Handbolti

„Ekki viss um að ég hafi séð svona áður frá okkur“

Dagur Lárusson skrifar
Steinunn Björnsdóttir var eðlilega svekkt eftir tapið í kvöld.
Steinunn Björnsdóttir var eðlilega svekkt eftir tapið í kvöld. Vísir/Diego

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sagðist vera nánast orðlaus eftir niðurlægjandi tap gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld.

„Ég veit í rauninni ekki hvað skal segja eftir svona leik, ég er bara orðlaus,” byrjaði Steinunn Björnsdóttir að segja eftir leik.

„Ég er ekki viss um að ég hafi séð svona áður frá okkur, tapa svona stórt á móti Stjörnunni. Stjarnan spilaði góðan leik en þær eru alls ekki svona mikið betri en við,” hélt Steinunn áfram að segja.

Steinunn vildi samt líka meina að það hafi verið mikið af hlutum sem einfaldlega unnu gegn liðinu í kvöld.

„Já við vorum að vísu mjög óheppnar í kvöld, vorum mikið að skjóta í stöngina og út en síðan varði Darija mjög vel hjá Stjörnunni og það dró hægt og rólega úr okkur. Við erum samt lið sem á ekki að leyfa því að gerast, það er óheppni í íþróttum og maður verður bara alltaf að halda áfram.”

Steinunn hélt síðan áfram og vildi meina að það væri ekkert meira að angra liðið á bakvið tjöldin.

„Nei ég vil ekki meina að það sé eitthvað meira að á bakvið tjöldin, ég allaveganna vona ekki. Við erum með flottan hóp og æfingarnar eru góðar. Þetta er auðvitað mikið högg en við þurfum bara að halda áfram og vinna okkur upp töfluna,” endaði Steinunn á að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×