„Íshokkíkóngurinn“ er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2022 18:37 Börje Salming lést fyrr í dag, 71 árs að aldri. Getty/Brian Banineau Fyrrverandi íshokkíkappinn Börje Salming lést í dag, 71 árs að aldri. Hann tilkynnti í ágúst á þessu ári að hann glímdi við MND-sjúkdóminn sem að lokum dró hann til dauða. Gælunafn Salming á íshokkísvellinu var The King eða Kóngurinn. Börje Salming var sænskur, fæddur og uppalinn í þorpinu Salmi, nærri borginni Kiruna í norðurhluta Svíþjóðar. Faðir hans var samískur og var Salming ávallt mjög stoltur af samískum uppruna sínum. Hann er eini Saminn sem spilað hefur í efstu íþróttadeildum Bandaríkjanna. Statement from Maple Leafs President and Alternate Governor Brendan Shanahan on the passing of Börje Salming: pic.twitter.com/zguKOyVLmM— Toronto Maple Leafs (@MapleLeafs) November 24, 2022 Árið 1973 spilaði hann sinn fyrsta íshokkíleik í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann spilaði fyrir Toronto Maple Leafs og var þar í sextán ár. Eftir það færði hann sig yfir til Detroit Red Wings þar sem hann spilaði í eitt tímabil áður en hann færði sig aftur til Svíþjóðar. Salming vann til fjölda verðlauna á ferli sínum, meðal annars var hann valinn í stjörnulið NHL-deildarinnar árið 1977. Árið 1972 vann hann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í íshokkí og árið 1973 vann hann til silfurverðlauna. Í ágúst á þessu ári tilkynnti Salming að hann væri með MND-sjúkdóminn en í kjölfar greiningarinnar glímdi hann við mikið þunglyndi. Sjúkdómurinn dró hann endanlega til dauða fyrr í dag. Andlát Íshokkí Svíþjóð Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Börje Salming var sænskur, fæddur og uppalinn í þorpinu Salmi, nærri borginni Kiruna í norðurhluta Svíþjóðar. Faðir hans var samískur og var Salming ávallt mjög stoltur af samískum uppruna sínum. Hann er eini Saminn sem spilað hefur í efstu íþróttadeildum Bandaríkjanna. Statement from Maple Leafs President and Alternate Governor Brendan Shanahan on the passing of Börje Salming: pic.twitter.com/zguKOyVLmM— Toronto Maple Leafs (@MapleLeafs) November 24, 2022 Árið 1973 spilaði hann sinn fyrsta íshokkíleik í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann spilaði fyrir Toronto Maple Leafs og var þar í sextán ár. Eftir það færði hann sig yfir til Detroit Red Wings þar sem hann spilaði í eitt tímabil áður en hann færði sig aftur til Svíþjóðar. Salming vann til fjölda verðlauna á ferli sínum, meðal annars var hann valinn í stjörnulið NHL-deildarinnar árið 1977. Árið 1972 vann hann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í íshokkí og árið 1973 vann hann til silfurverðlauna. Í ágúst á þessu ári tilkynnti Salming að hann væri með MND-sjúkdóminn en í kjölfar greiningarinnar glímdi hann við mikið þunglyndi. Sjúkdómurinn dró hann endanlega til dauða fyrr í dag.
Andlát Íshokkí Svíþjóð Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum