Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 25. nóvember 2022 23:37 Kristján Einar getur um frjálst höfuð strokið eftir átta mánaða dvöl í spænsku fangelsi. Vísir/Einar Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Kristján Einar var handtekinn á Malaga á Spáni í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár, eftir að hafa fengið lélegum lögmanni úthlutað. Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður settist niður með Kristjáni Einari: Fékk ekki að hringja símtal fyrr en eftir tíu daga Kristján Einar segir að eftir að honum komið fyrir í fangelsinu hafi hann ekki fengið að hringja símtal fyrstu tíu dagana hið minnsta. Þegar hann hafi loksins fengið að hringja heim hafi hann einungis fengið fjörutíu sekúndur til þess. Eftir heilan mánuð fékk hann símasamning samþykktan og gat þá loksins hringt heim almennilega. Hver er fyrsta manneskjan sem maður hringir í í svona aðstæðum? „Er það ekki alltaf mamma? Er það ekki alltaf þangað sem maður leitar fyrst?“ svarar Kristján Einar. „Þetta var éta eða vera étinn“ Kristján Einar segir að hann hafi þurft að „sanna sig“ snemma í fangelsinu til þess að verða ekki það sem hann kallar beitu. Kristján Einar sagði nokkuð ítarlega frá upplifun sinni í viðtali við fréttastofu.Vísir/Einar „Eins og til dæmis á fyrsta deginum sest ég niður með matinn, þessar yndislegu kartöflur sem okkur var alltaf boðið upp á, þá kemur einhver Spánverji og reynir að fikta í þeim. Ég þurfti bara að breytast í skepnu, standa upp og rota hann. Þú þurftir bara að leggja mannlegu hliðina til hliðar,“ segir hann. Þá segir Kristján Einar að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt fyrst um sinn þar sem hann hafi verið settur í ranga álmu í fangelsinu. „Ég var bara með morðingjunum og nauðgurunum,“ segir hann. Mölbrotið kerfi Sem áður segir var Kristján Einar upphaflega dæmdur til sex ára fangelsisvistar en er nú laus aðeins átta mánuðum eftir handtöku. Hann segir að til þess að losna hafi hann þurft að fá sér nýjan lögfræðing sem hafði aðstoðað tvo menn sem framið höfðu alvarlegt innbrot og ofbeldisglæpi að losna úr fangelsi eftir aðeins sex mánaða fangelsisvist. „Ég fékk samband við þeirra lögfræðing og hann byrjaði að vinna í málinu. Til þess að komast áfram í svona málum þarftu að vera með það sem við köllum óhreinan lögfræðing, dirty lawyer, sem greiðir mútur. Málaga lawyer,“ segir hann. Hann segir réttarkerfið á Spáni vera það brotnasta sem hann hafi upplifað, sér í lagi gagnvart útlendingum. Þá segir Kristján Einar að enga aðstoð hafi verið að fá frá yfirvöldum hér á landi. „Við búum í 350 þúsund manna landi, einhvern veginn hélt ég að það væri meira haldið utan um sína ríkisborgara,“ segir hann. „Ég tek bara einn dag í einu“ Kristján Einar segir erfitt sjá hver hans næstu skref verði, hann hafi einhver plön fyrir framtíðina en fyrst þurfi hann að vinna úr áfallinu sem fylgir upplifun hans úr fangelsinu. „Eina sem ég veit er að ég kem út sem betri maður, eða ég ætla mér allavega. Nú tekur lífið bara við, áfram gakk,“ segir Kristján Einar að lokum. Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52 Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Kristján Einar var handtekinn á Malaga á Spáni í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár, eftir að hafa fengið lélegum lögmanni úthlutað. Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður settist niður með Kristjáni Einari: Fékk ekki að hringja símtal fyrr en eftir tíu daga Kristján Einar segir að eftir að honum komið fyrir í fangelsinu hafi hann ekki fengið að hringja símtal fyrstu tíu dagana hið minnsta. Þegar hann hafi loksins fengið að hringja heim hafi hann einungis fengið fjörutíu sekúndur til þess. Eftir heilan mánuð fékk hann símasamning samþykktan og gat þá loksins hringt heim almennilega. Hver er fyrsta manneskjan sem maður hringir í í svona aðstæðum? „Er það ekki alltaf mamma? Er það ekki alltaf þangað sem maður leitar fyrst?“ svarar Kristján Einar. „Þetta var éta eða vera étinn“ Kristján Einar segir að hann hafi þurft að „sanna sig“ snemma í fangelsinu til þess að verða ekki það sem hann kallar beitu. Kristján Einar sagði nokkuð ítarlega frá upplifun sinni í viðtali við fréttastofu.Vísir/Einar „Eins og til dæmis á fyrsta deginum sest ég niður með matinn, þessar yndislegu kartöflur sem okkur var alltaf boðið upp á, þá kemur einhver Spánverji og reynir að fikta í þeim. Ég þurfti bara að breytast í skepnu, standa upp og rota hann. Þú þurftir bara að leggja mannlegu hliðina til hliðar,“ segir hann. Þá segir Kristján Einar að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt fyrst um sinn þar sem hann hafi verið settur í ranga álmu í fangelsinu. „Ég var bara með morðingjunum og nauðgurunum,“ segir hann. Mölbrotið kerfi Sem áður segir var Kristján Einar upphaflega dæmdur til sex ára fangelsisvistar en er nú laus aðeins átta mánuðum eftir handtöku. Hann segir að til þess að losna hafi hann þurft að fá sér nýjan lögfræðing sem hafði aðstoðað tvo menn sem framið höfðu alvarlegt innbrot og ofbeldisglæpi að losna úr fangelsi eftir aðeins sex mánaða fangelsisvist. „Ég fékk samband við þeirra lögfræðing og hann byrjaði að vinna í málinu. Til þess að komast áfram í svona málum þarftu að vera með það sem við köllum óhreinan lögfræðing, dirty lawyer, sem greiðir mútur. Málaga lawyer,“ segir hann. Hann segir réttarkerfið á Spáni vera það brotnasta sem hann hafi upplifað, sér í lagi gagnvart útlendingum. Þá segir Kristján Einar að enga aðstoð hafi verið að fá frá yfirvöldum hér á landi. „Við búum í 350 þúsund manna landi, einhvern veginn hélt ég að það væri meira haldið utan um sína ríkisborgara,“ segir hann. „Ég tek bara einn dag í einu“ Kristján Einar segir erfitt sjá hver hans næstu skref verði, hann hafi einhver plön fyrir framtíðina en fyrst þurfi hann að vinna úr áfallinu sem fylgir upplifun hans úr fangelsinu. „Eina sem ég veit er að ég kem út sem betri maður, eða ég ætla mér allavega. Nú tekur lífið bara við, áfram gakk,“ segir Kristján Einar að lokum.
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52 Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52
Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44