Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 08:01 John Herdman, þjálfari kanadíska landsliðsins í knattspyrnu, hefði getað valið orð sín betur eftir tap liðsins gegn Belgum. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. Eftir tap 1-0 tap Kanada gegn Belgíu í F-riðli heimsmeistaramótsins síðastliðin miðvikudag valdi Herdman orð sín heldur óheppilega til að reyna að stappa stálinu í sína menn. „Ég sagði leikmönnunum að við ættum heima á þessu móti og að við ætlum okkur að mæta og r... Króötum,“ sagði Herdman eftir tapið. Hann hefur nú beðist afsökunar á orðavali sínu. Þessi ummæli Herdman fóru ekki sérlega vel í Zlatko Dalic, þjálfara Króata, og óskaði hann eftir því að sínu liði yrði sýnd virðing. „Hvernig hann setur þessi orð saman sýnir ekki virðingu,“ sagði Dalic, en hans menn fóru alla leið í úrslitaleik HM í Rússlandi árið 2018. „Við höfnuðum í öðru sæti á seinasta móti og við eigum skilið virðingu. Ég ætla samt ekki að einbeita mér að eða dvelja of lengi við ummæli annarra.“ „Við berum jafn mikla virðingu fyrir öllum öðrum og við búumst við því sama.“ Króatía og Kanada mætast í þriðja leik dagsins á HM klukkan 16:00 í dag og með sigri, og hagstæðum úrslitum úr leik Belga og Marokkó, eru Króatar komnir áfram í 16-liða úrslit. Kanadamenn þurfa hins vegar nauðsynlega að ná í að minnsta kosti stig til að halda vonum sínum á lífi. HM 2022 í Katar Króatía Kanada Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira
Eftir tap 1-0 tap Kanada gegn Belgíu í F-riðli heimsmeistaramótsins síðastliðin miðvikudag valdi Herdman orð sín heldur óheppilega til að reyna að stappa stálinu í sína menn. „Ég sagði leikmönnunum að við ættum heima á þessu móti og að við ætlum okkur að mæta og r... Króötum,“ sagði Herdman eftir tapið. Hann hefur nú beðist afsökunar á orðavali sínu. Þessi ummæli Herdman fóru ekki sérlega vel í Zlatko Dalic, þjálfara Króata, og óskaði hann eftir því að sínu liði yrði sýnd virðing. „Hvernig hann setur þessi orð saman sýnir ekki virðingu,“ sagði Dalic, en hans menn fóru alla leið í úrslitaleik HM í Rússlandi árið 2018. „Við höfnuðum í öðru sæti á seinasta móti og við eigum skilið virðingu. Ég ætla samt ekki að einbeita mér að eða dvelja of lengi við ummæli annarra.“ „Við berum jafn mikla virðingu fyrir öllum öðrum og við búumst við því sama.“ Króatía og Kanada mætast í þriðja leik dagsins á HM klukkan 16:00 í dag og með sigri, og hagstæðum úrslitum úr leik Belga og Marokkó, eru Króatar komnir áfram í 16-liða úrslit. Kanadamenn þurfa hins vegar nauðsynlega að ná í að minnsta kosti stig til að halda vonum sínum á lífi.
HM 2022 í Katar Króatía Kanada Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira