Sjáðu hópslagsmálin þegar allt sauð upp úr í leik Zenit og Spartak Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2022 07:01 Erfitt er að sjá hvað orsakaði hópslagsmálin. Á myndinni má sjá Quincy Promes [til vinstri] og Shamar Nicholson [til hægri] ásamt dómara leiksins og þeim Wilmar Barrios, og Rodrigo. Mike Kireev/Getty Images Zenit St. Pétursborg og Spartak Moskva áttust við í rússneska bikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að það sauð allt upp úr í leiknum og á endanum fengu sex leikmenn rautt spjald eftir hópslagsmál undir lok leiks. Þá höfðu alls tíu gul spjöld farið á loft í venjulegum leiktíma. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu fékk rússneska landsliðið ekki tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fótbolta sem fer nú fram í Katar. Þar sem Rússland er ekki í Katar þá er engin ástæða til að spila ekki í Rússlandi, sama hvort um er að ræða deildarleiki eða bikarleiki. Í gær mættust tvö bestu lið landsins, Zenit og Spartak, í B-riðli bikarkeppninnar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað knattspyrnulega séð en aðdáendur UFC og hnefaleika fengu eitthvað fyrir peninginn undir lok leiks. Það má svo sannarlega að segja að baráttuandi beggja liða hafi verið til staðar. Fyrri hálfleikur var heldur betur leiðinlegur en virtist þó sem bæði lið hafi ákveðið að láta finna betur fyrir sér í síðari hálfleik. Gestirnir í Spartak virtust heldur tilbúnari og fengu fjögur gul spjöld áður en heimaliðið nældi í sitt fyrsta. Gula spjaldið fór tíu sinnum á loft.Mike Kireev/Getty Images Byrjunarlið Zenit var skipað sex Brasilíumönnum, fjórum Rússum og einum Kólumbíumanni. Virtist sem heimamenn væru að einbeita sér að fótboltanum á meðan Spartak, þar sem byrjunarliðið var skipað níu Rússum ásamt einum Hollendingi og einum Pólverja virtist halda að fjöldi gulra spjalda gæti tryggt þeim sigur. Þegar 90 mínútur voru liðnar hafði heimaliðið nælt sér í fjögur gul spjöld á meðan gestirnir höfðu fengið sex og unnu því keppnina um fjölda gul spjöld. Staðan var hins vegar enn markalaus og virtist það fara illa í mannskapinn. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr og leikmönnum beggja liða lenti saman. Á endanum ákvað dómarinn að reka sex leikmenn af velli, þrjá úr hvoru liði. Wilmar Barrios, Rodrigo og Malcom fengu rautt í liði Zenit á meðan Shamar Nicholson, Aleksandr Selikhov og Alexander Sobolev fengu rautt í liði Spartak. Things got a little bit tasty in the Zenit vs Spartak clash today pic.twitter.com/GUGXde467e— The Sun Football (@TheSunFootball) November 27, 2022 Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Zenit vann eftir vítaspyrnukeppni. Það hafði þó engin áhrif á stöðu liðanna í B-riðli bikarkeppninnar. Spartak vinnur riðilinn og fer áfram á meðan Zenit fer í umspil þar sem liðið endaði í 3. sæti af fjórum liðum. Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sjá meira
Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu fékk rússneska landsliðið ekki tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fótbolta sem fer nú fram í Katar. Þar sem Rússland er ekki í Katar þá er engin ástæða til að spila ekki í Rússlandi, sama hvort um er að ræða deildarleiki eða bikarleiki. Í gær mættust tvö bestu lið landsins, Zenit og Spartak, í B-riðli bikarkeppninnar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað knattspyrnulega séð en aðdáendur UFC og hnefaleika fengu eitthvað fyrir peninginn undir lok leiks. Það má svo sannarlega að segja að baráttuandi beggja liða hafi verið til staðar. Fyrri hálfleikur var heldur betur leiðinlegur en virtist þó sem bæði lið hafi ákveðið að láta finna betur fyrir sér í síðari hálfleik. Gestirnir í Spartak virtust heldur tilbúnari og fengu fjögur gul spjöld áður en heimaliðið nældi í sitt fyrsta. Gula spjaldið fór tíu sinnum á loft.Mike Kireev/Getty Images Byrjunarlið Zenit var skipað sex Brasilíumönnum, fjórum Rússum og einum Kólumbíumanni. Virtist sem heimamenn væru að einbeita sér að fótboltanum á meðan Spartak, þar sem byrjunarliðið var skipað níu Rússum ásamt einum Hollendingi og einum Pólverja virtist halda að fjöldi gulra spjalda gæti tryggt þeim sigur. Þegar 90 mínútur voru liðnar hafði heimaliðið nælt sér í fjögur gul spjöld á meðan gestirnir höfðu fengið sex og unnu því keppnina um fjölda gul spjöld. Staðan var hins vegar enn markalaus og virtist það fara illa í mannskapinn. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr og leikmönnum beggja liða lenti saman. Á endanum ákvað dómarinn að reka sex leikmenn af velli, þrjá úr hvoru liði. Wilmar Barrios, Rodrigo og Malcom fengu rautt í liði Zenit á meðan Shamar Nicholson, Aleksandr Selikhov og Alexander Sobolev fengu rautt í liði Spartak. Things got a little bit tasty in the Zenit vs Spartak clash today pic.twitter.com/GUGXde467e— The Sun Football (@TheSunFootball) November 27, 2022 Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Zenit vann eftir vítaspyrnukeppni. Það hafði þó engin áhrif á stöðu liðanna í B-riðli bikarkeppninnar. Spartak vinnur riðilinn og fer áfram á meðan Zenit fer í umspil þar sem liðið endaði í 3. sæti af fjórum liðum.
Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sjá meira