Kynnir litaflokkun til leiks á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2022 14:31 Hakið fræga má sjá hér á myndinni. Í næstu viku verða hökin litaflokkuð. Getty/NurPhoto/Nikolas Kokovlis Twitter hyggst taka í gagnið litaflokkuð hök við reikninga á Twitter sem gefa til kynna að um hinn rétta aðila sé um að ræða á bak við viðkomandi reikning. Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, tilkynnti um þetta á Twitter í morgun. Þar segir hann að hökin verði tekin í gagnið frá og með föstudeginum í næstu viku. Skömmu eftir kaup Musk á Twitter gerði fyrirtækið tilraun með að notendur gætu keypt sér hið þekkta bláa hak, sem áður var einungis í boði fyrir aðganga þekktra einstaklinga, fjölmiðla, opinberra embætta og stofnana. Segja má að sú tilraun hafi mistekist hrapallega. Nú mun hakið snúa aftur, en í mismunandi litum eftir því hver stendur á bak við reikninginn. Þannig mun gullitað hak vera í boði fyrir fyrirtæki, grátt hak fyrir stofnanir og hið þekkta bláa hak fyrir einstaklinga. Hver og einn reikningur verður auðkenndur handvirkt af Twitter áður en að hakinu verður útdeilt. „Sársaukafullt en nauðsynlegt,“ segir Musk á Twitter. Sorry for the delay, we re tentatively launching Verified on Friday next week. Gold check for companies, grey check for government, blue for individuals (celebrity or not) and all verified accounts will be manually authenticated before check activates. Painful, but necessary.— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Ekki fylgir sögunni hvort að hægt verði að greiða fyrir það að fá auðkenningu líkt og prófað var á dögunum. Musk hefur á þeim örfáum vikum sem hann hefur átt Twitter gert ýmsar breytingar á fyrirtækinu. Þar á meðal verður öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, tilkynnti um þetta á Twitter í morgun. Þar segir hann að hökin verði tekin í gagnið frá og með föstudeginum í næstu viku. Skömmu eftir kaup Musk á Twitter gerði fyrirtækið tilraun með að notendur gætu keypt sér hið þekkta bláa hak, sem áður var einungis í boði fyrir aðganga þekktra einstaklinga, fjölmiðla, opinberra embætta og stofnana. Segja má að sú tilraun hafi mistekist hrapallega. Nú mun hakið snúa aftur, en í mismunandi litum eftir því hver stendur á bak við reikninginn. Þannig mun gullitað hak vera í boði fyrir fyrirtæki, grátt hak fyrir stofnanir og hið þekkta bláa hak fyrir einstaklinga. Hver og einn reikningur verður auðkenndur handvirkt af Twitter áður en að hakinu verður útdeilt. „Sársaukafullt en nauðsynlegt,“ segir Musk á Twitter. Sorry for the delay, we re tentatively launching Verified on Friday next week. Gold check for companies, grey check for government, blue for individuals (celebrity or not) and all verified accounts will be manually authenticated before check activates. Painful, but necessary.— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Ekki fylgir sögunni hvort að hægt verði að greiða fyrir það að fá auðkenningu líkt og prófað var á dögunum. Musk hefur á þeim örfáum vikum sem hann hefur átt Twitter gert ýmsar breytingar á fyrirtækinu. Þar á meðal verður öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku.
Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira