Heyrði öskrin í næsta herbergi og sá marblettina á mömmu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 15:31 Emma sagði frá reynslu af því að búa við ofbeldi í nánu sambandi. Stöð 2 „Ég heyrði mjög oft í pabba mínum að öskra, oftast á mömmu. Herbergið mitt var við hliðina á þeirra. Ég heyrði pabba oft öskra og mömmu biðja hann að hætta.“ Svona er lýsing Emmu Baldvinsdóttur, átján ára stúlku sem þurfti að dvelja í Kvennaathvarfinu með móður og bróður þegar hún var barn. Blaðamaður settist niður með Emmu á dögunum og fékk að heyra hennar reynslu af því að búa við heimilisofbeldi. Viðtalið birtist í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. „Ég sá mjög oft marbletti á mömmu minni en alltaf þegar ég spurði hana út í það, þá sagði hún bara: Ég datt niður stigann. Ég rakst í vegginn. Ég var ekki alveg að ná að taka utan um að þetta væri raunveruleikinn,“ útskýrir Emma. „Þetta var eitthvað sem ég var búin að vera að hugsa út í, en að það væri að gerast var nánast ómögulegt.“ Einlæga frásögn Emmu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hélt upp á tólf ára afmælið í Kvennaathvarfinu Héldu að þau væru að fara til útlanda „Ég fór í Kvennaathvarfið þegar ég var að verða tólf ára.“ Emma man enn eftir þessum degi, en frænka hennar vakti hana um morguninn í stað foreldranna. Systkinin fóru svo til frænkunnar eftir skóla og var svo ekið heim þar sem þau biðu eftir móður sinni. Börnin skildu ekki hvað væri að gerast og áttuðu sig ekki á því hvaða atburðarrás væri farin af stað. „Ég og bróðir minn vorum að reyna að giska hvað þetta gæti verið og við giskuðum á að við værum að fara til útlanda.“ Þegar móðir þeirra kom heim þá sagði hún þeim frá heimilisofbeldi sem hafði verið að eiga sér stað á heimili þeirra. Þessa nótt hafði móðir þeirra orðið fyrir ofbeldi og lögregla var kölluð til. Emma segir að það hafi tekið tíma að venjast þessum breytta veruleika. „Ég var búin að missa pabba minn og komin með nýtt heimili.“ Lífið sprengt í loft upp Hún lýsir þessu eins og að lífið hennar hefði sprungið í loft upp. „Allt í einu var pabbi minn ekki að fara að vera í lífi mínu.“ Emma segir að í Kvennaathvarfinu hafi hún lært að lífið getur verið svo miklu betra þegar þú býrð ekki lengur við heimilisofbeldi. „Þetta er foreldri þitt sem er að gera alla þessa hluti. Það er svo erfitt að fatta að einhver sem þú elskar og þú hélst að elskaði þig, getur gert svona.“ Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Söfnunarþáttinn má finna á Stöð 2+ og hér á Vísi og söfnunarnúmerin eru enn opin. Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700 Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01 „Þær taka valdið aftur í sínar hendur“ Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 19. nóvember 2022 08:01 Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Svona er lýsing Emmu Baldvinsdóttur, átján ára stúlku sem þurfti að dvelja í Kvennaathvarfinu með móður og bróður þegar hún var barn. Blaðamaður settist niður með Emmu á dögunum og fékk að heyra hennar reynslu af því að búa við heimilisofbeldi. Viðtalið birtist í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. „Ég sá mjög oft marbletti á mömmu minni en alltaf þegar ég spurði hana út í það, þá sagði hún bara: Ég datt niður stigann. Ég rakst í vegginn. Ég var ekki alveg að ná að taka utan um að þetta væri raunveruleikinn,“ útskýrir Emma. „Þetta var eitthvað sem ég var búin að vera að hugsa út í, en að það væri að gerast var nánast ómögulegt.“ Einlæga frásögn Emmu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hélt upp á tólf ára afmælið í Kvennaathvarfinu Héldu að þau væru að fara til útlanda „Ég fór í Kvennaathvarfið þegar ég var að verða tólf ára.“ Emma man enn eftir þessum degi, en frænka hennar vakti hana um morguninn í stað foreldranna. Systkinin fóru svo til frænkunnar eftir skóla og var svo ekið heim þar sem þau biðu eftir móður sinni. Börnin skildu ekki hvað væri að gerast og áttuðu sig ekki á því hvaða atburðarrás væri farin af stað. „Ég og bróðir minn vorum að reyna að giska hvað þetta gæti verið og við giskuðum á að við værum að fara til útlanda.“ Þegar móðir þeirra kom heim þá sagði hún þeim frá heimilisofbeldi sem hafði verið að eiga sér stað á heimili þeirra. Þessa nótt hafði móðir þeirra orðið fyrir ofbeldi og lögregla var kölluð til. Emma segir að það hafi tekið tíma að venjast þessum breytta veruleika. „Ég var búin að missa pabba minn og komin með nýtt heimili.“ Lífið sprengt í loft upp Hún lýsir þessu eins og að lífið hennar hefði sprungið í loft upp. „Allt í einu var pabbi minn ekki að fara að vera í lífi mínu.“ Emma segir að í Kvennaathvarfinu hafi hún lært að lífið getur verið svo miklu betra þegar þú býrð ekki lengur við heimilisofbeldi. „Þetta er foreldri þitt sem er að gera alla þessa hluti. Það er svo erfitt að fatta að einhver sem þú elskar og þú hélst að elskaði þig, getur gert svona.“ Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Söfnunarþáttinn má finna á Stöð 2+ og hér á Vísi og söfnunarnúmerin eru enn opin. Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01 „Þær taka valdið aftur í sínar hendur“ Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 19. nóvember 2022 08:01 Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01
„Þær taka valdið aftur í sínar hendur“ Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 19. nóvember 2022 08:01
Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög