Kristján „brjálaður“ ef hann fengi ekki sæti á HM: „Ég er mjög bjartsýnn“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2022 14:46 Kristján Örn Kristjánsson gerir sér miklar vonir um að komast á HM í janúar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Örn Kristjánsson er einn af hægri skyttunum sem berjast um sæti í landsliðshópi Guðmundar Guðmundssonar fyrir HM í handbolta í janúar. Hann segist hafa fengið góð skilaboð frá landsliðsþjálfaranum. Kristján, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, tekur undir að samkeppnin sé mikil í landsliðinu en hann var í góðu spjalli í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hlusta má á hér að neðan. Þar ræddi hann einnig um komandi viðureign PAUC við Íslandsmeistara Vals í Evrópudeildinni. Kristjáni var kippt inn í síðasta landsliðshóp vegna meiðsla Ómars Inga Magnússonar og hann býst við að komast í HM-hópinn: „Ég er mjög bjartsýnn á það. Ég spjallaði við Gumma Gumm og hann sagði mér að ég væri í plönunum hjá honum. Allt gott og blessað með það. Svo er aðaldæmið að sanna sig. Ég reyndi mitt besta til að sanna mig í þessum leikjum á móti Ísrael og Eistlandi, og fannst það ganga nokkuð vel. Ég stimplaði mig ágætlega inn sem gæi sem getur borið eitthvað fram fyrir landsliðið. En svo er það í höndunum á Gumma að velja, sem er alls ekki auðvelt starf myndi ég segja,“ sagði Kristján. En var það Kristján sem hafði frumkvæðið að fyrrgreindu spjalli þeirra Guðmundar? „Nei, nei. Hann hringdi bara í mig þegar Ómar datt úr hópnum, fjórum dögum fyrir verkefnið [leikina við Eistland og Ísrael], og þá var ég bara inni. Hann sagði mér að ég væri í plönunum fyrir HM líka.“ En á skalanum 1-10 hversu brjálaður yrði Kristján ef hann kæmist ekki í HM-hópinn? „Ég myndi segja ellefu bara.“ Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar í heild hér að neðan en þar er einnig rýnt í komandi leiki í 13. umferð Olís-deildar karla. HM 2023 í handbolta Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira
Kristján, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, tekur undir að samkeppnin sé mikil í landsliðinu en hann var í góðu spjalli í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar sem hlusta má á hér að neðan. Þar ræddi hann einnig um komandi viðureign PAUC við Íslandsmeistara Vals í Evrópudeildinni. Kristjáni var kippt inn í síðasta landsliðshóp vegna meiðsla Ómars Inga Magnússonar og hann býst við að komast í HM-hópinn: „Ég er mjög bjartsýnn á það. Ég spjallaði við Gumma Gumm og hann sagði mér að ég væri í plönunum hjá honum. Allt gott og blessað með það. Svo er aðaldæmið að sanna sig. Ég reyndi mitt besta til að sanna mig í þessum leikjum á móti Ísrael og Eistlandi, og fannst það ganga nokkuð vel. Ég stimplaði mig ágætlega inn sem gæi sem getur borið eitthvað fram fyrir landsliðið. En svo er það í höndunum á Gumma að velja, sem er alls ekki auðvelt starf myndi ég segja,“ sagði Kristján. En var það Kristján sem hafði frumkvæðið að fyrrgreindu spjalli þeirra Guðmundar? „Nei, nei. Hann hringdi bara í mig þegar Ómar datt úr hópnum, fjórum dögum fyrir verkefnið [leikina við Eistland og Ísrael], og þá var ég bara inni. Hann sagði mér að ég væri í plönunum fyrir HM líka.“ En á skalanum 1-10 hversu brjálaður yrði Kristján ef hann kæmist ekki í HM-hópinn? „Ég myndi segja ellefu bara.“ Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar í heild hér að neðan en þar er einnig rýnt í komandi leiki í 13. umferð Olís-deildar karla.
HM 2023 í handbolta Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira