Landsréttarmálið tveimur árum seinna Haukur Logi Karlsson skrifar 1. desember 2022 10:30 Á fullveldisdaginn, 1. desember, eru tvö ár liðin frá dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Í málinu var lagt mat á hvort við frumskipun dómara í Landsrétti hefði verið gætt að þeirri kröfu Mannréttindasáttmála Evrópu að skipan dómsvaldsins væri ákveðin með lögum. Eins og frægt er varð niðurstaðan sú, að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru án þess að hafa verið metnir á meðal þeirra 15 hæfustu af dómnefnd um hæfni dómaraefna, voru taldir hafa verið skipaðir í trássi við íslensk lög og þar með í trássi við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Byggði Mannréttindadómstóllinn þar einkum á fyrri niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, um að lög hefðu verið brotin við skipun téðra dómara, en lagði síðan annað mat en Hæstiréttur á þýðingu þess ágalla, með tilliti til þeirrar kröfu Mannréttindasáttmálans að skipan dómsvalds skuli ákveðin með lögum. Málið olli pólitískum titringi á Íslandi og vakti athygli í alþjóðlegum kreðsum fræðimanna og lögfræðinga, sem fylgjast með störfum yfirþjóðlegu dómstólanna í Strassborg og Lúxemborg. Nú tveimur árum seinna má sjá að oft hefur verið vísað til Landsréttardómsins, sem fordæmis í síðari dómum bæði Mannréttindadómstólsins og dómstóls Evrópusambandsins um þá kröfu að við skipun dómara í evrópska dómstóla skuli gæta þess að fara að þeim lögum sem um slíka skipun gilda. Hefur það einkum komið upp í málum sem tengjast pólitískum og lögfræðilegum átökum um skipun og skipulag dómsvaldsins í Póllandi. Þannig hefur sú krafa sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp úr um að Ísland hefði verið bundið af samkvæmt Mannréttindasáttmálanum, verið yfirfærð á önnur ríki og þannig orðið að evrópsku viðmiði um það hvernig skuli standa að skipun dómara. Þau mistök sem urðu á Íslandi við frumskipun Landsréttar hafa því orðið til þess að þróa frekar stjórnskipulegar varnir gegn því að pólitískir stundarhagsmunir geti haft áhrif á dómstóla og getu þeirra til þess að leysa úr málum þeirra sem þangað leita með hlutlægum og sanngjörnum hætti. Hvað varðar eftirmálana heima á Íslandi þá verður ekki annað séð en að tekist hafi að leysa úr því uppnámi sem starfsemi Landsréttar komst í með farsælum hætti. Dómstóllinn stendur í dag traustum fótum, sem ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Hvort og þá hvaða lærdómur hafi verið dreginn af þeim mistökum sem leiddu til áfellisdóms Mannréttindadómstólsins er þó óvissara. Þeim sem fylgst hafa með íslensku samfélagi um nokkurt skeið má vera það ljóst að sá árekstur sem varð til þess að frumskipun Landsréttar misfórst á þann hátt sem hún gerði, var afleiðing langvarandi valdabaráttu á milli pólitískrar valdastéttar og lögfræðilegrar valdstéttar landsins. Ekki verður séð að stigin hafi verið nein skref til að bera klæð á þau vopn sem þar voru skökuð, en þó má segja að vopnahlé hafi ríkt síðan. Hversu lengi það varir er erfitt að segja, en mín tillaga væri að skynsamt fólk settist yfir þá atburðarás sem varð og reyndi að draga upplýstan lærdóm af henni. Í því felst að lágmarki, að mínu viti, að gerð verið úttekt á reynslu af núverandi fyrirkomulagi skipunar dómara, sem komið var á árið 2010, með það fyrir augum að leita leiða til þess að tryggja að faglegt hlutverk dómstólanna í stjórnskipuninni verði ekki baráttu valdahópa í samfélaginu að bráð. Þessi pistill byggir á niðurstöðum ritrýndar greinar höfundar, sem nýverið birtist í German Law Journal, sem gefið er út af Cambridge University Press. Hægt er að nálgast greinina í opnum aðgangi á vef útgefandans. Höfundur er rannsóknasérfræðingur við lagadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsréttarmálið Háskólar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Á fullveldisdaginn, 1. desember, eru tvö ár liðin frá dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Í málinu var lagt mat á hvort við frumskipun dómara í Landsrétti hefði verið gætt að þeirri kröfu Mannréttindasáttmála Evrópu að skipan dómsvaldsins væri ákveðin með lögum. Eins og frægt er varð niðurstaðan sú, að þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru án þess að hafa verið metnir á meðal þeirra 15 hæfustu af dómnefnd um hæfni dómaraefna, voru taldir hafa verið skipaðir í trássi við íslensk lög og þar með í trássi við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Byggði Mannréttindadómstóllinn þar einkum á fyrri niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, um að lög hefðu verið brotin við skipun téðra dómara, en lagði síðan annað mat en Hæstiréttur á þýðingu þess ágalla, með tilliti til þeirrar kröfu Mannréttindasáttmálans að skipan dómsvalds skuli ákveðin með lögum. Málið olli pólitískum titringi á Íslandi og vakti athygli í alþjóðlegum kreðsum fræðimanna og lögfræðinga, sem fylgjast með störfum yfirþjóðlegu dómstólanna í Strassborg og Lúxemborg. Nú tveimur árum seinna má sjá að oft hefur verið vísað til Landsréttardómsins, sem fordæmis í síðari dómum bæði Mannréttindadómstólsins og dómstóls Evrópusambandsins um þá kröfu að við skipun dómara í evrópska dómstóla skuli gæta þess að fara að þeim lögum sem um slíka skipun gilda. Hefur það einkum komið upp í málum sem tengjast pólitískum og lögfræðilegum átökum um skipun og skipulag dómsvaldsins í Póllandi. Þannig hefur sú krafa sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp úr um að Ísland hefði verið bundið af samkvæmt Mannréttindasáttmálanum, verið yfirfærð á önnur ríki og þannig orðið að evrópsku viðmiði um það hvernig skuli standa að skipun dómara. Þau mistök sem urðu á Íslandi við frumskipun Landsréttar hafa því orðið til þess að þróa frekar stjórnskipulegar varnir gegn því að pólitískir stundarhagsmunir geti haft áhrif á dómstóla og getu þeirra til þess að leysa úr málum þeirra sem þangað leita með hlutlægum og sanngjörnum hætti. Hvað varðar eftirmálana heima á Íslandi þá verður ekki annað séð en að tekist hafi að leysa úr því uppnámi sem starfsemi Landsréttar komst í með farsælum hætti. Dómstóllinn stendur í dag traustum fótum, sem ein af lykilstofnunum íslensks samfélags. Hvort og þá hvaða lærdómur hafi verið dreginn af þeim mistökum sem leiddu til áfellisdóms Mannréttindadómstólsins er þó óvissara. Þeim sem fylgst hafa með íslensku samfélagi um nokkurt skeið má vera það ljóst að sá árekstur sem varð til þess að frumskipun Landsréttar misfórst á þann hátt sem hún gerði, var afleiðing langvarandi valdabaráttu á milli pólitískrar valdastéttar og lögfræðilegrar valdstéttar landsins. Ekki verður séð að stigin hafi verið nein skref til að bera klæð á þau vopn sem þar voru skökuð, en þó má segja að vopnahlé hafi ríkt síðan. Hversu lengi það varir er erfitt að segja, en mín tillaga væri að skynsamt fólk settist yfir þá atburðarás sem varð og reyndi að draga upplýstan lærdóm af henni. Í því felst að lágmarki, að mínu viti, að gerð verið úttekt á reynslu af núverandi fyrirkomulagi skipunar dómara, sem komið var á árið 2010, með það fyrir augum að leita leiða til þess að tryggja að faglegt hlutverk dómstólanna í stjórnskipuninni verði ekki baráttu valdahópa í samfélaginu að bráð. Þessi pistill byggir á niðurstöðum ritrýndar greinar höfundar, sem nýverið birtist í German Law Journal, sem gefið er út af Cambridge University Press. Hægt er að nálgast greinina í opnum aðgangi á vef útgefandans. Höfundur er rannsóknasérfræðingur við lagadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar