35 prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 11:24 Vísir/Vilhelm Rúm 35 prósent Reykvíkinga, 18 ára og eldri, nota rafhlaupahjól. Sambærilegt hlutfall fyrir tveimur árum var 19 prósent. Notkun á rafhlaupahjólum er mest meðal fólks á aldrinum 18-34 ára. Þá nota karlar rafhlaupahjól í meira mæli en konur. Ríflega einn af hverjum 10 notar rafhlaupahjól vikulega eða oftar og er notkunin mest á meðal íbúa í Miðborg/Vesturbæ og Hlíðum og Laugardal. Notkun rafhlaupahjóla hefur vaxið hratt undanfarin ár og hefur í raun margfaldast. Borgarbúar eru enn að læra hvernig best sé að notfæra sér þennan nýja ferðamáta en notkun smáfarartækja eins og rafhlaupahjóla er einhver mesta samgöngubylting sem hefur orðið á Íslandi í seinni tíð. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunnar Gallup á notkun rafhlaupahjóla fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöðurnar voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Algengast er að rafhlaupahjól séu notuð í ferðir til og frá skemmtistöðum, börum og veitingahúsum, eða rúm 47 prósent. 96 prósent af þessum ferðum eru farnar á leiguhjólum, 4 prósent á eigin rafhlaupahjóli. Næst algengast er að rafhlaupahjól séu notuð til og frá vinnu eða skóla, eða 42 prósent. Hlutfallslega fleiri nota eigin hjól í þær ferðir eða um 26 prósent eru á eigin rafhlaupahjóli og 74 prósent á leiguhjóli. Þá kemur einnig fram að rafhlaupahjólaeign er algengari í hverfunum austan Elliðaáa heldur en vestan þeirra eða 21-23 prósent samanborið við 14-15 prósent. Þá sagðist minnihluti þeirra sem notar rafhlaupahjól hafa lent í óhappi á hjólinu eða 28 prósent en við síðustu könnun var hlutfallið 12,5 prósent. Aðspurð um síðasta skiptið sem viðkomandi lenti í óhappi sögðust 10 prósent þeirra hafa verið undir áhrifum áfengis. Til samanburðar voru um 8 prósent slasaðra eða látinna í umferðarslysum árið 2021 undir áhrifum áfengis eða fíkniefna samkvæmt ársskýrslu Samgöngustofu. Hér má finna niðurstöður könnunarinnar. Samgöngur Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 7. júlí 2022 16:44 Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ 4. júlí 2022 11:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Notkun rafhlaupahjóla hefur vaxið hratt undanfarin ár og hefur í raun margfaldast. Borgarbúar eru enn að læra hvernig best sé að notfæra sér þennan nýja ferðamáta en notkun smáfarartækja eins og rafhlaupahjóla er einhver mesta samgöngubylting sem hefur orðið á Íslandi í seinni tíð. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunnar Gallup á notkun rafhlaupahjóla fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöðurnar voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Algengast er að rafhlaupahjól séu notuð í ferðir til og frá skemmtistöðum, börum og veitingahúsum, eða rúm 47 prósent. 96 prósent af þessum ferðum eru farnar á leiguhjólum, 4 prósent á eigin rafhlaupahjóli. Næst algengast er að rafhlaupahjól séu notuð til og frá vinnu eða skóla, eða 42 prósent. Hlutfallslega fleiri nota eigin hjól í þær ferðir eða um 26 prósent eru á eigin rafhlaupahjóli og 74 prósent á leiguhjóli. Þá kemur einnig fram að rafhlaupahjólaeign er algengari í hverfunum austan Elliðaáa heldur en vestan þeirra eða 21-23 prósent samanborið við 14-15 prósent. Þá sagðist minnihluti þeirra sem notar rafhlaupahjól hafa lent í óhappi á hjólinu eða 28 prósent en við síðustu könnun var hlutfallið 12,5 prósent. Aðspurð um síðasta skiptið sem viðkomandi lenti í óhappi sögðust 10 prósent þeirra hafa verið undir áhrifum áfengis. Til samanburðar voru um 8 prósent slasaðra eða látinna í umferðarslysum árið 2021 undir áhrifum áfengis eða fíkniefna samkvæmt ársskýrslu Samgöngustofu. Hér má finna niðurstöður könnunarinnar.
Samgöngur Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 7. júlí 2022 16:44 Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ 4. júlí 2022 11:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 7. júlí 2022 16:44
Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ 4. júlí 2022 11:30