Erlent

Leiðtogi öfgasamtaka fundinn sekur um uppreisnaráróður

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stewart Rhodes er stofnandi Oath Keepers sem voru fyrirferðarmiklir í árásinni á þinghúsið í Washington. 
Stewart Rhodes er stofnandi Oath Keepers sem voru fyrirferðarmiklir í árásinni á þinghúsið í Washington.  AP Photo/Susan Walsh

Stewart Rhodes stofnandi öfgasamtakanna bandarísku Oath Keepers hefur verið fundinn sekur um uppreisn gegn ríkinu þegar hann og hans menn reyndu að koma í veg fyrir að Joe Biden forseti gæti tekið við völdum í Hvíta húsinu þann 6. janúar 2021.

Afar sjaldgæft er að sakfellt sé fyrir þessar sakir í Bandaríkjunum. Fimm voru fyrir rétti í málinu og auk Rhodes var Kelly Meggs einnig fundin sek um tilraun til uppreisnar. Hún var á meðal þeirra sem ruddust inn í þinghúsið en Rhodes var hinsvegar fjarri en mun hafa stjórnað aðgerðum og gefið sínu liði fyrirmæli.

Þau Rhodes og Meggs gætu nú átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist en dómari á eftir að ákvarða refsingu. Hinir þrír sem voru ákærður fengu hinsvegar sýknudóma þegar kom að tilraun til uppreisnar, en öll voru þau fundin sek um að reyna að koma í veg fyrir opinbera athöfn.

Alls hafa um 900 manns frá nær öllum ríkjum Bandaríkjanna verið handteknir í tengslum við uppþotið og árásina á þinghúsið.


Tengdar fréttir

Ákærðir fyrstir fyrir uppreisn vegna árásarinnar á þingið

Stofnandi og leiðtogi hægri-öfgasamtakanna Oath Keepers hefur verið handtekinn og ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Auk Stewart Rhodes hafa minnst tíu aðrir meðlimir og félagar samtakanna verið handteknir.

Fara í hart gegn öfga­hópum vegna á­rásarinnar á þing­húsið

Ríkissaksóknari Washington DC hefur höfðað mál gegn öfgahópunum Proud Boys og Oath Keepers vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Karl A Racine ætlar að nota lög sem samin voru til að sporna gegn Ku Klux Klan til að krefjast bóta frá samtökunum vegna þess skaða sem unninn var í árásinni og vegna árása á lögregluþjóna þann dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×