Skoða að setja kláf í Esjuhlíðar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. desember 2022 16:34 Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og kusu allir fulltrúar meirihlutans með hugmyndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá. Markmið borgarstjóra með hugmyndinni er að bæta aðgengi og upplifun fólks sem vill fara upp á Esjuna. Ferjur svipaðar þeirri sem skoðað er að setja upp eru algengar um allan heim. Borgarráð samþykkti að kanna forsendur verkefnisins, að umhverfis- og skipulagssvið skoði skipulagsþáttinn, og eignaskrifstofan kanni afstöðu ríkisins sem landeiganda. Endanleg ákvörðun um kláfinn ræðst af niðurstöðum skipulagsvinnu og þess umsagnar- og samráðsferlis sem fram færi samhliða. Mikilvægt að vanda til verka Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, lögðu fram bókun um málið. Þær segja það vera mikilvægt að vanda til verka við alla hönnun, þess sé gætt að ferjan falli vel að umhverfi og náttúru og þess gætt að neikvæð umhverfisáhrif og rask verði sem minnst. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í ráðinu, Trausti Breiðfjörð Magnússon, lagði einnig fram bókun en hann sagði það var mikilvægt að fleiri en umhverfis- og skipulagsráð fái að koma með umsögn um málið, til að mynda íbúaráð og íbúar. Hann bendir á að íbúar á Kjalarnesi hafi áður lýst yfir andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir. Mögulega til betri staðir Líf Magneudóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, segir að um sé að ræða stórt álitamál. „Taka verður afstöðu til margra flókinna spurninga m.a. um aðgengi allra að náttúrunni, um verðmæti og gildi Esjunnar og hvort rétt sé að framkvæmdin, ef skynsamleg þykir, sé unnin af einkaaðilum. Framkvæmd sem þessi hlyti að hafa margháttuð áhrif á umferð og nýtingu svæðisins og yrði að leggja mat á heildaráhrifin, s.s. afleiðingar aukinnar umferðar, áskoranir varðandi öryggismál o.fl.,“ segir í bókun hennar. Þá bendir hún á að ekki liggur fyrir hvort aðrir staðir í nágrenni Reykjavíkur kunni að vera heppilegri en Esjan fyrir kláf. Athuga þurfi að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Hugmyndin að setja kláf í hlíðar Esjuna eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirtækið Esjuferja ehf. sótti um lóðarleigu til slíkra framkvæmda árið 2015. Hverfisráð Kjalarness lagðist gegn verkefninu árið 2016. Esjan Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjósarhreppur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og kusu allir fulltrúar meirihlutans með hugmyndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá. Markmið borgarstjóra með hugmyndinni er að bæta aðgengi og upplifun fólks sem vill fara upp á Esjuna. Ferjur svipaðar þeirri sem skoðað er að setja upp eru algengar um allan heim. Borgarráð samþykkti að kanna forsendur verkefnisins, að umhverfis- og skipulagssvið skoði skipulagsþáttinn, og eignaskrifstofan kanni afstöðu ríkisins sem landeiganda. Endanleg ákvörðun um kláfinn ræðst af niðurstöðum skipulagsvinnu og þess umsagnar- og samráðsferlis sem fram færi samhliða. Mikilvægt að vanda til verka Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, lögðu fram bókun um málið. Þær segja það vera mikilvægt að vanda til verka við alla hönnun, þess sé gætt að ferjan falli vel að umhverfi og náttúru og þess gætt að neikvæð umhverfisáhrif og rask verði sem minnst. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í ráðinu, Trausti Breiðfjörð Magnússon, lagði einnig fram bókun en hann sagði það var mikilvægt að fleiri en umhverfis- og skipulagsráð fái að koma með umsögn um málið, til að mynda íbúaráð og íbúar. Hann bendir á að íbúar á Kjalarnesi hafi áður lýst yfir andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir. Mögulega til betri staðir Líf Magneudóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, segir að um sé að ræða stórt álitamál. „Taka verður afstöðu til margra flókinna spurninga m.a. um aðgengi allra að náttúrunni, um verðmæti og gildi Esjunnar og hvort rétt sé að framkvæmdin, ef skynsamleg þykir, sé unnin af einkaaðilum. Framkvæmd sem þessi hlyti að hafa margháttuð áhrif á umferð og nýtingu svæðisins og yrði að leggja mat á heildaráhrifin, s.s. afleiðingar aukinnar umferðar, áskoranir varðandi öryggismál o.fl.,“ segir í bókun hennar. Þá bendir hún á að ekki liggur fyrir hvort aðrir staðir í nágrenni Reykjavíkur kunni að vera heppilegri en Esjan fyrir kláf. Athuga þurfi að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Hugmyndin að setja kláf í hlíðar Esjuna eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirtækið Esjuferja ehf. sótti um lóðarleigu til slíkra framkvæmda árið 2015. Hverfisráð Kjalarness lagðist gegn verkefninu árið 2016.
Esjan Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjósarhreppur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira