Ole Martin segir að hann muni þjálfa KR en að Rúnar ráði ef þeir eru ósammála Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 12:31 Ole Martin Nesselquist og Rúnar Kristinsson munu stjórna KR-liðinu í Bestu deildinni næsta sumar. Samsett/KR & Getty Rúnar Kristinsson virðist vera orðinn eins konar knattspyrnustjóri hjá karlaliði KR en þjálfun liðsins verði hér eftir í höndum Norðmannsins Ole Martin Nesselquist. KR tilkynnti á dögunum að Ole Martin Nesselquist væri nýr aðstoðarþjálfari KR-liðsins en hann sjálfur segir í viðtali við norska blaðið Moss Avis að hlutverk hans sé stærra en það. Hinn 29 ára gamli Nesselquist ræddi nýja starfið sitt við staðarblaðið sitt en hann hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Viking. Samkvæmt Ole þá er hann ekki að fara úr aðstoðarþjálfarastöðu í norsku úrvalsdeildinni í aðstoðarþjálfarastöðu í Bestu deildinni. „Það er ég sem mun þjálfa A-liðið en ef að ég og Rúnar verðum ósammála um eitthvað þá er það hann sem á síðasta orðið,“ sagði Ole Martin Nesselquist við Moss Avis. „Við hjá KR erum gífurlega ánægð að hafa náð að sannfæra Ole Martin um að koma til Íslands. Reynsla og menntun Ole Martin tala sínu máli og væntir KR mikils af honum. Hann er af mörgum álitinn einn allra efnilegasti þjálfari Noregs og ljóst erum að fá mikla þekkingu inn í félagið með honum. Hann hefur bæði þjálfað sjálfur meistaraflokka í deildarkeppni sem og svo hefur hann einnig reynslu af því að vera aðstoðarþjálfari á hæsta stigi í Noregi,“ sagði Rúnar Kristinsson sjálfur í frétt um þjálfararáðninguna á heimasíðu KR. Ole byrjaði sinn þjálfaraferil í meistaraflokki sem aðalþjálfari Trossvik IF. Hann náði að stýra Trossvik upp um deild á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari, þá aðeins nítján ára. Síðan þá hefur Ole Martin þjálfað Moss FK og Strømmen áður en hann tók við sem aðstoðarþjálfari hjá Viking Stavanger í norsku úrvalsdeildinni, Eliteserien ásamt því að klára æðstu þjálfaragráðu UEFA, UEFA Pro. Besta deild karla KR Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
KR tilkynnti á dögunum að Ole Martin Nesselquist væri nýr aðstoðarþjálfari KR-liðsins en hann sjálfur segir í viðtali við norska blaðið Moss Avis að hlutverk hans sé stærra en það. Hinn 29 ára gamli Nesselquist ræddi nýja starfið sitt við staðarblaðið sitt en hann hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Viking. Samkvæmt Ole þá er hann ekki að fara úr aðstoðarþjálfarastöðu í norsku úrvalsdeildinni í aðstoðarþjálfarastöðu í Bestu deildinni. „Það er ég sem mun þjálfa A-liðið en ef að ég og Rúnar verðum ósammála um eitthvað þá er það hann sem á síðasta orðið,“ sagði Ole Martin Nesselquist við Moss Avis. „Við hjá KR erum gífurlega ánægð að hafa náð að sannfæra Ole Martin um að koma til Íslands. Reynsla og menntun Ole Martin tala sínu máli og væntir KR mikils af honum. Hann er af mörgum álitinn einn allra efnilegasti þjálfari Noregs og ljóst erum að fá mikla þekkingu inn í félagið með honum. Hann hefur bæði þjálfað sjálfur meistaraflokka í deildarkeppni sem og svo hefur hann einnig reynslu af því að vera aðstoðarþjálfari á hæsta stigi í Noregi,“ sagði Rúnar Kristinsson sjálfur í frétt um þjálfararáðninguna á heimasíðu KR. Ole byrjaði sinn þjálfaraferil í meistaraflokki sem aðalþjálfari Trossvik IF. Hann náði að stýra Trossvik upp um deild á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari, þá aðeins nítján ára. Síðan þá hefur Ole Martin þjálfað Moss FK og Strømmen áður en hann tók við sem aðstoðarþjálfari hjá Viking Stavanger í norsku úrvalsdeildinni, Eliteserien ásamt því að klára æðstu þjálfaragráðu UEFA, UEFA Pro.
Besta deild karla KR Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira