Erlent

New York og Singapore dýrustu borgir heims

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stórborgin New York trónir á toppi listans í fyrsta sinn. 
Stórborgin New York trónir á toppi listans í fyrsta sinn.  Getty Images

Framfærslukostnaður í helstu borgum heims hefur hækkað um 8,1 prósent á milli ára að meðaltali ef marka má nýja könnun Economist Intelligence Unit sem árlega birtir lista yfir framfærslukostnað í 172 borgum víðsvegar um heiminn.

New York í Bandaríkjunum er orðin dýrasta borg í heimi í fyrsta sinn, en hún deilir fyrsta sætinu með Singapore, sem reglulega hefur verið efst á listanum síðustu árin. Tel Aviv í Ísrael var dýrust í fyrra en er nú komin niður í þriðja sætið.

Reykjavík kemst hinsvegar ekki á blað sem ein af dýrustu borgum heims þetta árið. Stríðið í Úkraínu og vandræði með aðfangakeðjur heimsins er sagðar ástæður þess að kostnaður hefur hækkað svo mjög á milli ára en mesta hækkunin er á bensíni sem hefur hækkað um 22 prósent að meðaltali í borgunum sem um ræðir. Næstar á listanum koma borgirnar Hong Kong, Los Angeles og Zurich.

Neðst á listanum eru hinsvegar borgir á stríðshrjáðum svæðum, Damaskus í Sýrlandi er ódýrust en síðan koma Trípólí í Líbíu og Teheran í Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×