„Algjör nauðsyn að leikmenn séu í toppstandi, annars komast þeir ekki í liðið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 11:01 Þórir Hergeirsson gerði Noreg að Evrópumeisturum í fimmta sinn um helgina. epa/ANTONIO BAT Öllum sem fylgdust EM í handbolta kvenna mátti ljóst vera að norska landsliðið er afar sterkt á svellinu, bæði andlega og líkamlega, og sérstaklega þegar líða tekur á leiki. Það sást bersýnilega í undanúrslita- og úrslitaleiknum. Noregur var einu marki yfir í hálfleik gegn Frakklandi í undanúrslitunum, 12-11, en vann seinni hálfleikinn, 16-9, og leikinn, 28-20. Í úrslitaleiknum gegn Danmörku var Noregur undir lengst af en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann á endanum tveggja marka sigur, 25-27. Norðmenn töpuðu fyrir Dönum, 29-31, í lokaleik sínum í milliriðlinum en það kom ekki fyrir aftur. „Ég er svolítið þannig samansettur að ég hef litlar áhyggjur af hlutum. Ég reyni að einblína á að það sem maður nær að gera sjálfur. Við spiluðum ekki góðan leik gegn Dönum í milliriðli. Við vorum í vandræðum í vörninni og náðum ekki markvörðunum okkar með heldur. Við skoruðum nóg af mörkum og það var allt í lagi,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Við kíktum vel á þann leik fyrir úrslitaleikinn og tókum fyrir 2-3 atriði sem okkur fannst við ekki vera að gera nógu vel. Við bættum það og það virkaði allt í úrslitaleiknum og var aðalgrunnurinn að því að við unnum þann leik. Það var ekkert gefið. Danirnir eru með hörkulið og verið í rosa sókn síðustu árin. Þetta lið þeirra hefur spilað saman á mörgum mótum á síðustu árum og alltaf tekið ný skref.“ Sem fyrr voru Danir með frumkvæðið lengi vel í úrslitaleiknum en um miðjan seinni hálfleik sneru Norðmenn dæminu sér í vil. „Vörnin og markvarslan voru heilt yfir mjög góð. Sóknin var slök í fyrri hálfleik, sérstaklega fyrsta korterið. Það var stress í þessu og við strönduðum á þessari mjög líkamlega sterku vörn þeirra. Við komumst ekki í nógu góð færi,“ sagði Þórir. „Í seinni hálfleik fannst mér við spila mjög vel í sókninni og komumst í mörg góð færi í byrjun. Þetta var meira spurning um skotnýtingu. Við klikkuðum á góðum færum.“ Þórir segir að reynsla norska liðsins, og sérstaklega í leikjum gegn Danmörku, hafi vegið þungt í úrslitaleiknum. „Mér fannst við vera með þetta. Það var bara spurning hvenær þetta myndi tikka inn. Þegar við fórum að nýta færin jöfnuðum við þetta,“ sagði Þórir. „Mér fannst þær verða hræddar, fóru varlega og voru orðnar líkamlega þreyttar og kannski sálarlega líka. Við höfum snúið mörgum leikjum gegn þeim síðustu árin. Verið undir en yfirleitt náð að snúa leikjunum okkur í vil. Þannig allir höfðu trú á þessu allan tímann.“ Þórir segir að Norðmenn leggi mikla áherslu á líkamlegt atgervi og að leikmenn beri sjálfir stærsta ábyrgð á því að vera í góðu formi. „Við viljum að leikmenn séu færir til að spila 8-9 leiki á stórmótum. Handboltinn er orðinn geysilega líkamlegur. Þetta eru endurteknar árásir í vörn og sókn og mikill hraði þannig að það er algjör nauðsyn að leikmenn séu í toppstandi, annars komast þeir ekki í liðið,“ sagði Þórir. „Sú krafa er á öllum og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að kenna ungum leikmönnum að sjá um sig sjálfar og vera í góðu formi allt árið. Það er fyrst og fremst á þeirra ábyrgð og svo fá þeir hjálp við það frá fagfólki sem kann þetta.“ EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
Það sást bersýnilega í undanúrslita- og úrslitaleiknum. Noregur var einu marki yfir í hálfleik gegn Frakklandi í undanúrslitunum, 12-11, en vann seinni hálfleikinn, 16-9, og leikinn, 28-20. Í úrslitaleiknum gegn Danmörku var Noregur undir lengst af en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann á endanum tveggja marka sigur, 25-27. Norðmenn töpuðu fyrir Dönum, 29-31, í lokaleik sínum í milliriðlinum en það kom ekki fyrir aftur. „Ég er svolítið þannig samansettur að ég hef litlar áhyggjur af hlutum. Ég reyni að einblína á að það sem maður nær að gera sjálfur. Við spiluðum ekki góðan leik gegn Dönum í milliriðli. Við vorum í vandræðum í vörninni og náðum ekki markvörðunum okkar með heldur. Við skoruðum nóg af mörkum og það var allt í lagi,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Við kíktum vel á þann leik fyrir úrslitaleikinn og tókum fyrir 2-3 atriði sem okkur fannst við ekki vera að gera nógu vel. Við bættum það og það virkaði allt í úrslitaleiknum og var aðalgrunnurinn að því að við unnum þann leik. Það var ekkert gefið. Danirnir eru með hörkulið og verið í rosa sókn síðustu árin. Þetta lið þeirra hefur spilað saman á mörgum mótum á síðustu árum og alltaf tekið ný skref.“ Sem fyrr voru Danir með frumkvæðið lengi vel í úrslitaleiknum en um miðjan seinni hálfleik sneru Norðmenn dæminu sér í vil. „Vörnin og markvarslan voru heilt yfir mjög góð. Sóknin var slök í fyrri hálfleik, sérstaklega fyrsta korterið. Það var stress í þessu og við strönduðum á þessari mjög líkamlega sterku vörn þeirra. Við komumst ekki í nógu góð færi,“ sagði Þórir. „Í seinni hálfleik fannst mér við spila mjög vel í sókninni og komumst í mörg góð færi í byrjun. Þetta var meira spurning um skotnýtingu. Við klikkuðum á góðum færum.“ Þórir segir að reynsla norska liðsins, og sérstaklega í leikjum gegn Danmörku, hafi vegið þungt í úrslitaleiknum. „Mér fannst við vera með þetta. Það var bara spurning hvenær þetta myndi tikka inn. Þegar við fórum að nýta færin jöfnuðum við þetta,“ sagði Þórir. „Mér fannst þær verða hræddar, fóru varlega og voru orðnar líkamlega þreyttar og kannski sálarlega líka. Við höfum snúið mörgum leikjum gegn þeim síðustu árin. Verið undir en yfirleitt náð að snúa leikjunum okkur í vil. Þannig allir höfðu trú á þessu allan tímann.“ Þórir segir að Norðmenn leggi mikla áherslu á líkamlegt atgervi og að leikmenn beri sjálfir stærsta ábyrgð á því að vera í góðu formi. „Við viljum að leikmenn séu færir til að spila 8-9 leiki á stórmótum. Handboltinn er orðinn geysilega líkamlegur. Þetta eru endurteknar árásir í vörn og sókn og mikill hraði þannig að það er algjör nauðsyn að leikmenn séu í toppstandi, annars komast þeir ekki í liðið,“ sagði Þórir. „Sú krafa er á öllum og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að kenna ungum leikmönnum að sjá um sig sjálfar og vera í góðu formi allt árið. Það er fyrst og fremst á þeirra ábyrgð og svo fá þeir hjálp við það frá fagfólki sem kann þetta.“
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira