Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.
Í samtali við Fréttablaðið segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að átta sig betur á því hvað leiddi til þess að hópur manna réðst inn á Bankastræti club og stakk þrjá menn ítrekað.
Í samtali við Vísi í dag sagði Margeir lögreglu telja sig hafa komið í veg fyrir frekari átök milli hópa tengdum árásinni um helgina. Þrír voru handteknir grunaðir um að hafa reynt að framfylgja hótunum sem gengið hafa á milli hópa tengdum árásinni, að því er segir í frétt Fréttablaðsins.