Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 18:01 Ástralir eru komnir áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins eftir frækinn sigur á Dönum. Vísir/Getty Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. Ástralir komu mörgum á óvart með því að fara áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar. Liðið vann 1-0 sigur á Dönum fyrr í dag og fara áfram úr D-riðli með jafn mörg stig og heimsmeistarar Frakka sem enduðu í efsta sæti riðilsins. Tímamismunurinn á Katar og Ástralíu er átta klukkustundir og fór leikurinn því fram um miðja nótt fyrsta dags desembermánaðar þar í landi. Stuðningsmenn Ástrala í Melbourne létu það þó ekki stoppa sig því gríðarlegur fjöldi hafði safnast saman í miðborg Melbourne til að fylgjast með leiknum sem hófst klukkan tvö eftir miðnætti að áströlskum tíma. Þegar Matthew Leckie skoraði eina mark leiksins gegn Dönum á 60.mínútu leiksins braust út mikill fögnuður í Melbourne og ekki var fögnuðurinn minni þegar flautað var til leiksloka og ljóst að Ástralir væru komnir áfram. The subsequent scenes in @FedSquare #Socceroos #GiveIt100 #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Va3ftQgYVa— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 Ástralir mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitunum en það kemur í ljós síðar í kvöld hverjir andstæðingar liðsins verða. Pólland og Argentína eiga bæði möguleika á efsta sætinu í C-riðli. Þetta verður í annað sinn sem Ástralir leika í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en þeir náðu sama árangri árið 2006 þegar keppnin fór fram í Þýskalandi. Þá féllu þeir úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala þar sem Francesco Totti skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástrala, óskaði liðinu til hamingju með árangurinn í Katar á Twitter að leik loknum nú áðan. Knattspyrnusamband Ástrala var ekki lengi að svara og spurði hvort landsmönnum yrði gefið frí á morgun, eitthvað sem eflaust margir myndu þiggja eftir að hafa vakað fram eftir nóttu yfir leiknum. Thank you @AlboMP!Public holiday?? https://t.co/00NY8nJ57h— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 HM 2022 í Katar Ástralía Tengdar fréttir Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Ástralir komu mörgum á óvart með því að fara áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar. Liðið vann 1-0 sigur á Dönum fyrr í dag og fara áfram úr D-riðli með jafn mörg stig og heimsmeistarar Frakka sem enduðu í efsta sæti riðilsins. Tímamismunurinn á Katar og Ástralíu er átta klukkustundir og fór leikurinn því fram um miðja nótt fyrsta dags desembermánaðar þar í landi. Stuðningsmenn Ástrala í Melbourne létu það þó ekki stoppa sig því gríðarlegur fjöldi hafði safnast saman í miðborg Melbourne til að fylgjast með leiknum sem hófst klukkan tvö eftir miðnætti að áströlskum tíma. Þegar Matthew Leckie skoraði eina mark leiksins gegn Dönum á 60.mínútu leiksins braust út mikill fögnuður í Melbourne og ekki var fögnuðurinn minni þegar flautað var til leiksloka og ljóst að Ástralir væru komnir áfram. The subsequent scenes in @FedSquare #Socceroos #GiveIt100 #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Va3ftQgYVa— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 Ástralir mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitunum en það kemur í ljós síðar í kvöld hverjir andstæðingar liðsins verða. Pólland og Argentína eiga bæði möguleika á efsta sætinu í C-riðli. Þetta verður í annað sinn sem Ástralir leika í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en þeir náðu sama árangri árið 2006 þegar keppnin fór fram í Þýskalandi. Þá féllu þeir úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala þar sem Francesco Totti skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástrala, óskaði liðinu til hamingju með árangurinn í Katar á Twitter að leik loknum nú áðan. Knattspyrnusamband Ástrala var ekki lengi að svara og spurði hvort landsmönnum yrði gefið frí á morgun, eitthvað sem eflaust margir myndu þiggja eftir að hafa vakað fram eftir nóttu yfir leiknum. Thank you @AlboMP!Public holiday?? https://t.co/00NY8nJ57h— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022
HM 2022 í Katar Ástralía Tengdar fréttir Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54