Verksmiðja eða gríðarstórt loftslagsverkefni? Þorsteinn Víglundsson skrifar 26. nóvember 2022 15:30 Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins. Umræðurnar á fundinum voru að mínu mati öllum gagnlegar og spurningarnar eðlilega margar. Mikilvægt er að hefja samtal við nærsamfélagið í Ölfusi og kynna verkefnið eins og það er statt svo íbúar geti myndað sér upplýsta skoðun. Í opinberri umræðu í kjölfarið þykir mér þó umræðan hafa farið nokkuð harkalega í eina átt og loftslagsþátturinn, meginforsenda verkefnisins, að miklu leyti gleymst. Minnkandi kolefnisspor byggingariðnaðar skiptir verulegu máli Það er ekkert leyndarmál að byggingariðnaðurinn er einn mesti losunarvaldur koltvísýrings í heiminum. Sementsframleiðsla ein og sér er talin valda 6-8% af koltvísýringslosuninni. Það er ekki hlaupið að því að hætta notkun sements enda er það í raun uppistaðan í gríðarmörgum mannvirkjum og enginn staðgengill í sjónmáli. Þess vegna verður að finna leiðir til að minnka kolefnisspor þess. En það er einmitt hér sem við verðum að skoða stöðu mála heildstætt í heiminum. Getur Ísland verið eyland í umheiminum? Umræðan um það hvort byggingar fái að rísa í Þorlákshöfn og hvort taka eigi efni úr námum snýst líka um það hvaða kröfur við getum gert um lífsgæði og efnahag án þess að bera ábyrgð sjálf og hvort Ísland geti verið eyland þegar kemur að því að gera hlutina á ábyrgan hátt. Nútímasamfélag krefst mikils hráefnis, eldsneytis til flutninga, málma í tækin sem við notum og byggingarefnis í þróun borga og samfélaga. Við okkur blasir spurningin hvort við ætlum að taka saman ábyrgð á því að gera þetta vel, hvort við ætlum að láta af hendi lífsgæði sem við erum farin að taka sem sjálfsögðum hlut eða hvort við ætlum að gefast upp gagnvart loftslagsvandanum. Sömu daga og fjallað var um íbúafundinn í fjölmiðlum í síðustu viku voru áberandi fréttir af neyðarköllum frá COP ráðstefnunni í Egyptalandi þar sem ríki heims voru grátbeðin um að draga úr losun með öllum tiltækum ráðum og fagaðilar úr ólíkum áttum tóku undir. Getum við með góðri samvisku úthýst námuvinnslu til þróunarríkja og byggt okkar samfélag án þess að vita hvaðan eða hvernig byggingarefnin koma? Getum við gert kröfu um að jöklum heimsins sé bjargað án þess að taka sjálf þátt í því verkefni? Með sama hætti og við njótum afraksturs af námuvinnslu eftir hráefnum til rafhlöðusmíði í rafmagnsbíla sem gera okkur kleift að ráðast í orkuskipti í samgöngum, getum við aðstoðað Evrópuríki við lækkun kolefnisspors í byggingariðnaði með mölun og útflutningi á móbergi hér á landi. Eitt stærsta loftslagsverkefni sem um getur á Íslandi Heidelberg Materials hefur tekið þessi mál mjög alvarlega og hyggst draga verulega úr kolefnisspori sínu. Þannig hyggst Heidelberg minnka það um 30% fyrir árið 2025 (miðað við árið 1990) og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Þessi markmið eru raunar til endurskoðunar með það að markmiði að draga enn hraðar úr losun. Verkefnið í Þorlákshöfn er mikilvægur liður í þessari viðleitni. Til samanburðar má nefna að eftir stækkun Carbfix verkefnisins, gríðarlega mikilvægs þróunarverkefnis sem getur haft mikil áhrif í náinni framtíð, mun lofthreinsistöð þess fanga 40.000 tonn af koltvísýringi á ári. Áætlað er að móbergsvinnslan í Þorlákshöfn muni minnka losun um allt að 1,3 milljónir tonna af koltvísýringi á ári sem samsvarar nær öllum bílaflota Íslendinga. Ekki hægt að líta fram hjá loftslagsþættinum meðan heimurinn kallar á aðgerðir Þessar spurningar eru auðvitað stærri en svo að þær snúist eingöngu um stærð einnar byggingar í Þorlákshöfn. Það breytir þó í engu mikilvægi þess að vel sé að verkefninu staðið í einu og öllu í Þorlákshöfn. Þar höfum við svo sannarlega metnað til að gera vel. Á endanum er það síðan auðvitað íbúa Ölfuss að ákveða hvers konar atvinnustarfsemi fer fram í sveitarfélaginu. Móbergsvinnslan í Þorlákshöfn er hins vegar eitt allra stærsta loftslagsverkefnið sem komist hefur á kortið á Íslandi, útilokað er að ræða málið í heild sinni með uppbyggilegum hætti nema sá þáttur sé hafður með í jöfnunni. Að lokum vil ég benda á kynningarvef verkefnisins á heidelberg.is þar sem finna má helstu upplýsingar um það og svör við algengum spurningum. Höfundur er forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Materials á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ölfus Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins. Umræðurnar á fundinum voru að mínu mati öllum gagnlegar og spurningarnar eðlilega margar. Mikilvægt er að hefja samtal við nærsamfélagið í Ölfusi og kynna verkefnið eins og það er statt svo íbúar geti myndað sér upplýsta skoðun. Í opinberri umræðu í kjölfarið þykir mér þó umræðan hafa farið nokkuð harkalega í eina átt og loftslagsþátturinn, meginforsenda verkefnisins, að miklu leyti gleymst. Minnkandi kolefnisspor byggingariðnaðar skiptir verulegu máli Það er ekkert leyndarmál að byggingariðnaðurinn er einn mesti losunarvaldur koltvísýrings í heiminum. Sementsframleiðsla ein og sér er talin valda 6-8% af koltvísýringslosuninni. Það er ekki hlaupið að því að hætta notkun sements enda er það í raun uppistaðan í gríðarmörgum mannvirkjum og enginn staðgengill í sjónmáli. Þess vegna verður að finna leiðir til að minnka kolefnisspor þess. En það er einmitt hér sem við verðum að skoða stöðu mála heildstætt í heiminum. Getur Ísland verið eyland í umheiminum? Umræðan um það hvort byggingar fái að rísa í Þorlákshöfn og hvort taka eigi efni úr námum snýst líka um það hvaða kröfur við getum gert um lífsgæði og efnahag án þess að bera ábyrgð sjálf og hvort Ísland geti verið eyland þegar kemur að því að gera hlutina á ábyrgan hátt. Nútímasamfélag krefst mikils hráefnis, eldsneytis til flutninga, málma í tækin sem við notum og byggingarefnis í þróun borga og samfélaga. Við okkur blasir spurningin hvort við ætlum að taka saman ábyrgð á því að gera þetta vel, hvort við ætlum að láta af hendi lífsgæði sem við erum farin að taka sem sjálfsögðum hlut eða hvort við ætlum að gefast upp gagnvart loftslagsvandanum. Sömu daga og fjallað var um íbúafundinn í fjölmiðlum í síðustu viku voru áberandi fréttir af neyðarköllum frá COP ráðstefnunni í Egyptalandi þar sem ríki heims voru grátbeðin um að draga úr losun með öllum tiltækum ráðum og fagaðilar úr ólíkum áttum tóku undir. Getum við með góðri samvisku úthýst námuvinnslu til þróunarríkja og byggt okkar samfélag án þess að vita hvaðan eða hvernig byggingarefnin koma? Getum við gert kröfu um að jöklum heimsins sé bjargað án þess að taka sjálf þátt í því verkefni? Með sama hætti og við njótum afraksturs af námuvinnslu eftir hráefnum til rafhlöðusmíði í rafmagnsbíla sem gera okkur kleift að ráðast í orkuskipti í samgöngum, getum við aðstoðað Evrópuríki við lækkun kolefnisspors í byggingariðnaði með mölun og útflutningi á móbergi hér á landi. Eitt stærsta loftslagsverkefni sem um getur á Íslandi Heidelberg Materials hefur tekið þessi mál mjög alvarlega og hyggst draga verulega úr kolefnisspori sínu. Þannig hyggst Heidelberg minnka það um 30% fyrir árið 2025 (miðað við árið 1990) og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Þessi markmið eru raunar til endurskoðunar með það að markmiði að draga enn hraðar úr losun. Verkefnið í Þorlákshöfn er mikilvægur liður í þessari viðleitni. Til samanburðar má nefna að eftir stækkun Carbfix verkefnisins, gríðarlega mikilvægs þróunarverkefnis sem getur haft mikil áhrif í náinni framtíð, mun lofthreinsistöð þess fanga 40.000 tonn af koltvísýringi á ári. Áætlað er að móbergsvinnslan í Þorlákshöfn muni minnka losun um allt að 1,3 milljónir tonna af koltvísýringi á ári sem samsvarar nær öllum bílaflota Íslendinga. Ekki hægt að líta fram hjá loftslagsþættinum meðan heimurinn kallar á aðgerðir Þessar spurningar eru auðvitað stærri en svo að þær snúist eingöngu um stærð einnar byggingar í Þorlákshöfn. Það breytir þó í engu mikilvægi þess að vel sé að verkefninu staðið í einu og öllu í Þorlákshöfn. Þar höfum við svo sannarlega metnað til að gera vel. Á endanum er það síðan auðvitað íbúa Ölfuss að ákveða hvers konar atvinnustarfsemi fer fram í sveitarfélaginu. Móbergsvinnslan í Þorlákshöfn er hins vegar eitt allra stærsta loftslagsverkefnið sem komist hefur á kortið á Íslandi, útilokað er að ræða málið í heild sinni með uppbyggilegum hætti nema sá þáttur sé hafður með í jöfnunni. Að lokum vil ég benda á kynningarvef verkefnisins á heidelberg.is þar sem finna má helstu upplýsingar um það og svör við algengum spurningum. Höfundur er forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Materials á Íslandi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun