„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“ Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. nóvember 2022 20:18 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vægast sagt óhress með ákvörðun Seðlabankans í dag um að hækka meginvexti bankans um 0,25. Vextirnir eru komnir í sex prósent með þessari tíundu hækkun á síðustu átján mánuðum. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsin tekur í sama streng; ákvörðunin hafi gríðarleg áhrif á kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Hann segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkun sinni í dag. Sjá einnig: Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Halldór Benjamín ræddi stöðuna sem komin er upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtal við hann hefst þegar 2:30 eru liðnar af fréttinni: „Mér finnst það afskaplega vel orðað hjá formanni SGS, enda mátti heyra í dag á fundum okkar hjá ríkissáttasemjara að allt andrúmsloft í viðræðunum gjörbreyttist við þessa ákvörðun. Auðvitað mátti gera því skóna að hún gæti átt sér stað í dag en við trúðum því hins vegar að seðlabankastjóri og peningastefnunefnd myndu beita sér með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín og nefnir að seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Hann segir ákvörðunina því mikil vonbrigði og segir Samtök atvinnulífsins ekki sammála mati Seðlabankans á stöðunni. Halldór Benjamín segir viðræður hafa gengið býsna vel fram að þessari ákvörðun. „Það sem er sárgrætilegt í þessu tilliti er að Seðlabankinn á að vera fullviss um gang viðræðna, það er beinlínis hlutverk ríkissáttasemjara að halda ríkisstjón og Seðlabanka upplýstum um gang viðræðna. Það hefur gengið býsna vel hjá okkur undanfarna daga og markmiðið svo sem ekki breyst en þessi ákvörðun í morgun er fleinn í síðu þessara viðræðna og mun þyngja allt sem á eftir kemur.“ Vond staða sé því komin upp. „Mér finnst þetta sárgrætileg staða sem Seðlabankinn upp á sitt eindæmi, hefur komið okkur í. Ég hefði kosið að Seðlabankinn hefði virt fleiri þætti við ákvörðun sína, meðal annars á hve viðkvæmu stigi viðræður voru,“ segir Halldór Benjamín að lokum. Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsin tekur í sama streng; ákvörðunin hafi gríðarleg áhrif á kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Hann segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkun sinni í dag. Sjá einnig: Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Halldór Benjamín ræddi stöðuna sem komin er upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtal við hann hefst þegar 2:30 eru liðnar af fréttinni: „Mér finnst það afskaplega vel orðað hjá formanni SGS, enda mátti heyra í dag á fundum okkar hjá ríkissáttasemjara að allt andrúmsloft í viðræðunum gjörbreyttist við þessa ákvörðun. Auðvitað mátti gera því skóna að hún gæti átt sér stað í dag en við trúðum því hins vegar að seðlabankastjóri og peningastefnunefnd myndu beita sér með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín og nefnir að seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Hann segir ákvörðunina því mikil vonbrigði og segir Samtök atvinnulífsins ekki sammála mati Seðlabankans á stöðunni. Halldór Benjamín segir viðræður hafa gengið býsna vel fram að þessari ákvörðun. „Það sem er sárgrætilegt í þessu tilliti er að Seðlabankinn á að vera fullviss um gang viðræðna, það er beinlínis hlutverk ríkissáttasemjara að halda ríkisstjón og Seðlabanka upplýstum um gang viðræðna. Það hefur gengið býsna vel hjá okkur undanfarna daga og markmiðið svo sem ekki breyst en þessi ákvörðun í morgun er fleinn í síðu þessara viðræðna og mun þyngja allt sem á eftir kemur.“ Vond staða sé því komin upp. „Mér finnst þetta sárgrætileg staða sem Seðlabankinn upp á sitt eindæmi, hefur komið okkur í. Ég hefði kosið að Seðlabankinn hefði virt fleiri þætti við ákvörðun sína, meðal annars á hve viðkvæmu stigi viðræður voru,“ segir Halldór Benjamín að lokum.
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira