Skoða að setja kláf í Esjuhlíðar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. desember 2022 16:34 Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og kusu allir fulltrúar meirihlutans með hugmyndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá. Markmið borgarstjóra með hugmyndinni er að bæta aðgengi og upplifun fólks sem vill fara upp á Esjuna. Ferjur svipaðar þeirri sem skoðað er að setja upp eru algengar um allan heim. Borgarráð samþykkti að kanna forsendur verkefnisins, að umhverfis- og skipulagssvið skoði skipulagsþáttinn, og eignaskrifstofan kanni afstöðu ríkisins sem landeiganda. Endanleg ákvörðun um kláfinn ræðst af niðurstöðum skipulagsvinnu og þess umsagnar- og samráðsferlis sem fram færi samhliða. Mikilvægt að vanda til verka Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, lögðu fram bókun um málið. Þær segja það vera mikilvægt að vanda til verka við alla hönnun, þess sé gætt að ferjan falli vel að umhverfi og náttúru og þess gætt að neikvæð umhverfisáhrif og rask verði sem minnst. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í ráðinu, Trausti Breiðfjörð Magnússon, lagði einnig fram bókun en hann sagði það var mikilvægt að fleiri en umhverfis- og skipulagsráð fái að koma með umsögn um málið, til að mynda íbúaráð og íbúar. Hann bendir á að íbúar á Kjalarnesi hafi áður lýst yfir andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir. Mögulega til betri staðir Líf Magneudóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, segir að um sé að ræða stórt álitamál. „Taka verður afstöðu til margra flókinna spurninga m.a. um aðgengi allra að náttúrunni, um verðmæti og gildi Esjunnar og hvort rétt sé að framkvæmdin, ef skynsamleg þykir, sé unnin af einkaaðilum. Framkvæmd sem þessi hlyti að hafa margháttuð áhrif á umferð og nýtingu svæðisins og yrði að leggja mat á heildaráhrifin, s.s. afleiðingar aukinnar umferðar, áskoranir varðandi öryggismál o.fl.,“ segir í bókun hennar. Þá bendir hún á að ekki liggur fyrir hvort aðrir staðir í nágrenni Reykjavíkur kunni að vera heppilegri en Esjan fyrir kláf. Athuga þurfi að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Hugmyndin að setja kláf í hlíðar Esjuna eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirtækið Esjuferja ehf. sótti um lóðarleigu til slíkra framkvæmda árið 2015. Hverfisráð Kjalarness lagðist gegn verkefninu árið 2016. Esjan Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjósarhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og kusu allir fulltrúar meirihlutans með hugmyndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá. Markmið borgarstjóra með hugmyndinni er að bæta aðgengi og upplifun fólks sem vill fara upp á Esjuna. Ferjur svipaðar þeirri sem skoðað er að setja upp eru algengar um allan heim. Borgarráð samþykkti að kanna forsendur verkefnisins, að umhverfis- og skipulagssvið skoði skipulagsþáttinn, og eignaskrifstofan kanni afstöðu ríkisins sem landeiganda. Endanleg ákvörðun um kláfinn ræðst af niðurstöðum skipulagsvinnu og þess umsagnar- og samráðsferlis sem fram færi samhliða. Mikilvægt að vanda til verka Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, lögðu fram bókun um málið. Þær segja það vera mikilvægt að vanda til verka við alla hönnun, þess sé gætt að ferjan falli vel að umhverfi og náttúru og þess gætt að neikvæð umhverfisáhrif og rask verði sem minnst. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í ráðinu, Trausti Breiðfjörð Magnússon, lagði einnig fram bókun en hann sagði það var mikilvægt að fleiri en umhverfis- og skipulagsráð fái að koma með umsögn um málið, til að mynda íbúaráð og íbúar. Hann bendir á að íbúar á Kjalarnesi hafi áður lýst yfir andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir. Mögulega til betri staðir Líf Magneudóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, segir að um sé að ræða stórt álitamál. „Taka verður afstöðu til margra flókinna spurninga m.a. um aðgengi allra að náttúrunni, um verðmæti og gildi Esjunnar og hvort rétt sé að framkvæmdin, ef skynsamleg þykir, sé unnin af einkaaðilum. Framkvæmd sem þessi hlyti að hafa margháttuð áhrif á umferð og nýtingu svæðisins og yrði að leggja mat á heildaráhrifin, s.s. afleiðingar aukinnar umferðar, áskoranir varðandi öryggismál o.fl.,“ segir í bókun hennar. Þá bendir hún á að ekki liggur fyrir hvort aðrir staðir í nágrenni Reykjavíkur kunni að vera heppilegri en Esjan fyrir kláf. Athuga þurfi að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Hugmyndin að setja kláf í hlíðar Esjuna eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirtækið Esjuferja ehf. sótti um lóðarleigu til slíkra framkvæmda árið 2015. Hverfisráð Kjalarness lagðist gegn verkefninu árið 2016.
Esjan Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjósarhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira