Þegar Alþingi og Hafrannsóknastofnun ákváðu að leyfa „spjöll“ á tíu þúsund ára gömlum laxastofnum Jón Kaldal skrifar 29. nóvember 2022 12:00 Eðlilega vakti athygli á dögunum þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra neyddist til að leiðrétta svar sem hún gaf á Alþingi vegna þess að hún hafði fengið rangar upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun um stöðu erfðablöndunar eldislax við villta laxastofna. Í svari ráðherra var vitnað til Hafrannsóknastofnunar og fullyrt að slík blöndun hefði „ekki verið staðfest.“ Ekki þurfti mikla þekkingu á málaflokknum til að átta sig á að þarna var á ferðinni einhver furðulegur brestur í samskiptum Hafrannsóknastofnunnar við ráðherra. Erfðablöndun eldislax við villtan lax hefur hefur margsinnis verið staðfest í rannsóknum víða um heim. Þar á meðal í Noregi, þar sem um 67 prósent villtra stofna bera með sér merki erfðablöndunar, og líka í íslenskum rannsóknum, sem einmitt sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa gert. Hvað var þarna í gangi? Hvernig gat það gerst að ráðherra fékk þetta dellusvar frá starfsmanni Hafrannsóknastofnunar? Mikilvægar spurningar Þetta eru mikilvægar spurningar því þær varpa kastljósinu á svokallað „Áhættumat mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi“, sem sérfræðingar Hafrannsóknastofnunnar eru höfundar að. Þetta áhættumat er lykilgagn þegar ákveða skal hvort, og þá hversu mikið, sjókvíaeldi á laxi er í íslenskum fjörðum. Notkun áhættumatsins var lögfest á Alþingi í júní 2019. Í lagatextanum er markmið áhættumatsins sagt vera að „koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum“. Takið eftir orðalaginu: „nytjastofnar“. Með þessu orði ákvað Alþingi í raun að fórna á altari sjókvíaeldisins villtum laxastofnum sem eiga sér um tíu þúsund ára þróunarsögu í ám á Vestfjörðum og víðar um Ísland. Ástæðan er sú að hugtakið nytjastofnar virðist ekki ná yfir allan villtan lax sem á óðul í vatnsföllum á Íslandi, heldur einungis lax í ám sem landeigendur hafa stofnað um veiðifélög. 338-faldur íslenski villti laxastofninn Fyrir helgi kom fram að sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax getur ekki gert grein fyrir hvað varð um 82 þúsund eldislaxa sem hurfu úr sjókví í Arnarfirði. Til að setja þessa tölu í samhengi þá telur allur villti íslenski laxastofninni 50.000 til 60.000 fiska. Eldislaxarnir sem Arnarlax týndi komu úr einni sjókví sem í voru settir upprunaleg um 132.000 fiskar, að sögn fyrirtækisins. Alls eru nú í sjókvíum við Ísland 18,6 milljón eldislaxar, samkvæmt Matvælastofnun. Það er um 338-faldur íslenski villti laxastofninn. Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum. Auðvitað er það augljós galli á lögunum um fiskeldi að þar vantar skýra vernd fyrir minni villta laxastofna. Þeir eiga sinn sjálfstæða rétt í náttúru Íslands. Þá vörn gætu þeir hins vegar mögulega sótt að hluta í áhættumatið sem bíður einmitt endurskoðunar hjá Hafrannsóknastofnun eigi síðar en á næsta ári. Og þá komum við aftur að furðulegri upplýsingagjöf óþekkta fulltrúa Hafrannsóknastofnunar til matvælaráðherra. Þeim hinum sama og sagði að erfðablöndun hefði „ekki verið staðfest“ og var þá líklega vísvitandi að tala eingöngu um ár með „nytjastofnum“ og hélt þannig hálfri sögunni leyndri fyrir ráðherra. Er verulegt áhyggjuefni ef þau sjónarmið ráða för við endurskoðun matsins. Af þessu tilefni ákváðum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund iwf.is) að senda í síðustu viku erindið hér fyrir neðan til fulltrúa Hafrannsóknastofnunar, Móttakendur eru Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatns- og eldissviðs, og Ragnar Jóhannsson, rannsóknastjóri ferskvatns- og eldissviðs og einn höfunda áhættumatsins. Við hjá IWF viljum deila erindinu með lesendum Vísis í þeirri von að í framhaldinu berist svör sem hjálpi áhugasömum að glöggva sig á málinu. Til hægðarauka eru í textanum millifyrirsagnir sem ekki er að finna í skeytinu til Guðna og Ragnars. Erindið til Hafrannsóknastofnunar Fyrsta spurning er um tilgang áhættumatsins. Orðalagið í forsendum þess er á reiki. Hvort er ætlun þess „að tryggja að framleiðsla úr íslensku laxeldi hafi ekki neikvæð áhrif á villta stofna,“ eða er markmið þess að „ásættanleg innblöndun“ eldislaxa í „náttúrulegar laxveiðiár“ fari ekki yfir tiltekin mörk? Í forsendum áhættumatsins kemur þetta fram: „Árlega mun vöktun segja til um hversu mikið eldi er ásættanlegt að stunda án þess að náttúrulegir laxastofnar skaðist.“ Þarna er enginn fyrirvari um hvaða villtir laxastofna er ásættanlegt að skaðist vegna erfðablöndunar. Heimkynni þeirra geta verið í þekktum laxveiðiám jafnt sem í öðrum vatnsföllum. En annars staðar í texta áhættumatsins er orðalagið „laxveiðiár“ notað nokkrum sinnum. Í lögum um fiskeldi (staðfest á Alþingi 2019) er svo markmið áhættumatsins sagt vera að „koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum“. Hver er skilgreiningin á „villtum nytjastofnum“? Samandregið: Eru allir villtir íslenskir laxastofnar undir í matinu, eða aðeins þeir sem eiga heimkynni sín í laxveiðiám sem um hafa verið stofnuð veiðifélög lögum samkvæmt? Telja höfundar áhættumatsins ásættanlegt að villtir laxastofnar, sem ekki teljast nytjastofnar, verði fyrir „spjöllum“ vegna erfðablöndunar við eldislax? Þetta leiðir að næstu spurningum: a) Hvaða ár liggja til grundvallar áhættumatinu? b) Á hvaða hvaða forsendum hvílir val viðkomandi vatnsfalla? c) Munu ný vatnsföll bætast við endurskoðun núverandi áhættumats? Og ef svo er, þá hver? Skýrsla óháðrar nefndar Kristjáns Þórs Júlíussonar Þetta eru lykilspurningar sem fleiri en við hjá IWF höfum velt fyrir okkur. Meðal annars óháða sérfræðinganefndin sem skipuð var af Kristjáni Þór Júlíussyni, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en í skýrslu hennar frá árinu 2020 er að finna þessar ábendingar: „a.m.k. einhverjar þessara smærri lækja og áa gætu verið hluti af stærri yfirstofni (hópi stofna), annað hvort einar og sér eða með öðrum stærri ám. Nefndin hefur ekki upplýsingar um fjölda áa sem falla í þennan flokk á Íslandi, né heldur hvar þær eru (í tengslum við firði þar sem fiskeldi er stundað) eða hvaða aðstæður gilda um þessa stofna. Þannig gæti þessi annmarki verið einungis fræðilegur, eða hann gæti mögulega verið áhyggjuefni. - Í grundvallaratriðum er tiltölulega einfalt mál að taka slíkar ár inn í líkanið og nefndin bendir á að það gæti skipt máli að taka inn einhverjar af ánum í þessum flokki.“ „Ennfremur þarf að huga vandlega að 04%, 4-10% og >10% viðmiðunarmörkunum, sem fengin eru frá Noregi, í ljósi þess að eldislax sem alinn er á Íslandi er norskur að uppruna og þess vegna hugsanlega meiri ógn við innlenda stofna eftir innblöndun. Afleiðingin af þessu er að á tilteknum árum kann tíðni strokufisks í á skyndilega hækka t.d. úr 3%, sem er í flokknum lítil áhrif, upp í 12%, sem er í flokknum mikil áhrif.“ „...hin völdu markgildi gætu verið, eða ættu e.t.v. að vera, jafnvel varfærnislegri, þar sem laxastofninn sem notaður er á Íslandi er af norskum uppruna og er þar með frábrugðinn, bæði vegna eldisáhrifanna og þróunarsögu. Nefndin leggur til að Hafrannsóknastofnun íhugi þetta atriði gaumgæfilega í framtíðarútgáfum líkansins. - Einnig er mögulegt að höfundar ættu að íhuga að nota lægri viðmiðunarmörk fyrir minni stofna en stærri stofna. Ástæða þess, eins og segir annars staðar í skýrslu okkar, er að fyrirliggjandi vísindaleg gögn benda til þess að litlir og dreifðir stofnar séu hlutfallslega viðkvæmari fyrir innblöndun en stærri og þéttari stofnar.“ Samkvæmt lesskilningi okkar hjá IWF er nefndin þarna ekki síst að vísa til minni villtra stofna innan núverandi eldissvæða á Vestfjörðum og Austfjörðum. Hver er skilningur sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar, höfunda áhættumatsins, á þessum ábendingum óháðu sérfræðinganefndarinnar? Og hvernig verður tekið tillit til þeirra við útgáfu endurskoðaðs áhættumats? Áhættumat annarra þátta Við hjá IWF höfum ítrekað sent inn athugasemdir, við auglýst fyrirhuguð rekstrar- og starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi á laxi, þess efnis að taka þurfi upp áhættumat vegna annarra þátt en erfðablöndun við villtan lax. Bæði vegna lúsasmits (laxa- og fiskilús) og vegna áhrifa sjókvíaeldis á villta nytjastofna. Aftur eru þetta atriði sem sérfræðinefndin gerir líka að umtalsefni í sinni rýni: „Einnig þarf að huga vel að vörnum gagnvart laxalús og að hún valdi ekki skaða í eldinu og náttúrulegum stofnum nærri eldissvæðum.“ „Í íslenskum fjörðum á sér einnig stað hrygning nytjastofna og seiðauppeldi. Rannsaka þarf og vakta áhrif eldis á þessa þætti sem og á aðra nytjastofna eins og rækju.“ „Aðrir þættir geta jafnframt takmarkað umfang eldsins eins og endurskoðað burðarþol, óæskileg áhrif laxalúsar, stærð heppilegra eldissvæða og ef vart verður við óæskileg áhrif á hrygningu eða uppeldi nytjastofna sjávar (þorskur, ýsa, rækja og fleiri tegundir).“ Hvernig hyggst Hafrannsóknastofnun bregðast við þessum ábendingum? Deilir stofnunin áhyggjum yfir skorti á áhættumati á þessum áhrifum sjókvíaeldis á laxi á umhverfið og lífríkið? Og ef svo er, hyggst hún vinna áhættumat á öðrum áhrifum áður en lengra er haldið við útgáfu leyfa fyrir auknu sjókvíaeldi? Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Eðlilega vakti athygli á dögunum þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra neyddist til að leiðrétta svar sem hún gaf á Alþingi vegna þess að hún hafði fengið rangar upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun um stöðu erfðablöndunar eldislax við villta laxastofna. Í svari ráðherra var vitnað til Hafrannsóknastofnunar og fullyrt að slík blöndun hefði „ekki verið staðfest.“ Ekki þurfti mikla þekkingu á málaflokknum til að átta sig á að þarna var á ferðinni einhver furðulegur brestur í samskiptum Hafrannsóknastofnunnar við ráðherra. Erfðablöndun eldislax við villtan lax hefur hefur margsinnis verið staðfest í rannsóknum víða um heim. Þar á meðal í Noregi, þar sem um 67 prósent villtra stofna bera með sér merki erfðablöndunar, og líka í íslenskum rannsóknum, sem einmitt sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa gert. Hvað var þarna í gangi? Hvernig gat það gerst að ráðherra fékk þetta dellusvar frá starfsmanni Hafrannsóknastofnunar? Mikilvægar spurningar Þetta eru mikilvægar spurningar því þær varpa kastljósinu á svokallað „Áhættumat mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi“, sem sérfræðingar Hafrannsóknastofnunnar eru höfundar að. Þetta áhættumat er lykilgagn þegar ákveða skal hvort, og þá hversu mikið, sjókvíaeldi á laxi er í íslenskum fjörðum. Notkun áhættumatsins var lögfest á Alþingi í júní 2019. Í lagatextanum er markmið áhættumatsins sagt vera að „koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum“. Takið eftir orðalaginu: „nytjastofnar“. Með þessu orði ákvað Alþingi í raun að fórna á altari sjókvíaeldisins villtum laxastofnum sem eiga sér um tíu þúsund ára þróunarsögu í ám á Vestfjörðum og víðar um Ísland. Ástæðan er sú að hugtakið nytjastofnar virðist ekki ná yfir allan villtan lax sem á óðul í vatnsföllum á Íslandi, heldur einungis lax í ám sem landeigendur hafa stofnað um veiðifélög. 338-faldur íslenski villti laxastofninn Fyrir helgi kom fram að sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax getur ekki gert grein fyrir hvað varð um 82 þúsund eldislaxa sem hurfu úr sjókví í Arnarfirði. Til að setja þessa tölu í samhengi þá telur allur villti íslenski laxastofninni 50.000 til 60.000 fiska. Eldislaxarnir sem Arnarlax týndi komu úr einni sjókví sem í voru settir upprunaleg um 132.000 fiskar, að sögn fyrirtækisins. Alls eru nú í sjókvíum við Ísland 18,6 milljón eldislaxar, samkvæmt Matvælastofnun. Það er um 338-faldur íslenski villti laxastofninn. Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum. Auðvitað er það augljós galli á lögunum um fiskeldi að þar vantar skýra vernd fyrir minni villta laxastofna. Þeir eiga sinn sjálfstæða rétt í náttúru Íslands. Þá vörn gætu þeir hins vegar mögulega sótt að hluta í áhættumatið sem bíður einmitt endurskoðunar hjá Hafrannsóknastofnun eigi síðar en á næsta ári. Og þá komum við aftur að furðulegri upplýsingagjöf óþekkta fulltrúa Hafrannsóknastofnunar til matvælaráðherra. Þeim hinum sama og sagði að erfðablöndun hefði „ekki verið staðfest“ og var þá líklega vísvitandi að tala eingöngu um ár með „nytjastofnum“ og hélt þannig hálfri sögunni leyndri fyrir ráðherra. Er verulegt áhyggjuefni ef þau sjónarmið ráða för við endurskoðun matsins. Af þessu tilefni ákváðum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund iwf.is) að senda í síðustu viku erindið hér fyrir neðan til fulltrúa Hafrannsóknastofnunar, Móttakendur eru Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatns- og eldissviðs, og Ragnar Jóhannsson, rannsóknastjóri ferskvatns- og eldissviðs og einn höfunda áhættumatsins. Við hjá IWF viljum deila erindinu með lesendum Vísis í þeirri von að í framhaldinu berist svör sem hjálpi áhugasömum að glöggva sig á málinu. Til hægðarauka eru í textanum millifyrirsagnir sem ekki er að finna í skeytinu til Guðna og Ragnars. Erindið til Hafrannsóknastofnunar Fyrsta spurning er um tilgang áhættumatsins. Orðalagið í forsendum þess er á reiki. Hvort er ætlun þess „að tryggja að framleiðsla úr íslensku laxeldi hafi ekki neikvæð áhrif á villta stofna,“ eða er markmið þess að „ásættanleg innblöndun“ eldislaxa í „náttúrulegar laxveiðiár“ fari ekki yfir tiltekin mörk? Í forsendum áhættumatsins kemur þetta fram: „Árlega mun vöktun segja til um hversu mikið eldi er ásættanlegt að stunda án þess að náttúrulegir laxastofnar skaðist.“ Þarna er enginn fyrirvari um hvaða villtir laxastofna er ásættanlegt að skaðist vegna erfðablöndunar. Heimkynni þeirra geta verið í þekktum laxveiðiám jafnt sem í öðrum vatnsföllum. En annars staðar í texta áhættumatsins er orðalagið „laxveiðiár“ notað nokkrum sinnum. Í lögum um fiskeldi (staðfest á Alþingi 2019) er svo markmið áhættumatsins sagt vera að „koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum“. Hver er skilgreiningin á „villtum nytjastofnum“? Samandregið: Eru allir villtir íslenskir laxastofnar undir í matinu, eða aðeins þeir sem eiga heimkynni sín í laxveiðiám sem um hafa verið stofnuð veiðifélög lögum samkvæmt? Telja höfundar áhættumatsins ásættanlegt að villtir laxastofnar, sem ekki teljast nytjastofnar, verði fyrir „spjöllum“ vegna erfðablöndunar við eldislax? Þetta leiðir að næstu spurningum: a) Hvaða ár liggja til grundvallar áhættumatinu? b) Á hvaða hvaða forsendum hvílir val viðkomandi vatnsfalla? c) Munu ný vatnsföll bætast við endurskoðun núverandi áhættumats? Og ef svo er, þá hver? Skýrsla óháðrar nefndar Kristjáns Þórs Júlíussonar Þetta eru lykilspurningar sem fleiri en við hjá IWF höfum velt fyrir okkur. Meðal annars óháða sérfræðinganefndin sem skipuð var af Kristjáni Þór Júlíussyni, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en í skýrslu hennar frá árinu 2020 er að finna þessar ábendingar: „a.m.k. einhverjar þessara smærri lækja og áa gætu verið hluti af stærri yfirstofni (hópi stofna), annað hvort einar og sér eða með öðrum stærri ám. Nefndin hefur ekki upplýsingar um fjölda áa sem falla í þennan flokk á Íslandi, né heldur hvar þær eru (í tengslum við firði þar sem fiskeldi er stundað) eða hvaða aðstæður gilda um þessa stofna. Þannig gæti þessi annmarki verið einungis fræðilegur, eða hann gæti mögulega verið áhyggjuefni. - Í grundvallaratriðum er tiltölulega einfalt mál að taka slíkar ár inn í líkanið og nefndin bendir á að það gæti skipt máli að taka inn einhverjar af ánum í þessum flokki.“ „Ennfremur þarf að huga vandlega að 04%, 4-10% og >10% viðmiðunarmörkunum, sem fengin eru frá Noregi, í ljósi þess að eldislax sem alinn er á Íslandi er norskur að uppruna og þess vegna hugsanlega meiri ógn við innlenda stofna eftir innblöndun. Afleiðingin af þessu er að á tilteknum árum kann tíðni strokufisks í á skyndilega hækka t.d. úr 3%, sem er í flokknum lítil áhrif, upp í 12%, sem er í flokknum mikil áhrif.“ „...hin völdu markgildi gætu verið, eða ættu e.t.v. að vera, jafnvel varfærnislegri, þar sem laxastofninn sem notaður er á Íslandi er af norskum uppruna og er þar með frábrugðinn, bæði vegna eldisáhrifanna og þróunarsögu. Nefndin leggur til að Hafrannsóknastofnun íhugi þetta atriði gaumgæfilega í framtíðarútgáfum líkansins. - Einnig er mögulegt að höfundar ættu að íhuga að nota lægri viðmiðunarmörk fyrir minni stofna en stærri stofna. Ástæða þess, eins og segir annars staðar í skýrslu okkar, er að fyrirliggjandi vísindaleg gögn benda til þess að litlir og dreifðir stofnar séu hlutfallslega viðkvæmari fyrir innblöndun en stærri og þéttari stofnar.“ Samkvæmt lesskilningi okkar hjá IWF er nefndin þarna ekki síst að vísa til minni villtra stofna innan núverandi eldissvæða á Vestfjörðum og Austfjörðum. Hver er skilningur sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar, höfunda áhættumatsins, á þessum ábendingum óháðu sérfræðinganefndarinnar? Og hvernig verður tekið tillit til þeirra við útgáfu endurskoðaðs áhættumats? Áhættumat annarra þátta Við hjá IWF höfum ítrekað sent inn athugasemdir, við auglýst fyrirhuguð rekstrar- og starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi á laxi, þess efnis að taka þurfi upp áhættumat vegna annarra þátt en erfðablöndun við villtan lax. Bæði vegna lúsasmits (laxa- og fiskilús) og vegna áhrifa sjókvíaeldis á villta nytjastofna. Aftur eru þetta atriði sem sérfræðinefndin gerir líka að umtalsefni í sinni rýni: „Einnig þarf að huga vel að vörnum gagnvart laxalús og að hún valdi ekki skaða í eldinu og náttúrulegum stofnum nærri eldissvæðum.“ „Í íslenskum fjörðum á sér einnig stað hrygning nytjastofna og seiðauppeldi. Rannsaka þarf og vakta áhrif eldis á þessa þætti sem og á aðra nytjastofna eins og rækju.“ „Aðrir þættir geta jafnframt takmarkað umfang eldsins eins og endurskoðað burðarþol, óæskileg áhrif laxalúsar, stærð heppilegra eldissvæða og ef vart verður við óæskileg áhrif á hrygningu eða uppeldi nytjastofna sjávar (þorskur, ýsa, rækja og fleiri tegundir).“ Hvernig hyggst Hafrannsóknastofnun bregðast við þessum ábendingum? Deilir stofnunin áhyggjum yfir skorti á áhættumati á þessum áhrifum sjókvíaeldis á laxi á umhverfið og lífríkið? Og ef svo er, hyggst hún vinna áhættumat á öðrum áhrifum áður en lengra er haldið við útgáfu leyfa fyrir auknu sjókvíaeldi? Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun