Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 23:31 Tom Brady er nú leikmaður Tampa Bay Buccaneers en verður með lausan samning eftir tímabilið. Vísir/Getty NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. Tom Brady verður með lausan samning í fyrsta sinn á sínum ferli að tímabilinu loknu en hann hefur leikið með Tampa Bay Buccaneers síðan 2020. Hann tilkynnti eftir síðasta tímabil að hann væri hættur en hætti síðan við skömmu síðar. Ákvörðun hans að hætta við að hætta kostaði hann hjónabandið við Giesele Bundchen en Brady er orðinn 45 ára gamall og af mörgum talinn besti leikstjórnandi allra tíma í NFL deildinni enda búinn að vinna sjö meistaratitla, sex með New England Patriots og einn með Tampa Bay Buccaneers. Líklegt verður að teljast að Brady íhugi það alvarlega að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið en í grein The Athletic er ýmsum möguleikum velt upp varðandi það hvað Brady muni gera ef hann ákveður að halda áfram. Það er alls ekki sjálfgefið að hann haldi áfram hjá Tampa Bay. Bras í sóknarleik Buccaneers á þessu tímabili gæti fengið Brady til að líta í kringum sig. Einn möguleiki fyrir hann væri að horfa til heimaborgar sinnar San Francisco þar sem lið 49´ers gæti eflaust nýtt sér hans þjónustu. Kyle Shanahan er öflugur þjálfari og 49´ers með hóp sem gerir tilkall til titils. Þeir eiga þó framtíðarleikstjórnandann Trey Lance sem þykir afar efnilegur en gætu þó valið reynslu Brady framyfir hinn efnilega Lance. Endurnýjar Brady kynnin við gamla félaga? Sóknarþjálfari Oakland Raiders, Josh McDaniels, vann lengi vel með Brady hjá New England Patriots þegar Brady var þar fremstur í flokki. Hann þekkir McDaniels út og inn og það gæti heillað Brady að endurnýja kynnin við McDaniels. Raiders liðið er þó ekki líklegt til afreka eins og það er mannað og ef það breytist ekki fyrir næstatímabil er ólíklegt að Brady líti í þá áttina. Þá gæti Tennessee Titans verið lið á lista Brady en hann og Mike Vrabel, þjálfari Titans, eru miklir félagar eftir að hafa verið saman hjá Patriots. Titans liðið er betur mannað en lið Raiders og gæti gefið Brady möguleikann á því að berjast um áttunda meistarahringinn. Tom Brady og Bill Belichick voru nánast óstöðvandi saman hjá New England Patriots.Vísir/Getty Síðan er það New England Patriots, liðið sem Tom Brady lék með í nítján ár og vann sex meistaratitla með. Brady og Bill Belichick, þjálfari Patriots bera enn gríðarlega virðingu fyrir hvorum öðrum sem sést best á því að þegar Brady sneri aftur á Gilette völlinn í New England árið 2021 eyddu þeir rúmum tuttugu mínútum saman í búningsherbergi gestaliðsins á fundi eftir leik. Patriots liðið getur eytt peningum fyrir næsta tímabil þar sem þeir eru 50 milljónum dollara undir launaþaki NFL deildarinnar og gætu nýtt þá peninga til að laga það sem þarf að laga hjá liðinu. Er Rodgers kominn með nóg í Green Bay? Aaron Rodgers hefur verið einn besti leikstjórnandi deildarinnar síðustu ár en hann hefur leikið með Green Bay Packers síðan árið 2005. Rodgers verður 39 ára gamall á föstudag og því farið að síga á seinni hluta ferilsins. Green Bay liðinu hefur gengið hörmulega á tímabilinu en Packers var spáð góðu gengi. Þó svo að líklegast sé að Rodgers ákveði að halda tryggð við Packers, eða hreinlega hætta, þá eru aðrir möguleikar í stöðunni. Packers liðið á litla möguleika á að ná sæti í úrslitakeppni NFL þetta árið og hafa verið uppi raddir um að liðið gefi varaleikstjórnandanum Jordan Love tækifæri til að sýna hvað hann getur. Ef Packers verða ánægðir með það sem þeir sjá hjá Love gætu þeir valið að skipta Rodgers út fyrir valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins, jafnvel tvo slíka ef Rodgers sannfærir eigendur nýja liðsins að hann muni leika að minnsta kosti tvo tímabil í viðbót. Það hefur lítið gengið hjá Rodgers og félögum í Green Bay Packers í vetur og möguleikar liðsins á að ná sæti í úrslitakeppni NFL verða minni með hverri vikunni sem líður.Vísir/Getty The Athletic veltir einnig upp möguleikanum á því að Rodgers gangi í fótsport goðsagnarinnar Brett Favre og gangi til liðs við New York Jets sem hafa komið mörgum á óvart á yfirstandandi tímabili. Pittsburgh Steelers, Indiana Colts, Oakland Raiders, New York Giants og Seattle Seahawks væru einnig mögulegir áfangastaðir fyrir Rodgers en ekkert þessara liða væri þó skref upp á við miðað við Packers liðið. Þannig var þó staðan ekki heldur þegar Tom Brady gekk til liðs við Tampa Bay árið 2020. Þegar óvissa var uppi um hvað Rodgers myndi gera eftir síðasta tímabil fylgdust öll liðin í deildinni spennt með næsta skrefi hans. Ef það er minnsti möguleiki á því að Rodgers verði á lausu þá væri það glæpsamlegt af forsvarsmönnum annarra liða að heyra ekki í honum hljóðið. NFL Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira
Tom Brady verður með lausan samning í fyrsta sinn á sínum ferli að tímabilinu loknu en hann hefur leikið með Tampa Bay Buccaneers síðan 2020. Hann tilkynnti eftir síðasta tímabil að hann væri hættur en hætti síðan við skömmu síðar. Ákvörðun hans að hætta við að hætta kostaði hann hjónabandið við Giesele Bundchen en Brady er orðinn 45 ára gamall og af mörgum talinn besti leikstjórnandi allra tíma í NFL deildinni enda búinn að vinna sjö meistaratitla, sex með New England Patriots og einn með Tampa Bay Buccaneers. Líklegt verður að teljast að Brady íhugi það alvarlega að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið en í grein The Athletic er ýmsum möguleikum velt upp varðandi það hvað Brady muni gera ef hann ákveður að halda áfram. Það er alls ekki sjálfgefið að hann haldi áfram hjá Tampa Bay. Bras í sóknarleik Buccaneers á þessu tímabili gæti fengið Brady til að líta í kringum sig. Einn möguleiki fyrir hann væri að horfa til heimaborgar sinnar San Francisco þar sem lið 49´ers gæti eflaust nýtt sér hans þjónustu. Kyle Shanahan er öflugur þjálfari og 49´ers með hóp sem gerir tilkall til titils. Þeir eiga þó framtíðarleikstjórnandann Trey Lance sem þykir afar efnilegur en gætu þó valið reynslu Brady framyfir hinn efnilega Lance. Endurnýjar Brady kynnin við gamla félaga? Sóknarþjálfari Oakland Raiders, Josh McDaniels, vann lengi vel með Brady hjá New England Patriots þegar Brady var þar fremstur í flokki. Hann þekkir McDaniels út og inn og það gæti heillað Brady að endurnýja kynnin við McDaniels. Raiders liðið er þó ekki líklegt til afreka eins og það er mannað og ef það breytist ekki fyrir næstatímabil er ólíklegt að Brady líti í þá áttina. Þá gæti Tennessee Titans verið lið á lista Brady en hann og Mike Vrabel, þjálfari Titans, eru miklir félagar eftir að hafa verið saman hjá Patriots. Titans liðið er betur mannað en lið Raiders og gæti gefið Brady möguleikann á því að berjast um áttunda meistarahringinn. Tom Brady og Bill Belichick voru nánast óstöðvandi saman hjá New England Patriots.Vísir/Getty Síðan er það New England Patriots, liðið sem Tom Brady lék með í nítján ár og vann sex meistaratitla með. Brady og Bill Belichick, þjálfari Patriots bera enn gríðarlega virðingu fyrir hvorum öðrum sem sést best á því að þegar Brady sneri aftur á Gilette völlinn í New England árið 2021 eyddu þeir rúmum tuttugu mínútum saman í búningsherbergi gestaliðsins á fundi eftir leik. Patriots liðið getur eytt peningum fyrir næsta tímabil þar sem þeir eru 50 milljónum dollara undir launaþaki NFL deildarinnar og gætu nýtt þá peninga til að laga það sem þarf að laga hjá liðinu. Er Rodgers kominn með nóg í Green Bay? Aaron Rodgers hefur verið einn besti leikstjórnandi deildarinnar síðustu ár en hann hefur leikið með Green Bay Packers síðan árið 2005. Rodgers verður 39 ára gamall á föstudag og því farið að síga á seinni hluta ferilsins. Green Bay liðinu hefur gengið hörmulega á tímabilinu en Packers var spáð góðu gengi. Þó svo að líklegast sé að Rodgers ákveði að halda tryggð við Packers, eða hreinlega hætta, þá eru aðrir möguleikar í stöðunni. Packers liðið á litla möguleika á að ná sæti í úrslitakeppni NFL þetta árið og hafa verið uppi raddir um að liðið gefi varaleikstjórnandanum Jordan Love tækifæri til að sýna hvað hann getur. Ef Packers verða ánægðir með það sem þeir sjá hjá Love gætu þeir valið að skipta Rodgers út fyrir valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins, jafnvel tvo slíka ef Rodgers sannfærir eigendur nýja liðsins að hann muni leika að minnsta kosti tvo tímabil í viðbót. Það hefur lítið gengið hjá Rodgers og félögum í Green Bay Packers í vetur og möguleikar liðsins á að ná sæti í úrslitakeppni NFL verða minni með hverri vikunni sem líður.Vísir/Getty The Athletic veltir einnig upp möguleikanum á því að Rodgers gangi í fótsport goðsagnarinnar Brett Favre og gangi til liðs við New York Jets sem hafa komið mörgum á óvart á yfirstandandi tímabili. Pittsburgh Steelers, Indiana Colts, Oakland Raiders, New York Giants og Seattle Seahawks væru einnig mögulegir áfangastaðir fyrir Rodgers en ekkert þessara liða væri þó skref upp á við miðað við Packers liðið. Þannig var þó staðan ekki heldur þegar Tom Brady gekk til liðs við Tampa Bay árið 2020. Þegar óvissa var uppi um hvað Rodgers myndi gera eftir síðasta tímabil fylgdust öll liðin í deildinni spennt með næsta skrefi hans. Ef það er minnsti möguleiki á því að Rodgers verði á lausu þá væri það glæpsamlegt af forsvarsmönnum annarra liða að heyra ekki í honum hljóðið.
NFL Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira