Roberto Martinez hefur verið þjálfari Belgíu síðan árið 2016 en undir hans stjórn vann Belgía bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fyrir mótið í Katar var Belgía í öðru sæti heimslista FIFA og því gríðarleg vonbrigði fyrir Martinez og félaga að hafa fallið úr keppni eftir riðlakeppnina.
„Þetta var minn síðasti leikur, það eru sex ár liðin. Ég kom hingað með það markmið að ná sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. Við vorum mjög einbeittir í því verkefni og unnum til bronsverðlauna. Ég er mjög stoltur af þessum leikmönnum, þetta hefur verið stórkostlegt,“ sagði Martinez eftir leikinn gegn Króatíu í dag.
„Þetta hafa verið sex ár þar sem við höfum getað allt sem við viljum gera. Þetta lið hefur fært fólki mikla gleði. Nú er kominn tími til að ég sætti við mig að þetta sé búið. Ég er ekki að segja af mér, samningurinn minn er útrunninn.“
Hann segist hafa fengið fjölmörg boð um önnur störf á þeim tíma sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Belgíu.
„Síðan 2018 hef ég haft mörg tækifæri til að fara annað og taka starfi sem þjálfari félagsliðs. Ég vildi standa við mitt.“