonghen, leikmaður belgíska landsliðsins, segir að leikmönnum sé „stjórnað“ á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. 23. nóvember 2022 18:46
Leikmenn Þjóðverja héldu allir fyrir munninn á sér á liðsmyndinni Þjóðverjar eru mjög ósáttir við kúgun Alþjóða knattspyrnusambandsins og létu það vel í ljós á liðsmyndinni fyrir leik sinn á móti Japan á heimsmeistaramótinu í Katar en það var fyrsti leikur þýska liðsins á HM 2022. 23. nóvember 2022 14:00
Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00
Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01