Tveir voru handteknir í miðborginni grunaðir um vörslu/sölu fíkniefna og einn í Hlíðahverfi. Allir voru vistaðir í fangageymslu.
Rétt eftir miðnætti barst lögreglu tilkynning um slys í Hlíðahverfi en þar hafði erlendur ferðamaður dottið af rafhlaupahjóli og slasast á hné. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann.
Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum.