Landsliðsmarkvörðurinn Sandra um HM í Katar: „Þetta er högg í magann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2022 23:00 Sandra Sigurðardóttir telur að ákvörðun FIFA að halda HM karla í knattspyrnu í Katar gæti sameinað sérsambönd ákveðinna þjóða í afstöðu sinni gegn FIFA. Getty Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Hún segir það högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sé haldið í Katar. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við landsliðsmarkvörðurinn í Silfrinu um stöðu mála í Katar og alla umræðuna í kringum fyrirliðaböndin og þar fram eftir götunum. „Hún er verulega heit, svolítið er eldfim en samt sem áður þörf. Það þarf að ræða þetta. Það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði hin margreynda Sandra. Hún á að baki 48 landsleiki fyrir Íslands hönd og varði mark liðsins á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Landsliðsmarkvörðurinn segist mjög vonsvikin með Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og hvernig það starfar. „Í fyrsta lagi að taka þessa ákvörðun fyrir 12 árum eða svo að mótið sé haldið þarna. Og sé að setja stopp á ákveðna baráttu hjá fólki í heiminum, íþróttum og almennt.“ Samkynhneigð er bönnuð í Katar og leikmenn landsliðanna sem nú taka þátt á HM hefur verið bannað að gagnrýna þá afstöðu eða yfirhöfuð tjá sig um málefni minni hluta hópa í landinu. „Leikmenn á mótinu eru ósáttir“ „Þetta er högg í magann, fyrir þessa baráttu, að þetta sé gert svona. Að það sé verið að banna þessi í rauninni litlu atriði en samt svo stór fyrir þessa baráttu út af því það eru allir reiðir og maður sér það. Leikmenn á mótinu eru ósáttir, en eru rosa mikið að vanda sig að segja ekki neitt svo þeim sé ekki refsað,“ sagði Sandra Sigurðardóttir að endingu aðspurð hvort um væri að ræða bakslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og mannréttindabaráttu almennt. „Ég held að í framhaldinu verði þetta til þess að baráttan verði sterkari og það veðri teknar stærri ákvarðanir hjá samböndunum í hverju landi fyrir sig og það myndist ákveðin samstaða á móti FIFA og öðrum yfirvöldum sem hafa peninga á milli handanna til að stjórna,“ bætti hún við að endingu. Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Hinsegin Mannréttindi Katar Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við landsliðsmarkvörðurinn í Silfrinu um stöðu mála í Katar og alla umræðuna í kringum fyrirliðaböndin og þar fram eftir götunum. „Hún er verulega heit, svolítið er eldfim en samt sem áður þörf. Það þarf að ræða þetta. Það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði hin margreynda Sandra. Hún á að baki 48 landsleiki fyrir Íslands hönd og varði mark liðsins á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Landsliðsmarkvörðurinn segist mjög vonsvikin með Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og hvernig það starfar. „Í fyrsta lagi að taka þessa ákvörðun fyrir 12 árum eða svo að mótið sé haldið þarna. Og sé að setja stopp á ákveðna baráttu hjá fólki í heiminum, íþróttum og almennt.“ Samkynhneigð er bönnuð í Katar og leikmenn landsliðanna sem nú taka þátt á HM hefur verið bannað að gagnrýna þá afstöðu eða yfirhöfuð tjá sig um málefni minni hluta hópa í landinu. „Leikmenn á mótinu eru ósáttir“ „Þetta er högg í magann, fyrir þessa baráttu, að þetta sé gert svona. Að það sé verið að banna þessi í rauninni litlu atriði en samt svo stór fyrir þessa baráttu út af því það eru allir reiðir og maður sér það. Leikmenn á mótinu eru ósáttir, en eru rosa mikið að vanda sig að segja ekki neitt svo þeim sé ekki refsað,“ sagði Sandra Sigurðardóttir að endingu aðspurð hvort um væri að ræða bakslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og mannréttindabaráttu almennt. „Ég held að í framhaldinu verði þetta til þess að baráttan verði sterkari og það veðri teknar stærri ákvarðanir hjá samböndunum í hverju landi fyrir sig og það myndist ákveðin samstaða á móti FIFA og öðrum yfirvöldum sem hafa peninga á milli handanna til að stjórna,“ bætti hún við að endingu.
Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Hinsegin Mannréttindi Katar Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira