Konurnar græða miklu meira á HM karla í ár en þegar þær unnu HM sjálfar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 09:30 Megan Rapinoe fagnar marki sínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sumarið 2019. Getty/Richard Heathcote Nýr samningur við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins sér til þess að landsliðskonurnar frá Bandaríkjunum græða miklu meira á góðum árangri karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Katar en þegar þær urðu sjálfar heimsmeistarar árið 2019. Karlalandslið Bandaríkjanna tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM á þriðjudaginn með því að vinna 1-0 sigur á Íran í lokaleik riðilsins. Í nýjum jafnréttissamningi bandaríska knattspyrnusambandsins þá skipta karla- og kvennaliðin jafnt á milli sín því sem bandaríska sambandið fær í verðlaunafé fyrir árangur landsliða sinna á HM. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Karlalandsliðið fær miklu meira frá FIFA heldur en kvennaliðið en þar sem að þessu er skipt jafn á milli leikmanna þá hækkar heildarupphæðin í hvert skipti sem karlaliðið kemst lengra í heimsmeistarakeppninni. Nú er svo komið að með því að komast alla leið í sextán liða úrslitin þá hafa leikmenn karlaliðsins tryggt bæði sér og leikmönnum kvennaliðsins 380 þúsund dollara bónusgreiðslu sem jafngildir tæpum 55 milljónum íslenskra króna. Leikmenn bandaríska liðsins á HM kvenna 2023 fá því sömu upphæð og karlarnir á næsta ári en þær fengu 110 þúsund dala bónus fyrir að verða heimsmeistari 2019 eða þrisvar sinnum minna. Samkvæmt nýja samningnum þá mun bandaríska sambandið skipta níutíu prósent af verðlaunafénu á milli leikmanna sinna. FIFA gefur frá sér samtals 440 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir þau 32 lönd sem komust á HM í Katar en gaf aðeins samtals 30 milljónir til þjóðanna á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. Kvennalandsliðin munu fá hærri upphæð á næsta ári en eru samt svo langt langt á eftir enn þá. HM 2022 í Katar HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Sjá meira
Karlalandslið Bandaríkjanna tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM á þriðjudaginn með því að vinna 1-0 sigur á Íran í lokaleik riðilsins. Í nýjum jafnréttissamningi bandaríska knattspyrnusambandsins þá skipta karla- og kvennaliðin jafnt á milli sín því sem bandaríska sambandið fær í verðlaunafé fyrir árangur landsliða sinna á HM. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Karlalandsliðið fær miklu meira frá FIFA heldur en kvennaliðið en þar sem að þessu er skipt jafn á milli leikmanna þá hækkar heildarupphæðin í hvert skipti sem karlaliðið kemst lengra í heimsmeistarakeppninni. Nú er svo komið að með því að komast alla leið í sextán liða úrslitin þá hafa leikmenn karlaliðsins tryggt bæði sér og leikmönnum kvennaliðsins 380 þúsund dollara bónusgreiðslu sem jafngildir tæpum 55 milljónum íslenskra króna. Leikmenn bandaríska liðsins á HM kvenna 2023 fá því sömu upphæð og karlarnir á næsta ári en þær fengu 110 þúsund dala bónus fyrir að verða heimsmeistari 2019 eða þrisvar sinnum minna. Samkvæmt nýja samningnum þá mun bandaríska sambandið skipta níutíu prósent af verðlaunafénu á milli leikmanna sinna. FIFA gefur frá sér samtals 440 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir þau 32 lönd sem komust á HM í Katar en gaf aðeins samtals 30 milljónir til þjóðanna á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. Kvennalandsliðin munu fá hærri upphæð á næsta ári en eru samt svo langt langt á eftir enn þá.
HM 2022 í Katar HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Sjá meira