Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2022 15:29 Þetta er lax. Getty Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Ágreiningurinn laut sem fyrr segir að veiðirétti í Sandá. Íslenska ríkið er eigandi jarðarinnar Skriðufells í Gnúpverjahreppi. Liggur land jarðarinnar að Sandá. Síminn, þá Landsíminn, eignaðist 60 hektara landspildu úr jörðinni Skriðufelli árið 1999. Liggur land þeirrar landspildu einnig að Sandá. Byggðu á fornri reglu Vildi Síminn meina að réttur fyrirtækisins til veiði í Sandá byggði á þeirri fornu reglu í íslenskum rétti að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eða fyrir því landi. Þá taldi Síminn að enginn búskapur hafi verið á jörðinni þegar jörðin var afhent. Þetta skiptir máli þar sem málið snerist í raun um hvort að bannregla við aðskilnað veiðiréttar frá bújörðum samkvæmt þágildandi lögum hafi verið í gildi eða ekki. Er þar um að ræða þágildandi lög um lax og silungsveiði þar sem meðal annars var kveðið á um að um að ekki mætti skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Síminn vildi meina að umrædd regla hafi ekki verið í gildi, þar sem jörðin hafi ekki verið bújörð þegar fyrirtækið fékk hana afhenta. Síminn taldi sig eiga veiðirétt í Sandá.Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið taldi hins vegar að jörðin hafi verið bújörð, ekki síst vegna þess að þar stundaði Skógræktin skógrækt, sem teldist ótvírætt til landbúnaðar. Því hafi umrædd bannregla verið í gildi þegar Síminn fékk jörðina afhenta. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar geri jörðina að bújörð Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í að tilgangurinn með umræddu banni hafi frá upphafi verið sá að sporna við því að landkostir jarða í landbúnaðarnotum skertust Vilji löggjafans hafi verið skýr um að heppilegast væri að veiðin fylgdi öðrum landsnytjum og að sá sem stundaði búskap á jörðinni og hefði önnur landnot hennar nyti veiðinnar einnig. Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Skógræktin hafi verið með umfangsmikinn búrekstur í formi skógræktar þegar Síminn eignaðist landspilduna. Því hafi umrætt bannregla verið í gildi og óheimilt að skilja veiðirétt í Sandá frá jörðinni Skriðufelli. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Símans. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dómsmál Síminn Lax Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Tengdar fréttir 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Ágreiningurinn laut sem fyrr segir að veiðirétti í Sandá. Íslenska ríkið er eigandi jarðarinnar Skriðufells í Gnúpverjahreppi. Liggur land jarðarinnar að Sandá. Síminn, þá Landsíminn, eignaðist 60 hektara landspildu úr jörðinni Skriðufelli árið 1999. Liggur land þeirrar landspildu einnig að Sandá. Byggðu á fornri reglu Vildi Síminn meina að réttur fyrirtækisins til veiði í Sandá byggði á þeirri fornu reglu í íslenskum rétti að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eða fyrir því landi. Þá taldi Síminn að enginn búskapur hafi verið á jörðinni þegar jörðin var afhent. Þetta skiptir máli þar sem málið snerist í raun um hvort að bannregla við aðskilnað veiðiréttar frá bújörðum samkvæmt þágildandi lögum hafi verið í gildi eða ekki. Er þar um að ræða þágildandi lög um lax og silungsveiði þar sem meðal annars var kveðið á um að um að ekki mætti skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Síminn vildi meina að umrædd regla hafi ekki verið í gildi, þar sem jörðin hafi ekki verið bújörð þegar fyrirtækið fékk hana afhenta. Síminn taldi sig eiga veiðirétt í Sandá.Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið taldi hins vegar að jörðin hafi verið bújörð, ekki síst vegna þess að þar stundaði Skógræktin skógrækt, sem teldist ótvírætt til landbúnaðar. Því hafi umrædd bannregla verið í gildi þegar Síminn fékk jörðina afhenta. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar geri jörðina að bújörð Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í að tilgangurinn með umræddu banni hafi frá upphafi verið sá að sporna við því að landkostir jarða í landbúnaðarnotum skertust Vilji löggjafans hafi verið skýr um að heppilegast væri að veiðin fylgdi öðrum landsnytjum og að sá sem stundaði búskap á jörðinni og hefði önnur landnot hennar nyti veiðinnar einnig. Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Skógræktin hafi verið með umfangsmikinn búrekstur í formi skógræktar þegar Síminn eignaðist landspilduna. Því hafi umrætt bannregla verið í gildi og óheimilt að skilja veiðirétt í Sandá frá jörðinni Skriðufelli. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Símans.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dómsmál Síminn Lax Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Tengdar fréttir 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40