Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2022 11:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. Þetta sagði Katrín við fréttamann að loknum fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Hún segir að fundurinn hafi fyrst og fremst verið að hennar ósk til að ræða við þessa aðila, fá þeirra mat á stöðunni í kjaraviðræðum og þá sér í lagi eftir tíðindi gærdagsins þar sem Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta. „[Aðilar vinnumarkaðarins] munu auðvitað fara yfir þetta með sínu baklandi núna, hver áhrif þessarar vaxtaákvörðunar verða. En ég var fyrst og fremst að ítreka vilja stjórnvalda til að gera það sem í okkar valdi til að greiða fyrir þessum samningum,“ sagði Katrín. Ertu sammála því mati aðila vinnumarkaðarins að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tímapunkti hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað þannig að það er Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir og það er ekki svo að það er framkvæmdavaldið sem hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það. Hins vegar vildi ég fyrst og fremst með þessum fundi ítreka okkar vilja til greiða fyrir samningum ef slíkir farsælir og skynsamlegir samningar verða í sjónmáli einhvern tímann á næstunni,“ segir Katrín. Að fara yfir málin sín á milli Forsætisráðherra segist ekki hafa nefnt á fundinum einhver sérstök atriði varðandi mögulega aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga á almennum markaði. „Við erum bara að fara yfir þetta okkar á milli. Þetta er auðvitað ekki fyrsti fundurinn sem ég á með aðilum vinnumarkaðarins í þessum aðdraganda.“ Hún segir að það verði að koma í ljós hvort að fundirnir verði fleiri. Skammtímasamningur mögulega fýsilegri kostur Aðspurð um hvort að mögulegt verði að framlengja á einhvern hátt Lífskjarasamninginn segir Katrín: „Ég held að allir aðilar átti sig á því að þróun efnahagsmála í heiminum hafi verið okkur ekkert sérlega hagfelld. Fyrst faraldur, svo stríðsátök, verðbólga og markháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir því að óvissan er töluverð sem mögulega kann að gera skammtímasamning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ segir Katrín. Hún segir að auðvitað væri það mjög slæmt ef það myndi slitna upp úr kjaraviðræðum nú. „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er hagur okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað á launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Þetta sagði Katrín við fréttamann að loknum fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Hún segir að fundurinn hafi fyrst og fremst verið að hennar ósk til að ræða við þessa aðila, fá þeirra mat á stöðunni í kjaraviðræðum og þá sér í lagi eftir tíðindi gærdagsins þar sem Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta. „[Aðilar vinnumarkaðarins] munu auðvitað fara yfir þetta með sínu baklandi núna, hver áhrif þessarar vaxtaákvörðunar verða. En ég var fyrst og fremst að ítreka vilja stjórnvalda til að gera það sem í okkar valdi til að greiða fyrir þessum samningum,“ sagði Katrín. Ertu sammála því mati aðila vinnumarkaðarins að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tímapunkti hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað þannig að það er Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir og það er ekki svo að það er framkvæmdavaldið sem hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það. Hins vegar vildi ég fyrst og fremst með þessum fundi ítreka okkar vilja til greiða fyrir samningum ef slíkir farsælir og skynsamlegir samningar verða í sjónmáli einhvern tímann á næstunni,“ segir Katrín. Að fara yfir málin sín á milli Forsætisráðherra segist ekki hafa nefnt á fundinum einhver sérstök atriði varðandi mögulega aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga á almennum markaði. „Við erum bara að fara yfir þetta okkar á milli. Þetta er auðvitað ekki fyrsti fundurinn sem ég á með aðilum vinnumarkaðarins í þessum aðdraganda.“ Hún segir að það verði að koma í ljós hvort að fundirnir verði fleiri. Skammtímasamningur mögulega fýsilegri kostur Aðspurð um hvort að mögulegt verði að framlengja á einhvern hátt Lífskjarasamninginn segir Katrín: „Ég held að allir aðilar átti sig á því að þróun efnahagsmála í heiminum hafi verið okkur ekkert sérlega hagfelld. Fyrst faraldur, svo stríðsátök, verðbólga og markháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir því að óvissan er töluverð sem mögulega kann að gera skammtímasamning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ segir Katrín. Hún segir að auðvitað væri það mjög slæmt ef það myndi slitna upp úr kjaraviðræðum nú. „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er hagur okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað á launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira