Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. nóvember 2022 15:00 María Ángeles Muñoz, borgarstjóri í Marbella, ásamt Juanma Moreno, forseta héraðsstjórnarinnar í Andalúsíu. Joaquin Corchero/Getty Images Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins. María Ángeles Muñoz hefur verið borgarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar í 15 ár, frá árinu 2007. Hún er líka þingmaður og á meðal helstu áhrifamanna í Lýðflokknum, stærsta flokki hægri vængs spænskra stjórnmála, en margt bendir til þess að nú fjari hratt undan Maríu. Eiginmaður og stjúpsonur ákærðir fyrir eiturlyfjasmygl Eiginmaður hennar, hinn áttræði sænski kaupsýslumaður Lars Gunnar Broberg, hefur verið ákærður fyrir aðild að umfangsmiklu eiturlyfjasmygli, aðallega hassi frá Marokkó til Svíþjóðar og annarra ríkja Norðurlanda. Sonur hans, hinn tæplega fimmtugi Joakim Broberg er einnig ákærður fyrir eiturlyfasmyglið og fyrir að nota nokkur af þeim 19 fyrirtækjum sem hann á, til peningaþvættis. Þeir voru báðir handteknir í fyrra, reyndar þurfti að framselja soninn frá Brasilíu og hafa nú báðir verið ákærðir. Joakim er talinn einn af höfuðpaurum hinnar svokölluðu sænsku mafíu, ein margra glæpasamtaka sem eru umsvifamikil á Marbella, sem er eins og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í glæpum, en þar er vitað um 113 skipulögð glæpasamtök af 60 þjóðernum. Rannsóknin hefur staðið í nokkur ár Grunur vaknaði um að málið væri stærra og meira en bara eiturlyfjasmygl sem er nánast hversdagskostur í Marbella, þegar lögreglan hleraði síma Joakims fyrir 3 árum, þá státaði hann af því í síma við vitorðsmenn sína að fjölskylda hans og flokkurinn þeirra ætti í raun alla andskotans Andalúsíu, eins og hann orðaði það. Lögreglan hóf þá ítarlega rannsókn á umsvifum feðganna og niðurstaðan er sem fyrr segir ákæra í mörgum liðum fyrir margvísleg alvarleg afbrot. Borgarstjóri viðriðinn spillingu Spænska dagblaðið El Diario komst fyrir skemmstu yfir tölvupósta borgarstjórans og þar eru sterkar vísbendingar um að hún hafi um langt árabil hyglað feðgunum og glæpafélögum þeirra þegar kom að úthlutun opinberra framkvæmda. Ángeles Muñoz spilar þessa dagana nauðvörn þess sem hefur vondan málstað að verja, það er að segja, hún svarar ekki fyrir það sem þar kemur fram, heldur reynir að skjóta sendiboðann og hótar dagblaðinu öllu illu ef það lætur ekki af þessum fréttaflutningi. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
María Ángeles Muñoz hefur verið borgarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar í 15 ár, frá árinu 2007. Hún er líka þingmaður og á meðal helstu áhrifamanna í Lýðflokknum, stærsta flokki hægri vængs spænskra stjórnmála, en margt bendir til þess að nú fjari hratt undan Maríu. Eiginmaður og stjúpsonur ákærðir fyrir eiturlyfjasmygl Eiginmaður hennar, hinn áttræði sænski kaupsýslumaður Lars Gunnar Broberg, hefur verið ákærður fyrir aðild að umfangsmiklu eiturlyfjasmygli, aðallega hassi frá Marokkó til Svíþjóðar og annarra ríkja Norðurlanda. Sonur hans, hinn tæplega fimmtugi Joakim Broberg er einnig ákærður fyrir eiturlyfasmyglið og fyrir að nota nokkur af þeim 19 fyrirtækjum sem hann á, til peningaþvættis. Þeir voru báðir handteknir í fyrra, reyndar þurfti að framselja soninn frá Brasilíu og hafa nú báðir verið ákærðir. Joakim er talinn einn af höfuðpaurum hinnar svokölluðu sænsku mafíu, ein margra glæpasamtaka sem eru umsvifamikil á Marbella, sem er eins og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í glæpum, en þar er vitað um 113 skipulögð glæpasamtök af 60 þjóðernum. Rannsóknin hefur staðið í nokkur ár Grunur vaknaði um að málið væri stærra og meira en bara eiturlyfjasmygl sem er nánast hversdagskostur í Marbella, þegar lögreglan hleraði síma Joakims fyrir 3 árum, þá státaði hann af því í síma við vitorðsmenn sína að fjölskylda hans og flokkurinn þeirra ætti í raun alla andskotans Andalúsíu, eins og hann orðaði það. Lögreglan hóf þá ítarlega rannsókn á umsvifum feðganna og niðurstaðan er sem fyrr segir ákæra í mörgum liðum fyrir margvísleg alvarleg afbrot. Borgarstjóri viðriðinn spillingu Spænska dagblaðið El Diario komst fyrir skemmstu yfir tölvupósta borgarstjórans og þar eru sterkar vísbendingar um að hún hafi um langt árabil hyglað feðgunum og glæpafélögum þeirra þegar kom að úthlutun opinberra framkvæmda. Ángeles Muñoz spilar þessa dagana nauðvörn þess sem hefur vondan málstað að verja, það er að segja, hún svarar ekki fyrir það sem þar kemur fram, heldur reynir að skjóta sendiboðann og hótar dagblaðinu öllu illu ef það lætur ekki af þessum fréttaflutningi.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira