Kláfur sé fyrst og fremst aðgengismál Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. desember 2022 21:01 Einar segir að einungis sé verið að skoða málin. Engin ákvörðun hafi verið tekin. Arnar Halldórsson Borgarráð hefur samþykkt að skoða að setja upp Kláf í Esjuhlíðum. Formaður borgarráðs segir málið fyrst og fremst aðgengismál en að í hugmyndinni felist einnig tækifæri fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er gömul hugmynd. Hún kom fyrst til borgarinnar, erindi um að fá að setja upp kláf, frá áhugasömum aðilum árið 2013 eða 2014. Það mál náði ekki fram að ganga á þessum tíma. Þessir aðilar hafa verið að vinna að þessari hugmynd áfram, stunda veðurfarsrannsóknir og annað,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Og nú hefur umhverfis- og skipulagssviði verið falið að taka málið til meðferðar. Einar segir þörf á umhverfismati og samráði við íbúa og hagaðila. Í samþykkt borgarráðs frá því í morgun felist engin yfirlýsing af hálfu borgarinnar um að af verkefninu verði. Einungis sé verið að skoða málin. „En það er alveg ljóst að mínu mati að það eru mikil tækifæri sem gætu falist í þessu fyrir ferðaþjónustu en ekki síst fyrir fatlaða og eldri borgara. Það eiga allir að geta nýtt Esjuna. Þar ofan á henni er mikið og fallegt útivistarsvæði þannig að það eru ýmsir kostir en líka einhverjir gallar. Nú ætlum við bara að rýna málið og vinna það vel.“ Óljóst er hvernig kláfurinn gæti komið til með að líta út á Esjunni en hægt er að sjá fyrir sér eitthvað í líkingu við grafíkina sem sést í sjónvarpsfréttinni. Níutíu og níu blaðsíðna bunki fylgdi tillögunni sem finna má í fundargerð borgarráðs. Ef af hugmyndinni verður fer verkið í útboðsferli. Einar segir að engin fjárhagsleg skuldbinding verði af hálfu borgarinnar. „Það eru þeir aðilar sem kæmu að rekstri farþegaferjunnar þarna upp sem myndu axla alla fjárhagslega áhættu af þessu verkefni. Borgin kemur ekki neitt að þessu fjárhagslega.“ Esjan Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
„Þetta er gömul hugmynd. Hún kom fyrst til borgarinnar, erindi um að fá að setja upp kláf, frá áhugasömum aðilum árið 2013 eða 2014. Það mál náði ekki fram að ganga á þessum tíma. Þessir aðilar hafa verið að vinna að þessari hugmynd áfram, stunda veðurfarsrannsóknir og annað,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Og nú hefur umhverfis- og skipulagssviði verið falið að taka málið til meðferðar. Einar segir þörf á umhverfismati og samráði við íbúa og hagaðila. Í samþykkt borgarráðs frá því í morgun felist engin yfirlýsing af hálfu borgarinnar um að af verkefninu verði. Einungis sé verið að skoða málin. „En það er alveg ljóst að mínu mati að það eru mikil tækifæri sem gætu falist í þessu fyrir ferðaþjónustu en ekki síst fyrir fatlaða og eldri borgara. Það eiga allir að geta nýtt Esjuna. Þar ofan á henni er mikið og fallegt útivistarsvæði þannig að það eru ýmsir kostir en líka einhverjir gallar. Nú ætlum við bara að rýna málið og vinna það vel.“ Óljóst er hvernig kláfurinn gæti komið til með að líta út á Esjunni en hægt er að sjá fyrir sér eitthvað í líkingu við grafíkina sem sést í sjónvarpsfréttinni. Níutíu og níu blaðsíðna bunki fylgdi tillögunni sem finna má í fundargerð borgarráðs. Ef af hugmyndinni verður fer verkið í útboðsferli. Einar segir að engin fjárhagsleg skuldbinding verði af hálfu borgarinnar. „Það eru þeir aðilar sem kæmu að rekstri farþegaferjunnar þarna upp sem myndu axla alla fjárhagslega áhættu af þessu verkefni. Borgin kemur ekki neitt að þessu fjárhagslega.“
Esjan Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira