Er Seðlabankastjórninni sjálfrátt? Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. desember 2022 10:01 Eins og þeir vita, sem lesa mínar greinar, hef ég undanfarna mánuði gagnrýnt Seðlabanka harðlega fyrir stefnu bankans í stýrivaxtamálum, sem ég hef talið vera út í hött; alvarlegan afleik í taflinu gegn verðbólgu og stórfellt óréttmæti gagnvart skuldurum landsins. Til viðbótar kemur nú sú veiking gengis krónunnar, sem Seðlabanki hefur leyft, eða látið viðgangast, án mikilla inngripa, síðustu mánuði, en sú þróun, eða það aðgerðarleysi Seðlabanka, verður að teljast til alvarlegra afglapa í peningastjórn. Íslenzka hagkerfið Íslenzka hagkerfið er lítið og einhæft. Í raun eru okkar „framleiðslu- og útflutningsgreinar“ bara 5: 1. Ferðaþjónusta 2. sjávarafurðir 3. ál og kísiljárn 4. iðnaðarvörur og hugvit og 5. flutningsþjónusta, viðskiptaþjónusta og landbúnaðarvörur. Við flytjum því inn mest af daglegum neysluvörum, tólum og tækjum, farartækjum og vinnuvélum, auk járns, timburs og stórss hluta byggingarefna, svo ekki sé talað um benzín og olíur. Þessi snari þáttur innflutts varnings í okkar lífi, veldur því auðvitað, að verðlag, kostnaður, á innfluttum vörum skiptir miklu máli fyrir okkar afkomu og velferð. Hvað ræður kostnaði innflutts varnings? Kostnaður innflutts varnings byggist mikið á tvennu: 1. Söluverði til innflytjenda hér í erlendri mynt, t.a.m. Bandaríkjadal og 2. gengi krónunnar gagnvart þeim erlenda gjaldmiðli. Ef gengi krónunnar er sterkt, lækkar verðlag innflutts varnings, ef krónan er veik, hækkar það. Hvað ræður svo genginu? Hér er frjáls gjaldeyrismarkaður, þar sem framboð og eftirspurn ræður í megin atriðum gengi (styrk) krónunnar. Þegar „útflutningur“okkar er öflugur, styrkist krónan, þegar „útflutningurinn“ dregst saman, veikist hún. Þess utan getur Seðlabanki gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn og haft áhrif á gengið, handstýrt því, með kaupum eða sölu á krónum. Seðlabanki hefur feykimikið svigrúm til slíkra inngripa eða áhrifa, vegna þess öfluga gjaldeyrisvarasjóðs, sem til hefur orðið síðustu árin. Stærð hans hefur í seinni tíð oft numið 1.000 milljörðrum. Verðbólgan og orsakir hennar Það vita það flestir, leikir og lærðir, að sú verðbólga, sem ríkir hér, stafar mest af þeim truflunum á framleiðslu og flutningum, sem COVID olli, og, af þeim stóraukna tilkostnaði, sem þær leiddu til. Þessi kostnaðarauki magnaðist svo upp með Úkraínustríðinu. Sú verðbólga, sem við höfum átt við að stríða síðustu misseri, er því mest innflutt verðbólga, vegna þess, að erlendar framleiðsluvörur, innflutningsvarningur okkar, hafa hækkað í verði um 10-20%, sumt meira. Talið er, að alla vega helmingurinn af hækkunum á innfluttum varningi fari inn í verðlag og verðbólgu hér. Þessi verðbólguáhrif geta því numið 5-10%. Gengisstýring Seðlabanka alvarlega broguð Í febrúar sl., um það leyti, sem Úkraínustríðið hófst, kostaði einn Bandaríkadalur 125kr. Nú í seinni tíð, hefur gengið á Bandaríkjadal farið í 140-150kr. Krónan hefur veikst, verið látið veikjast af Seðlabanka, um, að meðaltali, 15-16%. Þessi veiking krónunnar bætist auðvitað ofan á hækkað kostnaðarverð erlendis frá; magnar verðbólguna upp um helming! Hér hefði Seðlabanki átt að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn, kaupa krónur eftir þörfum, verja gengið við ca 125-130kr í Bandaríkjadal. Hefði það verið gert, má ætla, að verðbólgan hér væri á leiðinni niður í 3-5%. Hér tel ég svo sannarlega, að Seðlabanka hafi orðið alvarlega á í messunni. Vaxtastýring bankans litlu skárri Frá því í maí í fyrra hefur Seðlabanki hækkað stýrivexti úr 0,75% í 6%. Gífurleg hækkun. Að sögn Seðlabankastjóra er þetta gert til að hemja verðbólgu. Skoðum, hvort eða hvernig það hefur virkað: - Verðbólgan er, sem sagt, langmest innflutt. Hækkun íslenzkra vaxta hefur því engin áhrif á þennan þátt, erlent vöruverð, verkar engan veginn til lækkunar þess, heldur, þver öfugt, til hækkunar kostnaðar á innfluttum varningi, vegna þess, að hann þarf að fjármagna, og það kostar nú hærri vexti, en áður. - Vaxtahækkanir áttu líka að vera til að hemja húsnæðismarkaðinn, sem var talinn vera í miklu ójafnvægi. Þessi markaður hefur nú jafnað sig, á nokkrum mánuðum, án þess, að séð verði, að hærri stýrivextir hafi ráðið þar miklu um, miklu fremur ákvæði um hærra eigiðfé við kaup og meira framboð húsnæðis. Síðustu vaxtahækkanir Seðlabanka vegna húsnæðismarkaðar virðast því hafa reynzt að mestu óþarfar og tilgangslausar. - Á dögunum sagði svo Seðlabankastjóri, að „Þjóðin sé ...að eyða og spenna“ - reyndar orðalag, sem ég hef aldrei heyrt, hér áður fyrr var talað um „að eyða og spreða“ - og, að síðasta vaxtahækkun hafi verið nauðsynleg vegna þess. Þessi æðsti maður banka- og fjármálakerfis landsins virðist ekki skilja, að þeir, sem skulda og þurfa nú að standa undir stórhækkuðum afborgunum og vaxtagreiðslum, eru ekki þeir, sem eru að „eyða og spenna“, þeir hafa ekkert fé aflögu til þess, heldur eru það þeir, sem lítið eða ekkert skulda og vaxtahækkanir hafa engin áhrif á! Önnur eins endaleysa! Afdrífarík hliðaráhrif vaxtahækkananna Ekki verður þessari umfjöllun lokið án þess að minnst sé á þá, sem hliðaráhrif þessara vaxtahækkana hafa bitnað mest og verst á, þær 50.000 fjölskyldur, sem höfðu keypt húsnæði í fyrra eða fyrr, með lánum, sem fylgja stýrivaxtahækkunum. Margar þessar fjölskyldur þurfa nú að borga 100.000kr. meira á mánuði, af lánum sínum, en áður var, án nokkurs tilgangs. Má líkja þessu við það, að laun þessa fólks hafi verið lækkuð um 120-150.000 á mánuði, því skattar dragast auðvitað frá. Er í lagi, er það ásættanlegt, að ein helzta stofnun íslenzka ríkisins fari svona með um þriðjung þjóðarinnar? Ég segi NEI, en hvað segir Katrín Jakobsdóttir, sem er yfir Seðlabanka? Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Seðlabankinn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Eins og þeir vita, sem lesa mínar greinar, hef ég undanfarna mánuði gagnrýnt Seðlabanka harðlega fyrir stefnu bankans í stýrivaxtamálum, sem ég hef talið vera út í hött; alvarlegan afleik í taflinu gegn verðbólgu og stórfellt óréttmæti gagnvart skuldurum landsins. Til viðbótar kemur nú sú veiking gengis krónunnar, sem Seðlabanki hefur leyft, eða látið viðgangast, án mikilla inngripa, síðustu mánuði, en sú þróun, eða það aðgerðarleysi Seðlabanka, verður að teljast til alvarlegra afglapa í peningastjórn. Íslenzka hagkerfið Íslenzka hagkerfið er lítið og einhæft. Í raun eru okkar „framleiðslu- og útflutningsgreinar“ bara 5: 1. Ferðaþjónusta 2. sjávarafurðir 3. ál og kísiljárn 4. iðnaðarvörur og hugvit og 5. flutningsþjónusta, viðskiptaþjónusta og landbúnaðarvörur. Við flytjum því inn mest af daglegum neysluvörum, tólum og tækjum, farartækjum og vinnuvélum, auk járns, timburs og stórss hluta byggingarefna, svo ekki sé talað um benzín og olíur. Þessi snari þáttur innflutts varnings í okkar lífi, veldur því auðvitað, að verðlag, kostnaður, á innfluttum vörum skiptir miklu máli fyrir okkar afkomu og velferð. Hvað ræður kostnaði innflutts varnings? Kostnaður innflutts varnings byggist mikið á tvennu: 1. Söluverði til innflytjenda hér í erlendri mynt, t.a.m. Bandaríkjadal og 2. gengi krónunnar gagnvart þeim erlenda gjaldmiðli. Ef gengi krónunnar er sterkt, lækkar verðlag innflutts varnings, ef krónan er veik, hækkar það. Hvað ræður svo genginu? Hér er frjáls gjaldeyrismarkaður, þar sem framboð og eftirspurn ræður í megin atriðum gengi (styrk) krónunnar. Þegar „útflutningur“okkar er öflugur, styrkist krónan, þegar „útflutningurinn“ dregst saman, veikist hún. Þess utan getur Seðlabanki gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn og haft áhrif á gengið, handstýrt því, með kaupum eða sölu á krónum. Seðlabanki hefur feykimikið svigrúm til slíkra inngripa eða áhrifa, vegna þess öfluga gjaldeyrisvarasjóðs, sem til hefur orðið síðustu árin. Stærð hans hefur í seinni tíð oft numið 1.000 milljörðrum. Verðbólgan og orsakir hennar Það vita það flestir, leikir og lærðir, að sú verðbólga, sem ríkir hér, stafar mest af þeim truflunum á framleiðslu og flutningum, sem COVID olli, og, af þeim stóraukna tilkostnaði, sem þær leiddu til. Þessi kostnaðarauki magnaðist svo upp með Úkraínustríðinu. Sú verðbólga, sem við höfum átt við að stríða síðustu misseri, er því mest innflutt verðbólga, vegna þess, að erlendar framleiðsluvörur, innflutningsvarningur okkar, hafa hækkað í verði um 10-20%, sumt meira. Talið er, að alla vega helmingurinn af hækkunum á innfluttum varningi fari inn í verðlag og verðbólgu hér. Þessi verðbólguáhrif geta því numið 5-10%. Gengisstýring Seðlabanka alvarlega broguð Í febrúar sl., um það leyti, sem Úkraínustríðið hófst, kostaði einn Bandaríkadalur 125kr. Nú í seinni tíð, hefur gengið á Bandaríkjadal farið í 140-150kr. Krónan hefur veikst, verið látið veikjast af Seðlabanka, um, að meðaltali, 15-16%. Þessi veiking krónunnar bætist auðvitað ofan á hækkað kostnaðarverð erlendis frá; magnar verðbólguna upp um helming! Hér hefði Seðlabanki átt að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn, kaupa krónur eftir þörfum, verja gengið við ca 125-130kr í Bandaríkjadal. Hefði það verið gert, má ætla, að verðbólgan hér væri á leiðinni niður í 3-5%. Hér tel ég svo sannarlega, að Seðlabanka hafi orðið alvarlega á í messunni. Vaxtastýring bankans litlu skárri Frá því í maí í fyrra hefur Seðlabanki hækkað stýrivexti úr 0,75% í 6%. Gífurleg hækkun. Að sögn Seðlabankastjóra er þetta gert til að hemja verðbólgu. Skoðum, hvort eða hvernig það hefur virkað: - Verðbólgan er, sem sagt, langmest innflutt. Hækkun íslenzkra vaxta hefur því engin áhrif á þennan þátt, erlent vöruverð, verkar engan veginn til lækkunar þess, heldur, þver öfugt, til hækkunar kostnaðar á innfluttum varningi, vegna þess, að hann þarf að fjármagna, og það kostar nú hærri vexti, en áður. - Vaxtahækkanir áttu líka að vera til að hemja húsnæðismarkaðinn, sem var talinn vera í miklu ójafnvægi. Þessi markaður hefur nú jafnað sig, á nokkrum mánuðum, án þess, að séð verði, að hærri stýrivextir hafi ráðið þar miklu um, miklu fremur ákvæði um hærra eigiðfé við kaup og meira framboð húsnæðis. Síðustu vaxtahækkanir Seðlabanka vegna húsnæðismarkaðar virðast því hafa reynzt að mestu óþarfar og tilgangslausar. - Á dögunum sagði svo Seðlabankastjóri, að „Þjóðin sé ...að eyða og spenna“ - reyndar orðalag, sem ég hef aldrei heyrt, hér áður fyrr var talað um „að eyða og spreða“ - og, að síðasta vaxtahækkun hafi verið nauðsynleg vegna þess. Þessi æðsti maður banka- og fjármálakerfis landsins virðist ekki skilja, að þeir, sem skulda og þurfa nú að standa undir stórhækkuðum afborgunum og vaxtagreiðslum, eru ekki þeir, sem eru að „eyða og spenna“, þeir hafa ekkert fé aflögu til þess, heldur eru það þeir, sem lítið eða ekkert skulda og vaxtahækkanir hafa engin áhrif á! Önnur eins endaleysa! Afdrífarík hliðaráhrif vaxtahækkananna Ekki verður þessari umfjöllun lokið án þess að minnst sé á þá, sem hliðaráhrif þessara vaxtahækkana hafa bitnað mest og verst á, þær 50.000 fjölskyldur, sem höfðu keypt húsnæði í fyrra eða fyrr, með lánum, sem fylgja stýrivaxtahækkunum. Margar þessar fjölskyldur þurfa nú að borga 100.000kr. meira á mánuði, af lánum sínum, en áður var, án nokkurs tilgangs. Má líkja þessu við það, að laun þessa fólks hafi verið lækkuð um 120-150.000 á mánuði, því skattar dragast auðvitað frá. Er í lagi, er það ásættanlegt, að ein helzta stofnun íslenzka ríkisins fari svona með um þriðjung þjóðarinnar? Ég segi NEI, en hvað segir Katrín Jakobsdóttir, sem er yfir Seðlabanka? Höfundur er samfélagsrýnir.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar